Eurovisionparið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir hafa keypt sér hús á Íslandi. Þau eru nýflutt til landsins eftir tíu ára dvöl í Berlín í Þýskalandi.
„Við keyptum hús! Borguðum fyrir það með peningum sem við græddum af sölu á listinni okkar. Mig óraði aldrei fyrir að geta sagt það. Flutt til Íslands og hingað til elskað það!“ sagði í færslu Daða Freys á Facebook.
„Takk fyrir allt! Þið gerðuð þetta!“
Daði Freyr sagði í viðtali á K100 í desember að fjölskyldan hefði verið á leið að flytja til landsins í sex eða sjö ár, en Daði og Árný eiga tvær dætur. Nú hefur loks orðið að því.