„Maður ræður ekki við sársaukaviðbrögðin“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Lilja Sif Þor­steins­dótt­ir, sál­fræðing­ur og eig­andi Heils­hug­ar, hef­ur sér­hæft sig í áfalla­fræðum og aðstoðað ein­stak­linga með að koma til­finn­ing­um sín­um í rétt­an far­veg. Ómeðhöndluð áföll for­eldra seg­ir hún geta erfst á milli kyn­slóða og valdið til­finn­inga­leg­um skaða. Sú kenn­ing geng­ur und­ir hug­tak­inu millikyn­slóðasmit sem hvort tveggja heyr­ir und­ir erfðir og smitáhrif sem hljót­ast af óheil­brigðum aðstæðum og um­hverfi.   

    „Það er hug­tak sem kall­ast utangena­erfðir (e. epig­enetics). Þú ert fædd með öll þín gen en það er það á hvaða genum kvikn­ar og slokkn­ar á sem hef­ur rosa­lega mikið með um­hverfið þitt að gera. Þannig ef þú lend­ir í ein­hverri reynslu þá geta utangena­erfðir kveikt eða slökkt á ein­hverj­um genum hjá þér og það get­ur síðan erfst til þinna af­kom­enda,“ út­skýr­ir Lilja.

    „Við höf­um vitað af þessu í dýr­um í heil­l­ang­an tíma en nú eru komn­ar rann­sókn­ir á þessu á fólki líka að svona áföll erf­ast kyn­slóð fram af kyn­slóð og það ger­ist ekki bara í genun­um. Þetta get­ur til dæm­is brot­ist út sem skap­gerðarein­kenni, innri órói eða ým­is­legt svo­leiðis.“

    Sárs­auka­fullt að pota í opin sár

    Óunn­in áföll geta valdið mikl­um sárs­auka og skaða, bæði lík­am­lega og til­finn­inga­lega. Það er lífeðlis­lega ómögu­legt að bæla niður erfiðar til­finn­ing­ar ævi­langt svo ekk­ert beri á. Erfiðar og sár­ar til­finn­ing­ar munu í lang­flest­um til­fell­um brjóta sér leið fram á yf­ir­borðið hvort sem það birt­ist lík­am­lega eða and­lega.

    Til­finn­inga­leg­um sárs­auk­an­um lík­ir Lilja við opið og blæðandi sár sem þarfn­ast aðhlynn­ing­ar og umbúðaskipta.  

    „Svo er það ekki síður það að ef þú sem for­eldri ert með opið sár og eitt­hvað sem get­ur „triggerað“ upp í þér eitt­hvað þá er svo erfitt að eiga við það. Af því þannig virka sár,“ lýs­ir hún.

    „Ef þú mynd­ir pota í öxl­ina á mér svona þá er það ekk­ert vont en ef ég væri með opið sár hérna þá væri það mjög vont ef það væri verið að pota í þetta. Ég ræð ekki við viðbrögðin, maður ræður ekki við sárs­aukaviðbrögðin,“ seg­ir hún jafn­framt og út­skýr­ir þar með því ástandi sem fer af stað þegar talað er um svo­kallað millikyn­slóðasmit.

    „Það er það sem um er að ræða líka þegar talað er um þessi millikyn­slóðasmit að ef að við erum með opin sár sem barnið eða um­hverfið pot­ar í þá ráðum við ekki við það að við för­um upp í til­finn­inga­titr­ing.“

    Smelltu á spil­ar­ann hér að neðan til að nálg­ast viðtalið við Lilju í heild sinni.

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda