Óléttukúla Rihönnu stal senunni

Rihanna ásamt eiginmanninum, A$AP Rocky.
Rihanna ásamt eiginmanninum, A$AP Rocky. AFP

Stór­stjarn­an Ri­hanna stal sen­unni á heims­frum­sýn­ingu nýrr­ar kvik­mynd­ar um Strump­ana sem frum­sýnd var í Brus­sel á dög­un­um. Hún mætti ásamt eig­in­manni sín­um, A$AP Rocky, og lét óléttu­kúl­una al­veg njóta sín. Ri­hanna tal­ar fyr­ir strympu í kvik­mynd­inni.

Ri­hanna klædd­ist sérsaumuðu há­tískupilsi- og topp í fag­ur­blágræn­um lit, í anda kvik­mynd­ar­inn­ar, frá franska tísku­hús­inu Chanel. Föt­in voru skreytt kristöll­um, pallí­ett­um og fjöðrum. 

Föt­in tóku í kring­um 840 klukku­stund­ir að sauma.

Ri­hanna er ófrísk af þriðja barn­inu en fyr­ir eiga þau Rocky syn­ina RZA og Riot. 

Gullfallegur kjóll frá hátískuhúsinu Chanel.
Gull­fal­leg­ur kjóll frá há­tísku­hús­inu Chanel. Ljós­mynd/​Chanel
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda