Fundu fermingarkjól á ögurstundu

Mæðgurnar Magnea Huld Aradóttir og Júlíana Ívarsdóttir eru að undirbúa …
Mæðgurnar Magnea Huld Aradóttir og Júlíana Ívarsdóttir eru að undirbúa fermingu Júlíönu af fullum krafti þessa dagana. Morgunblaðið/Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Júlí­ana hik­ar ekki þegar hún er spurð hvað sé efst á ferm­ing­ar­gjafal­ist­an­um. „Mig lang­ar mest í ut­an­lands­ferð, Adi­das-skó og pen­inga.“ Hún er búin að kaupa ferm­ing­ar­kjól­inn en það var mamma henn­ar sem rakst á hann fyr­ir til­vilj­un í Kringl­unni og þær náðu síðasta kjóln­um í henn­ar stærð.

„Ég keypti hvít­an síðan kjól í Cos­mo sem ég er mjög ánægð með. Ég er svo að fara í prufu­greiðslu fljót­lega og þá kem­ur end­an­lega í ljós hvernig hárið mitt verður í ferm­ing­unni. Ég ætla að fara í negl­ur en ég mála mig bara sjálf og ætla ekki að hafa mikla förðun.“

Er alltaf að leita að veislu­hug­mynd­um

Magnea seg­ir að þær mæðgur séu bún­ar að pæla í og skipu­leggja ferm­ing­una sam­an í nokk­urn tíma og það hafi verið mjög skemmti­legt. „Júlí­ana hef­ur tekið virk­an þátt í bæði hug­mynda­vinn­unni en hún hef­ur líka hjálpað til við und­ir­bún­ing­inn í eld­hús­inu. Okk­ur finnst þetta mjög gam­an. Ég hef alltaf haft áhuga á því að und­ir­búa veisl­ur og viðburði, al­veg frá því að ég var bara tíu ára stelpa. Ég gjör­sam­lega gleymi mér í svona vinnu.“ Hún seg­ist sækja sér inn­blást­ur héðan og þaðan. „Ég er að vinna í veisl­um í Vík­inni, fé­lags­heim­ili Vík­ings, svo þar sé ég oft eitt­hvað sniðugt, stund­um finn ég eitt­hvað upp sjálf og svo nota ég tíma­rit og netið.“

Hér má sjá brot af þeim réttum sem mæðgurnar ætla …
Hér má sjá brot af þeim rétt­um sem mæðgurn­ar ætla að bjóða upp á í ferm­ing­ar­veisl­unni. Morg­un­blaðið/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir
Taco-ið er smekklega fram borið.
Taco-ið er smekk­lega fram borið.

Létu gera gogg með spurn­ing­um um ferm­ing­ar­barnið

Ferm­ing­ar­gest­irn­ir verða á bil­inu 90-100 með börn­um en veisl­an verður hald­in heima. Litaþemað verður bleikt, hvítt og gull auk þess sem þær ætla að skreyta með lif­andi blóm­um. Aðal­veit­inga­borðið verður skreytt með hvít­um dúk og blóm­um.

„Við ætl­um auk þess kannski að spreyja einn gaml­an fót­bolta­skó gyllt­an og hafa á gjafa­borðinu. Svo lét­um við gera svo­lítið sniðugan gogg hjá fyr­ir­tæki sem heit­ir BH-hönn­un, ég sá gogg­inn í fyrra í ferm­ing­ar­veislu og fannst til­valið að hafa hann á borðunum sem skraut en líka sem leik, því hægt er að svara spurn­ing­um um ferm­ing­ar­barnið í hon­um. Það er margt fleira sniðugt á þess­ari síðu sem við ætl­um að nýta okk­ur í ferm­ing­unni, við eig­um bara eft­ir að ákveða end­an­lega hvað það verður.“

Mæðgurnar voru heimilislegar þegar blaðamann bar að garði.
Mæðgurn­ar voru heim­il­is­leg­ar þegar blaðamann bar að garði. Morg­un­blaðið/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Alls kon­ar afþrey­ing í veisl­unni

Þegar Magnea er spurð hvort til standi að hafa ein­hverja leiki fyr­ir veislu­gesti svar­ar hún um hæl að hún haldi enga veislu nema í henni séu skemmti­leg­ir leik­ir.

„Við ætl­um að hafa svo­kallað stand­andi bingó, þá standa all­ir með spjald og svo er ein tala dreg­in og sá sem er með töl­una þarf að setj­ast og er því úr leik. Þannig að þetta er svona öf­ugt við venju­legt bingó en þetta er sniðugt af því að spilið tek­ur ekki svo lang­an tíma og þess vegna hægt að spila nokkr­ar um­ferðir. Við verðum svo með ein­hver páska­egg og eitt­hvað svo­leiðis í verðlaun.“

Magnea bæt­ir við að Júlí­ana ætli að klippa sam­an mynd­band af sér til að spila í veisl­unni en til er mikið af mynd­skeiðum af henni þegar hún var lít­il að baka.

„Ég byrjaði tveggja ára að baka með mömmu, við vor­um bara alltaf að baka. Ég fékk svo ísvél fyr­ir nokkru og er líka dug­leg að búa til ís þar sem ég prófa mig áfram með mis­mun­andi bragðteg­und­ir, mér finnst svona eld­hús­stúss með mömmu skemmti­legt.“

Smáréttaveisla með fjölbreyttum veitingum.
Smá­rétta­veisla með fjöl­breytt­um veit­ing­um. Morg­un­blaðið/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Byrjaði að út­búa veit­ing­arn­ar fyr­ir nokkru

Veit­ing­arn­ar verða að miklu leyti heima­gerðar og ekki af verri end­an­um þar sem Magnea er mik­ill kokk­ur og sæl­keri. „Þetta verður svona smá­rétta­veisla með mjög fjöl­breytt­um veit­ing­um, við kaup­um al­veg eitt­hvað til­búið eins og kran­sa­köku, kjúk­linga­spjót og upp­á­halds­mat­inn henn­ar Júlí­önu sem er sus­hi. Allt annað ger­um við sam­an og það er tölu­vert. Ég er byrjuð að und­ir­búa og til dæm­is bakaði ég smá­pítu­brauðin um dag­inn og setti í fryst­inn. Ég verð í raun búin að und­ir­búa all­an mat­inn fyr­ir veisl­una og svo koma vin­kon­ur mín­ar eft­ir at­höfn­ina í kirkj­unni sem er um tíu­leytið og hjálpa mér að setja þetta allt sam­an. Við bjóðum svo til veisl­unn­ar sjálfr­ar klukk­an fimm og því náum við góðum tíma þarna á milli til að und­ir­búa allt og klára á ferm­ing­ar­dag­inn, þannig að allt verður ferskt og flott.“ Auk smá­rétt­anna ætla Júlí­ana og Magnea að setja upp nammi­b­ar þar sem fólk get­ur valið sér góðgæti í poka.

Það líður svolítill tími á milli athafnarinnar og veislurnar svo …
Það líður svo­lít­ill tími á milli at­hafn­ar­inn­ar og veisl­urn­ar svo mæðgurn­ar hafa næg­an tíma fyr­ir und­ir­bún­ing. Morg­un­blaðið/​Hanna Ingi­björg Arn­ars­dótt­ir

Mæðgurn­ar baka Rice Krispies-köku sam­an

Veit­ing­arn­ar sem mæðgurn­ar ætla að út­búa eru mjög fjöl­breytt­ar og þar eru bæði spenn­andi smá­rétt­ir og eitt­hvað sætt, seg­ir Magnea.

„Við ætl­um að baka Rice Krispies-köku sam­an, hún er svo fal­leg á borðið. Síðan ætla ég að út­búa roast beef-smur­brauð sjálf, míní-tor­tí­ur með tveim­ur mis­mun­andi fyll­ing­um sem ég festi með klemmu, pítu­brauð með pico del gallo og hvít­laukssósu og mozzar­ellasnitt­ur.“

Það er glampi í aug­un­um á Magneu þegar hún er að gefa smakk af rétt­un­um en skyldi námið eitt­hvað hafa nýst henni við und­ir­bún­ing­inn?

„Þetta diplóma­nám er 60 ein­ing­ar og tek­ur eitt ár og þótt ég hafi oft stýrt og skipu­lagt viðburði þá hef­ur það nán­ast allt verið fyr­ir fjöl­skyldu og vini. Ég er búin að læra margt nýtt og er nú að nýta það sem ég kunni enn bet­ur og í stærra sam­hengi, meira svona á fag­leg­um nót­um. Ég er ný­bú­in að sjá um 80 manna stóraf­mæli pabba svo ég er í ágætri æf­ingu,“ bæt­ir hún við og seg­ist von­ast til að geta unnið meira við viðburðastjórn­un að námi loknu.

Rétt­irn­ir sem Magnea út­bjó fyr­ir mynda­tök­una voru sér­lega bragðgóðir og hún deil­ir þeim hér með les­end­um Morg­un­blaðsins.

Salsasósa

  • 2 vel þroskuð mangó, skor­in í bita
  • Tóm­at-chut­ney
  • 250 g rauðlauk­ur sneidd­ur gróft niður
  • ½ kg tóm­at­ar, sneidd­ir gróft niður
  • 2 hvít­lauksrif, rif­in niður eða söxuð smátt
  • 4 rauð chili-ald­in, smátt söxuð
  • 120 g púður­syk­ur
  • 75 ml rauðvín­se­dik
  • salt og pip­ar

Setjið allt hrá­efnið í pott og sjóðið við væg­an hita í u.þ.b. 1 klst. Látið kólna aðeins og maukið sam­an með töfra­sprota eða í bland­ara.

Tor­tí­ur

  • 2 pakk­ar af stór­um tor­tí­um

Notið hring­laga skurðar­járn til að skera út litl­ar tor­tí­ur, u.þ.b. 50 stk., fer eft­ir stærð skurðar­járns­ins. 

  • 4 kjúk­linga­bring­ur

Eldið í ofni í u.þ.b. 35 mín­út­ur og kryddið með kjúk­lingakryddi eða taco-kryddi. Þegar bring­urn­ar eru til­bún­ar eru þær skorn­ar í litla bita.

  • 1-2 mangó, skor­in í bita

Látið tóm­at-chut­n­eyið, kjúk­linga­bit­ana og mangóbit­ana inn í hverja tor­tíu og skreytið með kórí­and­er. Klemmið tor­tí­una sam­an með lít­illi klemmu eins og á mynd.

Sýrður lauk­ur

  • 100 ml vatn
  • 100 ml hvít­vín­se­dik
  • 35 g syk­ur
  • 2 rauðlauk­ar

Vatn, hvít­vín­se­dik og syk­ur soðið sam­an í potti. Þegar syk­ur­inn hef­ur leyst upp er blönd­unni leyft að kólna. Rauðlauk­ur­inn skor­inn þunnt niður og sett­ur í krukku. Þegar vökvinn hef­ur kólnað er hon­um hellt yfir rauðlauk­inn og krukk­an geymd inn í ís­skáp yfir nótt.

Ein­falt guaca­mole

  • 2 vel þroskaðar lárper­ur, stappaðar
  • skvetta af sítr­ónu eða límónu
  • salt og pip­ar

Blandið öllu sam­an. Smyrjið á helm­ing­inn af torí­unni og setjið hvít­laukssós­una á hinn hlut­ann.

  • 1 dós svart­baun­ir
  • ½ tsk. taco-krydd
  • ½ tsk. kumm­in

Hitið baun­irn­ar ásamt krydd­un­um og setjið baun­irn­ar á tor­tí­una, látið smá­veg­is sýrðan lauk yfir og nokkra mangóbita.

Lokið með klemmu og berið fram.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda