Áskoranir í Kína hafa áhrif á afkomu BIOEFFECT

Stjórn félagsins. Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, Pétur Hafsteinsson, Berglind Johansen, Liv …
Stjórn félagsins. Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, Pétur Hafsteinsson, Berglind Johansen, Liv Bergþórsdottir, Aubi Óskarsdottir og Valgeir H Kjartansson.

Eft­ir góðan tekju­vöxt og gott rekstr­ar­ár 2023 reynd­ist árið 2024 BI­OEF­FECT nokkuð þyngra og þá aðallega vegna versn­andi efna­hags­ástands í Kína. Neyslu­hegðun í Kína hef­ur breyst á mjög stutt­um tíma í kjöl­far þess að kín­versk stjórn­völd hafa hvatt neyt­end­ur til að velja kín­versk­ar vör­ur um­fram er­lend­ar.

BI­OEF­FECT átti vel heppnað sam­starf með kín­versk­um áhrifa­völd­um en breyt­ing­ar á markaðnum hafa einnig gert er­lend­um vörumerkj­um erfiðara fyr­ir með slíkt sam­starf. Árið 2023 var Kína stærsti markaður húðvörumerk­is­ins eða 17% af tekj­um fé­lags­ins en aðeins um 7% á ár­inu 2024.

Á ár­inu 2024 var sölu­aukn­ing­in mest í Banda­ríkj­un­um og á Íslandi en fyr­ir­tækið rek­ur sjálft starf­semi BI­OEF­FECT á Íslandi, Bretlandi og í Banda­ríkj­un­um. Dreifiaðilar eru 12 tals­ins og reka þeir 20 markaði.

Fylgja eft­ir vexti í Banda­ríkj­un­um

BI­OEF­FECT legg­ur núna meg­in áherslu á að fylgja eft­ir góðum vexti í Banda­ríkj­un­um en nýr 10% toll­ur hef­ur óveru­leg áhrif á rekst­ur fé­lags­ins.

„Árið 2025 fer vel af stað en vissu­lega eru mikl­ir óvissu­tím­ar,“ seg­ir Liv Bergþórs­dótt­ir for­stjóri BI­OEF­FECT í frétta­til­kynn­ingu.

„Fé­lagið fagn­ar 15 ára af­mæli í maí og af því til­efni bjóðum við sér­út­gáfu af EGF ser­um - fyrstu vöru fé­lags­ins, sem er enn sú allra vin­sæl­asta og var á ár­inu 2024 val­in ein af bestu húðvör­um allra tíma af fag­tíma­rit­inu Women‘s Wear Daily. Alls eru BI­OEF­FECT vör­urn­ar orðnar nítj­án tals­ins og ný Power-vöru­lína hef­ur gengið sér­lega vel. Við leggj­um mikla áherslu á Power vöru­lín­una í okk­ar sölu- og markaðsstarfi en hún er sér­stak­lega þróuð fyr­ir eldri húð,“ seg­ir Liv.

„Helsti mark­hóp­ur BI­OEF­FECT hef­ur verið kon­ur sem eru fjöru­tíu ára og eldri, en yngri viðskipta­vin­um fer fjölg­andi eft­ir því sem vör­um fjölg­ar. Þar má nefna rakakremið, EGF Day Ser­um og húðhreinsvör­ur eins og and­lits­hreinsi og EGF Es­sen­se. Við verðum líka vör við að karl­menn bæði yngri og eldri til­einki sér öfl­uga húðrútínu í aukn­um mæli. Karl­menn eru því vax­andi hóp­ur, en vin­sæl­ustu vör­urn­ar hjá yngri mönn­um eru EGF Day Ser­um og rakakremið okk­ar, en í eldri hópn­um eru EGF Power Ser­um og EGF Power Cream vör­urn­ar lang vin­sæl­ast­ar.“

Heild­ar­tekj­ur fé­lags­ins árið 2024 námu 2.155 millj­ón­um króna sam­an­borið við 2.292 millj­ón­ir árið á und­an sem er -6% tekju­sam­drátt­ur, en án Kína var vöxt­ur­inn 6%. EBITDA var 59 millj­ón­ir króna og tap árs­ins 9 millj­ón­ir króna.

Fram­leiðsla fer fram á Íslandi

BI­OEF­FECT rek­ur markaði sína á Íslandi, í Banda­ríkj­un­um og Bretlandi með eig­in teymi en aðrir markaðir eru rekn­ir í sam­starfi við sam­tals 12 dreifiaðila í 20 lönd­um.

Hjá fé­lag­inu starfa 55 starfs­menn og fer þróun og fram­leiðsla húðvöru­lín­unn­ar fram á Íslandi í höfuðstöðvum fé­lags­ins í Kópa­vogi. Vís­indi og virkni er grunn­ur­inn að vel­gengni BI­OEF­FECT, en sérstaða vöru­lín­unn­ar bygg­ir á vaxtaþátt­um sem fram­leidd­ir eru í byggi með aðferðum plöntu-líf­tækni og er al­ís­lenskt hug­vit og þróun.

Stjórn fé­lags­ins var kos­in á aðal­fundi, en í stjórn sitja Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, Guðbjörg Edda Eggerts­dótt­ir, Guðbjarni Eggerts­son, Knút­ur Dúi Kristján Zimsen og ný inn í stjórn­ina kem­ur Ragn­heiður Guðmunds­dótt­ir sem jafn­framt tók við sem stjórn­ar­formaður.

Liv Bergþórs­dótt­ir er for­stjóri fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda