Áskoranir í Kína hafa áhrif á afkomu BIOEFFECT

Stjórn félagsins. Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, Pétur Hafsteinsson, Berglind Johansen, Liv …
Stjórn félagsins. Sigrún Dögg Guðjónsdóttir, Pétur Hafsteinsson, Berglind Johansen, Liv Bergþórsdottir, Aubi Óskarsdottir og Valgeir H Kjartansson.

Eft­ir góðan tekju­vöxt og gott rekstr­ar­ár 2023 reynd­ist árið 2024 BI­OEF­FECT nokkuð þyngra og þá aðallega vegna versn­andi efna­hags­ástands í Kína. Neyslu­hegðun í Kína hef­ur breyst á mjög stutt­um tíma í kjöl­far þess að kín­versk stjórn­völd hafa hvatt neyt­end­ur til að velja kín­versk­ar vör­ur um­fram er­lend­ar.

BI­OEF­FECT átti vel heppnað sam­starf með kín­versk­um áhrifa­völd­um en breyt­ing­ar á markaðnum hafa einnig gert er­lend­um vörumerkj­um erfiðara fyr­ir með slíkt sam­starf. Árið 2023 var Kína stærsti markaður húðvörumerk­is­ins eða 17% af tekj­um fé­lags­ins en aðeins um 7% á ár­inu 2024.

Á ár­inu 2024 var sölu­aukn­ing­in mest í Banda­ríkj­un­um og á Íslandi en fyr­ir­tækið rek­ur sjálft starf­semi BI­OEF­FECT á Íslandi, Bretlandi og í Banda­ríkj­un­um. Dreifiaðilar eru 12 tals­ins og reka þeir 20 markaði.

Fylgja eft­ir vexti í Banda­ríkj­un­um

BI­OEF­FECT legg­ur núna meg­in áherslu á að fylgja eft­ir góðum vexti í Banda­ríkj­un­um en nýr 10% toll­ur hef­ur óveru­leg áhrif á rekst­ur fé­lags­ins.

„Árið 2025 fer vel af stað en vissu­lega eru mikl­ir óvissu­tím­ar,“ seg­ir Liv Bergþórs­dótt­ir for­stjóri BI­OEF­FECT í frétta­til­kynn­ingu.

„Fé­lagið fagn­ar 15 ára af­mæli í maí og af því til­efni bjóðum við sér­út­gáfu af EGF ser­um - fyrstu vöru fé­lags­ins, sem er enn sú allra vin­sæl­asta og var á ár­inu 2024 val­in ein af bestu húðvör­um allra tíma af fag­tíma­rit­inu Women‘s Wear Daily. Alls eru BI­OEF­FECT vör­urn­ar orðnar nítj­án tals­ins og ný Power-vöru­lína hef­ur gengið sér­lega vel. Við leggj­um mikla áherslu á Power vöru­lín­una í okk­ar sölu- og markaðsstarfi en hún er sér­stak­lega þróuð fyr­ir eldri húð,“ seg­ir Liv.

„Helsti mark­hóp­ur BI­OEF­FECT hef­ur verið kon­ur sem eru fjöru­tíu ára og eldri, en yngri viðskipta­vin­um fer fjölg­andi eft­ir því sem vör­um fjölg­ar. Þar má nefna rakakremið, EGF Day Ser­um og húðhreinsvör­ur eins og and­lits­hreinsi og EGF Es­sen­se. Við verðum líka vör við að karl­menn bæði yngri og eldri til­einki sér öfl­uga húðrútínu í aukn­um mæli. Karl­menn eru því vax­andi hóp­ur, en vin­sæl­ustu vör­urn­ar hjá yngri mönn­um eru EGF Day Ser­um og rakakremið okk­ar, en í eldri hópn­um eru EGF Power Ser­um og EGF Power Cream vör­urn­ar lang vin­sæl­ast­ar.“

Heild­ar­tekj­ur fé­lags­ins árið 2024 námu 2.155 millj­ón­um króna sam­an­borið við 2.292 millj­ón­ir árið á und­an sem er -6% tekju­sam­drátt­ur, en án Kína var vöxt­ur­inn 6%. EBITDA var 59 millj­ón­ir króna og tap árs­ins 9 millj­ón­ir króna.

Fram­leiðsla fer fram á Íslandi

BI­OEF­FECT rek­ur markaði sína á Íslandi, í Banda­ríkj­un­um og Bretlandi með eig­in teymi en aðrir markaðir eru rekn­ir í sam­starfi við sam­tals 12 dreifiaðila í 20 lönd­um.

Hjá fé­lag­inu starfa 55 starfs­menn og fer þróun og fram­leiðsla húðvöru­lín­unn­ar fram á Íslandi í höfuðstöðvum fé­lags­ins í Kópa­vogi. Vís­indi og virkni er grunn­ur­inn að vel­gengni BI­OEF­FECT, en sérstaða vöru­lín­unn­ar bygg­ir á vaxtaþátt­um sem fram­leidd­ir eru í byggi með aðferðum plöntu-líf­tækni og er al­ís­lenskt hug­vit og þróun.

Stjórn fé­lags­ins var kos­in á aðal­fundi, en í stjórn sitja Sig­ríður Elín Sig­fús­dótt­ir, Guðbjörg Edda Eggerts­dótt­ir, Guðbjarni Eggerts­son, Knút­ur Dúi Kristján Zimsen og ný inn í stjórn­ina kem­ur Ragn­heiður Guðmunds­dótt­ir sem jafn­framt tók við sem stjórn­ar­formaður.

Liv Bergþórs­dótt­ir er for­stjóri fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda