Pastellitaðar neglur verða gríðarlega vinsælar nú í vor og fram í sumarið. Það er augljós tenging við árstíðina, þegar himininn er bjartari, trén farin að bruma og sólargeislarnir gefa dásamlega birtu.
Nú er tíminn til að fríska upp á neglurnar og prófa nýja liti. Prófaðu tóna eins og fjólubláan, ljósappelsínugulan, lavender-bláan og ólífugrænan.
Hér fyrir neðan eru nokkrir dásamlegir naglalakkalitir sem henta vel núna.