Júlíspá Siggu Kling: Er þetta skemmtilegasta sumarið?

Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is.
Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is.

Það er alltaf jafn gam­an að lesa stjörnu­spá Siggu Kling. Nú er að koma há­sum­ar og ver­öld­in er björt. Gæti þetta jafn­vel orðið skemmti­leg­asta sum­arið þitt? Er ást­in á næsta leyti?

Hrút­ur: Þú ert villt­ur, hvat­vís og mál­gef­inn!

Elsku hrút­ur­inn minn!

Þú hef­ur verið að taka þig á í ýms­um mál­efn­um, til dæm­is er varða lík­amann og ag­ann sem þú hef­ur nóg af og ert jafn­vel öf­undsverður af þeim sök­um.

Þú átt eft­ir að setja þér tvö til þrjú mark­mið (ert kannski bú­inn að því) og læt­ur ekk­ert stoppa þig. Það er svo ein­kenn­andi fyr­ir þig að gera mjög mikið af öllu.

Ef þú ætl­ar að fá þér eitt glas end­ar það í mörg­um flösk­um. Ef þú ætl­ar að rífa þig í gang býrðu í gymm­inu! Það er svo mik­il­vægt að ef þú ert að skapa þig sjálf­an sem fyr­ir­tæki skaltu ákveða hvernig mánuður­inn á að vera.

Lesa meira

Nautið: Láttu egóið ekki skemma fyr­ir þér!

Elsku nautið mitt!

Þú ert svo sér­stak­ur ein­stak­ling­ur. Þú mynd­ir ganga út í dauðann fyr­ir þá sem þú elsk­ar og fórn­ar öllu fyr­ir þína. Öll þessi góðsemi sem stund­um get­ur brennt þig kemst marg­falt til skila með ótrú­leg­um, litl­um krafta­verk­um sem verið er að senda þér.

Fyrst koma lít­il krafta­verk og þegar þú skil­ur að verið er að senda þér það sem þú þarfn­ast skipt­ist það í stærri og stærri gjaf­ir í kjöl­farið og svo sann­ar­lega áttu þær skilið.

Allt sem teng­ist veik­ind­um eða hug­læg­um erfiðleik­um er vegna álags. Öll veik­indi hefjast í hug­an­um, stress verða að bólg­um og geta breyst í alls kyns vesen í lík­ama þínum.

Lesa meira

Tví­bur­ar: Sag­an þín verður spenn­andi og skemmti­leg!

Það er sko al­veg hægt að segja að lífið hafi verið út og suður á síðustu vik­um. Þú ert bú­inn að að vera að keyra þig áfram og veist ekki al­veg hvaða leið þú ert að fara.

Þó sum­arið sé þinn tími get ég líka sagt að sá tími sé bú­inn með þeirri vit­leysu sem hef­ur ríkt. Nýr kafli hófst nefni­lega hjá þér þann 1. júlí og frá því tíma­bili ferðu að finna að þú hef­ur réttu tök­in á því sem þú ert bú­inn að vera að stúss­ast í.

Þú færð betri yf­ir­sýn og full­vissu um að allt muni ganga eins og í sögu héðan í frá. Þú þarft líka að vita að sög­ur þurfa að vera spenn­andi og eitt­hvað þarf að læra af þeim … ekki síst að maður vilji lesa sög­una!

Lesa meira

Krabb­inn: Ekki skipta þér af annarra manna veseni

Elsku krabb­inn minn!

Þú ert að fara inn í bjart­sýn­ismánuð. Á því tíma­bili er svaka mik­il­vægt þú horf­ir bara á það sem þér finnst bjart og fal­legt, láta vesen og vanda­mál skauta fram hjá því í þess­um mánuði verður hátíð hjá þér.

Júpíter kem­ur siglandi inn í merkið þitt og hann hef­ur ekki verið þar í 12 ár. Hann er plán­eta alls­nægta, útþenslu og krafts. Þú þarft að nýta þér það þegar þetta dá­sam­lega tungl er fullt í kring­um 12. júlí.

Þá færðu til þín hug­boð eða boð til hug­ans um hvernig þú leys­ir og kem­ur þér út úr þess­ari ve­senssúpu sem þú ert í.

Lesa meira

Ljón: Bet­ur sjá augu en auga

Elsku ljónið mitt!

Þú hef­ur lengi beðið eft­ir þeirri virðingu sem þú átt skilið. Það er svo ríkt í þér að vilja láta ljós þitt skína og ef þér tekst það ekki finnst þér eins og þú sért að lenda í eld­gosi, í miðjum gígn­um bara.

Það er verið að færa þér á silf­urfati eitt­hvað sem þú bjóst ekki við en það er samt smá viðvör­un: Ekki skrifa und­ir neitt fyrr en þú hef­ur lesið smáa letrið.

Því það er stutt á milli heiðurs og hung­urs ef ekki er farið var­lega. Það er dá­lítið ein­kenni þitt að storma áfram eða standa kyrrt. Ef þú stend­ur kyrrt nær ham­ingj­an, vel­ferðin eða lukk­an ekki í þig.

Lesa meira

Meyj­an: Þú þarft að end­ur­skoða margt

Elsku meyj­an mín!

Þú hrífst alltaf af feg­urð, hvort sem er í fata­vali, um­hverf­inu eða stjörn­un­um sem sjást ekki núna …eða bara í nátt­úr­unni í kring­um þig. Þú átt eft­ir að hafa tölu­vert fyr­ir stafni á næst­unni.

Innifalið er mik­ill leik­ur og skemmt­an­ir og þú átt eft­ir að taka það allt inn í vit­und­ina. Þessi hress­ing og vinna á við þig en ekki kvarta þó þú þurf­ir aðeins að hvíla þig.

Í ást­inni ertu sterk ef þú nenn­ir að spá í henni en ef þú ert að spá í ein­hverri sér­stakri mann­eskju þarftu að vera ákveðin! Ekki gef­ast upp. Stund­um er ást­in lang­hlaup en ef þú ætl­ar þér eitt­hvað færðu það.

Lesa meira

Vog­in: Passaðu vernd­ina og góða orku

Elsku vog­in mín!

Það er svo mik­il­vægt fyr­ir þig að mynda hug­læga vernd í kring­um þig. Ég set alltaf ákveðna vernd yfir mig þegar ég fer út úr húsi, kalla á engla og alla sem geta hjálpað þegar ég er að fara í stress­andi aðstæður.

Ég set líka vernd yfir bíl­inn minn því allt gef­ur frá sér tíðni; dýr, hlut­ir, allt líf svo þú þarft að setja góða orku í allt sem í kring­um þig er. Það er alls kon­ar í gangi.

Þú get­ur farið inn á heim­ili þar sem þér líður illa þó allt sé þar svaka flott og fágað. Kannski er um að ræða leiðindi og/​eða rifr­ildi sem eng­inn sér.
Það sést ekki hvers kon­ar týpa þú ert fyrr en á reyn­ir.

Lesa meira

Sporðdreki: Talaðu þig upp og talaðu þig til

Elsku sporðdrek­inn minn!

Það er stund­um svo að það sem þér finnst erfitt eða leiðin­legt reyn­irðu að forðast. Nú, ef þú ert flug­hrædd­ur ertu ekki sí­fellt að fljúga eða ef þú ert ekki spennt­ur fyr­ir köngu­lóm eða skor­dýr­um reyn­irðu að vera ekki ná­lægt þeim.

Skila­boðin eru hins veg­ar sú í þetta sinn að það sem þú hef­ur verið að forðast þarftu að horf­ast í augu við. Þú þarft að kljúfa í herðar niður það sem veld­ur þér kvíða eða hræðslu, horf­ast í augu við það og storma hrein­lega inn í vind­inn.

Það kem­ur þér á óvart hvað þú ert fær um það! Bara ekki telja þér í trú um að þú get­ir ekki eitt­hvað eða sért ekki „þessi týpa“ eða eitt­hvað í þá átt­ina.

Lesa meira

Bogmaður: Þú ert mátt­ur­inn og þín er ábyrgðin

Elsku bogmaður­inn minn.

Þetta er tím­inn til að opna aug­un og sjá hvað þú hef­ur það dá­sam­legt. Þú hef­ur raðað svo frá­bæru fólki í kring­um þig og átt að nýta þér það.

Þú hef­ur oft verið al­ger­lega blind­ur og hleypt að þér alls kyns vit­leys­ing­um sem hafa gert þér marg­ar skrá­veif­ur. Þú hef­ur í hendi þér að láta slíkt ekki ger­ast.

Lífið er svo mikið karma þannig kallaðu á þá sem skulda þér karma frá fyrri til­veru og eru stadd­ir á jörðinni. Kallaðu til þín þitt góða karma og það þarf að vera í skip­un­ar­tón og þá muntu sjá að þú ferð að hitta fólk sem aðstoðar þig í því sem þú hef­ur verið að vand­ræðast yfir.

Lesa meira

Stein­geit: Þú nærð alltaf ár­angri

Elsku stein­geit­in mín!

Þú hef­ur verið að hugsa mikið um og spá mikið í hvað þú eig­ir að gera í þeirri aðstöðu sem þú ert í. Þú dá­sam­ar allt í kring­um þig þó það sé kannski ekki allt svo dá­sam­legt.

Þetta er hins veg­ar gott trikk til að ná ár­angri og það er al­veg hægt að segja ógrát­andi að ef ein­hver nær ár­angri ert það þú. Þú hef­ur orku kam­elljóns­ins að geta breytt þér eft­ir því hvar þú ert staðsett eða með hverj­um.

Þú hef­ur orku póli­tík­uss­ins að geta sagt nokk­urn veg­inn hvað sem er og við trú­um þér. Núna ertu að ganga inn í tíma­bil þar sem þú þarft að taka af­stöðu og það teng­ist fulla tungl­inu sem verður í kring­um 12. júlí.

Lesa meira

Vatns­ber­inn: Trú­in flyt­ur fjöll

Elsku vatns­ber­inn minn.

Það eru góðir hlut­ir að ger­ast hjá þér. Þér líður samt ekki al­veg nógu vel með það sem þér er fært frá al­heim­in­um.

Allt er svo bjart og glæsi­legt í kring­um þig en mig vant­ar þig í sól­skins­skapi sem fer þér svo vel.

Þó þú get­ir ekki sinnt öllu sem þú ósk­ar skaltu alls ekki gera þá kröfu til þín að gera það. Gerðu bara eitt í einu og það verður allt á þeim tíma sem það á að ger­ast.

Lesa meira

Fisk­ur­inn: Þú færð stóra gjöf á þessu sumri

Elsku fisk­ur­inn minn!

Það er eins og allt raðist upp eins og þú vilt hafa það. Stund­um get­ur komið upp hindr­un sem teng­ist fólki sem þú get­ur eng­an veg­inn breytt eða stjórnað né komið út úr lífi þínu.

Sættu þig við það sem þú get­ur ekki breytt því þá kem­ur vellíðan eða auðmýkt í hjarta þitt.

Þú ert eitt af þeim fjór­um merkj­um sem munu hagn­ast mikið á því að elsku hjart­ans fal­legi Júpíter gef­ur þér svo mikla visku til að breyta rétt – sér­stak­lega í sam­bandi við fjár­mál, hús­næði og í raun allt sem skipt­ir máli.

Lesa meira

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda