Stórstjarnan Rihanna stal senunni á heimsfrumsýningu nýrrar kvikmyndar um Strumpana sem frumsýnd var í Brussel á dögunum. Hún mætti ásamt eiginmanni sínum, A$AP Rocky, og lét óléttukúluna alveg njóta sín. Rihanna talar fyrir strympu í kvikmyndinni.
Rihanna klæddist sérsaumuðu hátískupilsi- og topp í fagurblágrænum lit, í anda kvikmyndarinnar, frá franska tískuhúsinu Chanel. Fötin voru skreytt kristöllum, pallíettum og fjöðrum.
Fötin tóku í kringum 840 klukkustundir að sauma.
Rihanna er ófrísk af þriðja barninu en fyrir eiga þau Rocky synina RZA og Riot.