Íslandsbolur Laufeyjar vekur athygli

Bolurinn er frá íslenska fatamerkinu Takk Takk.
Bolurinn er frá íslenska fatamerkinu Takk Takk. Skjáskot/Instagram/Takk Takk

Íslenska tón­list­ar­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir klædd­ist hvít­um hlýra­bol með ís­lenska fán­an­um á tón­list­ar­hátíðinni Coachella um liðna helgi. Eft­ir­spurn­in eft­ir boln­um mun án efa vaxa eft­ir að hún birti mynd­irn­ar af sjálfri sér í boln­um, þá ekki aðeins á meðal ferðamanna held­ur einnig tísku­áhuga­fólks.

Lauf­ey hef­ur und­an­farið ár orðið mik­ill áhrifa­vald­ur í tísku­heim­in­um og klæðst há­tísku­merkj­um eins og Chanel, Chloé og Gucci þegar hún kem­ur fram. Fata­stíll henn­ar þykir kven­leg­ur, frjáls­leg­ur en einnig töffara­leg­ur. 

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

Bol­ur­inn upp­seld­ur

Lauf­ey hef­ur ávallt talað um hversu stolt hún er af ís­lenska upp­runa sín­um og sagt að hún sé þakk­lát fyr­ir að hafa al­ist hér upp. Hún sýn­ir það svo sann­ar­lega með því að klæðast boln­um á einni stærstu tón­list­ar­hátíð heims.

Bol­ur­inn sem Lauf­ey klæðist er frá nýja ís­lenska fata­merk­inu Takk Takk. Á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir að merkið sé ís­lenskt og nú­tíma­legt lúx­us­fata­merki sem standi fyr­ir mik­il­leika og leiðinni að ár­angri og far­sæld.

Bol­ur­inn er sem stend­ur upp­seld­ur á heimasíðu fyr­ir­tæk­is­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda