Prada hefur fest kaup á Versace

Prada og Versace eru tvö stærstu tískuhús heims.
Prada og Versace eru tvö stærstu tískuhús heims. Stephane De Sakutin/AFP

Tísku­húsið Versace stefn­ir aft­ur „heim“ til Ítal­íu en Prada Group hef­ur fest kaup á fé­lag­inu. Önnur fé­lög í eigu Prada Group-sam­stæðunn­ar eru tísku­húsið Prada, Miu Miu, Church's, Car Shoe, gúr­met­baka­ríið Marchesi 1824 og Luna Rossa.

Kaup­verðið er 1,25 millj­arðar evra eða í kring­um 182 millj­arð króna sem þykir held­ur lægra en bú­ist var upp­haf­lega við. Versace hef­ur átt und­ir högg að sækja að und­an­förnu og hef­ur verið rekið með tapi.

„Við erum í skýj­un­um að geta boðið Versace í Prada-fjöl­skyld­una og skrifað nýj­an kafla fyr­ir merki sem við deil­um mörg­um hug­sjón­um með eins og skap­andi hugs­un, hand­verki og arf­leið. Við mun­um halda áfram að fagna og túlka djörfa og tíma­lausa fag­ur­fræði. Við erum vel í stakk búin til að skrifa nýja síðu í sögu Versace og byggja á gild­um sam­stæðunn­ar á sama tíma,“ sagði Pat­rizio Bertelli for­stjóri Prada Group, um kaup­in.

Það vakti mikla at­hygli fyrr á ár­inu þegar Dona­tella Versace, fyrr­um list­rænn stjórn­andi tísku­húss­ins, lét af störf­um. Hún hafði gegnt stöðunni síðan árið 1997 eða frá því að bróðir henn­ar, Gi­anni Versace, var myrt­ur.

Nýr list­rænn stjórn­andi Versace er Dario Vitale og er þetta í fyrsta skipti í sögu tísku­húss­ins sem aðili utan fjöl­skyld­unn­ar sinn­ir stöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda