Daði og Árný keyptu sér hús

Árný og Daði Freyr fyrir utan nýja húsið.
Árný og Daði Freyr fyrir utan nýja húsið. Facebook/Daði Freyr

Eurovisi­on­parið Daði Freyr Pét­urs­son og Árný Fjóla Ásmunds­dótt­ir hafa keypt sér hús á Íslandi. Þau eru ný­flutt til lands­ins eft­ir tíu ára dvöl í Berlín í Þýskalandi. 

„Við keypt­um hús! Borguðum fyr­ir það með pen­ing­um sem við grædd­um af sölu á list­inni okk­ar. Mig óraði aldrei fyr­ir að geta sagt það. Flutt til Íslands og hingað til elskað það!“ sagði í færslu Daða Freys á Face­book. 

„Takk fyr­ir allt! Þið gerðuð þetta!“

Daði Freyr sagði í viðtali á K100 í des­em­ber að fjöl­skyld­an hefði verið á leið að flytja til lands­ins í sex eða sjö ár, en Daði og Árný eiga tvær dæt­ur. Nú hef­ur loks orðið að því. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda