Björk á forsíðu National Geographic

Viðar Logi tók myndirnar af Björk Guðmundsdóttur fyrir forsíðuna.
Viðar Logi tók myndirnar af Björk Guðmundsdóttur fyrir forsíðuna. Ljósmynd/Skjáskot National Geographic

Björk Guðmunds­dótt­ir prýðir forsíðuna á nýj­asta tímariti National Geographic. Hún er hluti af þrjátíu og þremur hugsjónamönnum sem barist hafa fyrir náttúrunni á einhvern hátt. Á listanum má einnig finna þekkta einstaklinga eins og Michelle Yeoh, Selenu Gomez, Jason Momoa og Yöru Shahidi.

Íslenskir listamenn hluti af forsíðunni

Forsíðumyndina af Björk tók íslenski ljósmyndarinn Viðar Logi. Viðar komst meðal annars á lista Forbes á síðasta ári um þrjátíu einstaklinga undir þrjátíu ára sem hafa átt velgengni að fagna á sviði lista og menningar í Evrópu. Stílisti forsíðumyndarinnar er Edda Guðmundsdóttir sem hefur unnið mikið með listakonunni síðustu ár. 

Á myndunum klæðist Björk meðal annars fatnaði frá Rick Owens, Moncler, James Merry og Mikiosakabe. 

Björk er einnig í stóru viðtali í blaðinu þar sem hún talar um baráttuna gegn sjókvíaeldi hér á landi. Árið 2023 gáfu hún og söngkonan Rosalía út lagið „Oral“.

Markmiðið með útgáfu lagsins var að vekja athygli á „ógnvekjandi grimmd þegar kem­ur að sjókvía­eldi og þeim al­var­legu um­hverf­is- og vist­fræðilegu af­leiðing­um sem sjókvía­eldi hef­ur,” sagði meðal annars í fréttatilkynningunni um lagið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda