Góð leið til að fegra það sem guð gaf

Ferskjulitaður fer vel með sólkysstri húð.
Ferskjulitaður fer vel með sólkysstri húð. Ljósmynd/Chanel

Bjart­ar ís­lensk­ar sum­ar­næt­ur kalla á milda og heill­andi liti sem fegra það sem guð gaf. Þetta veit Ammy Drammeh förðun­ar­meist­ari sem hannaði vor­lín­una fyr­ir Chanel. Förðun­ar­lín­an er sam­sett af fjór­um lit­um sem paraðir eru sam­an til að draga fram það besta.

Augnskuggalín­an Ombre Essentielle býður upp á hæfi­legt magn af augnskugga. Lit­ur­inn Ment­he Á L'Eau er grængrár og fer vel á augn­loki. Hann gef­ur hálf­gerða perlu­áferð en þegar vatns­held­ur blý­ant­ur í græn­um lit er notaður með virk­ar lit­ur­inn sterk­ari. Það mætti til dæm­is setja græna vatns­helda blý­ant­inn á augn­lokið og blanda hon­um þannig að hann myndi ákveðið form á augn­lok­inu og setja svo augnskugg­ann sjálf­an yfir.

Það er aðeins mis­jafnt eft­ir formi augn­lok­anna hvað fer hverj­um best en flest­ir þrá að láta aug­un virka stærri og víga­legri. Fer­skju­litaði augnskugg­inn Péche Glacée er fyr­ir þær sem eru alltaf svo­lítið sól­brún­ar og seiðandi á meðan fjólu­blái lit­ur­inn Mau­ve Sucré ýtir und­ir feg­urð föla fólks­ins. Þeir sem vilja fara ör­uggu leiðina velja Latte Frappé sem er mild­ur brún­bleik­ur lit­ur. Vatns­heldu blý­ant­arn­ir koma í fjór­um lit­um; rauðbleik­um, fjólu­blá­um, brún­fjólu­blá­um og græn­um. Vatns­held­ur augn­blý­ant­ur í ein­hverj­um af þess­um lit­um gef­ur mýkra yf­ir­bragð en ef svart­ur eða brúnn er notaður. Þessi lína býður upp á meiri leik og meira fjör.

Í lín­unni eru tveir naglalakkslit­ir, fer­skju­lit­ur og grágrænn, sem fara vel við öll ljósu föt­in sem við för­um að klæðast fyrr en ykk­ur grun­ar.

Þetta eru litir í stíl við íslenska sólsetrið.
Þetta eru lit­ir í stíl við ís­lenska sól­setrið.
Bleikir varalitir þykja stundum svolítið frúarlegir. Hér sést hins vegar …
Bleik­ir varalit­ir þykja stund­um svo­lítið frú­ar­leg­ir. Hér sést hins veg­ar hvernig má nota þá án þess að verða eins og kerl­ing­in sem þú vilt ekki vera. Ljós­mynd/​Chanel
Hér eru fjórir augnskuggar samankomnir fyrir fólk sem vill ekki …
Hér eru fjór­ir augnskugg­ar sam­an­komn­ir fyr­ir fólk sem vill ekki vera með of áber­andi augn­máln­ingu en samt með smá svip.
Það er hægt að fríska upp á sig með björtum, …
Það er hægt að fríska upp á sig með björt­um, bleik­um lit­um. Ljós­mynd/​Chanel
Hér notar förðunarfræðingurinn fingurna til að ná fram réttri áferð …
Hér not­ar förðun­ar­fræðing­ur­inn fing­urna til að ná fram réttri áferð á augnskugg­an­um. Ljós­mynd/​Chanel
Áferðin á varalitunum er örlítið glansandi.
Áferðin á varalit­un­um er ör­lítið glans­andi. Ljós­mynd/​Chanel
Þennan ferskjulitaða varalit verður að hafa í veskinu í sumar.
Þenn­an fer­skju­litaða varalit verður að hafa í vesk­inu í sum­ar.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda