„Hann hefði drepið mig“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Í Dag­mál­um á dög­un­um opnaði söng­kon­an Alda Björk Ólafs­dótt­ir sig um of­beldi sem hún varð fyr­ir af hálfu fyrr­ver­andi kær­asta síns. Of­beldið átti sér stað á sama tíma og hún var á hápunkti tón­list­ar­fer­ils­ins og hafði það mik­il áhrif á hana. Enda var hún bæði ung að árum og að reyna máta sig inn í nýj­an veru­leika þar sem frægð og frami blöstu við henni. Seg­ir hún of­beldið hafa verið sér mikið áfall sem erfitt hafi verið að vinna sig úr. 

    Grét við tök­ur á lag­inu Stop

    Alda seg­ir þessa slæmu lífs­reynslu hafa litað til­finn­inga­líf henn­ar dökk­um lit­um. Þó hafi hún reynt að vera opin með það sem hafði gerst. Til dæm­is með því að leyfa sögu sinni og upp­lif­un­um að hljóma í gegn­um lög sín. 

    „Þetta er smá byggt á minni eig­in sögu. Það er til dæm­is eitt lag sem heit­ir Stop sem mér finnst ofsa­lega erfitt að hlusta á. Ég get eig­in­lega ekki hlustað á það vegna þess að ég fer alltaf að gráta þegar ég heyri það,“ seg­ir Alda. „Þegar ég er að syngja þetta lag þá er ég að gráta á meðan.“

    Um hvað er lagið? 

    „Þetta snýst um of­beldi í sam­bandi. Ég lenti í svo­leiðis,“ seg­ir hún og seg­ist hafa verið auðveld­ara fórn­ar­lamb á þeim tíma­punkti vegna ungs ald­urs, aðstæðna og reynslu­leys­is. 

    Reyndi að kom­ast út úr of­beld­is­sam­band­inu

    „Ég var svo ung og ég var ekki orðin þessi mann­eskja sem ég er í dag,“ seg­ir Alda með áherslu. „Þegar ég reyndi að segja hon­um að þetta væri búið og að ég vildi ekki halda þessu áfram og var að reyna að hætta með hon­um þá bara brosti hann og sagði bara: „Ég veit þú elsk­ar mig, hættu þessu greyið mitt.“ Þetta var svona sál­fræðilegt of­beldi,“ út­skýr­ir Alda sem seg­ist jafn­framt hafa verið beitt lík­am­legu og and­legu of­beldi. 

    „Þó svo að heil­inn í mér hafi aðeins úti­lokað þetta of­beldi frá hon­um þá urðu systkini mín vitni að því líka.“

    Alda seg­ist hvað eft­ir annað hafa reynt að kom­ast und­an of­beld­is­sam­band­inu. Það hafi henni ekki tek­ist svo glatt því of­beld­ismaður­inn hafði tang­ar­höld á henni. 

    „Ég vissi að eina leiðin fyr­ir mig til að brjót­ast út úr þessu væri sú að eign­ast ann­an kær­asta. Ég var búin að kynn­ast öðrum manni í gegn­um vinn­una og vissi að hann væri hrif­inn af mér svo ég ákvað í raun­inni bara að fara að vera með hon­um og fá að flytja heim til hans af því að hinn vissi ekk­ert hvað hann ætti heima og það veitti mér ör­ygg­is­til­finn­ingu,“ seg­ir Alda og var með þann eina ásetn­ing að losna und­an of­beld­is­mann­in­um.

    „Það tókst. Þangað til að hann fór aft­ur að reyna að hafa uppi á mér og leita að mér,“ seg­ir hún og rifjar upp at­vik sem mun aldrei falla henni úr minni svo lengi sem hún lif­ir.   

    „Hann reyndi að ræna mér“

    „Í síðasta skipti sem ég sá hann þá reyndi hann að ræna mér. Við vor­um á bens­ín­stöð, ég og nýi kærast­inn minn. Hann fer inn að borga og ég sit úti í bíl á meðan. Þá kem­ur hann, of­beld­ismaður­inn, á þess­um græna ógeðslega bíl sem hann átti, og bað mig um að koma inn í bíl til sín því hann langaði svo til að biðja mig af­sök­un­ar á hinu og þessu. Og ég fer út úr bíln­um og inn í hans og spyr hvað hann vilji,“ út­skýr­ir Alda og rek­ur alla sög­una.

    „Það sem bjargaði mér var að ég var með ann­an fót­inn út fyr­ir þannig að bíl­h­urðin lokaðist ekki. Vegna þess að þegar ég er kom­in inn í bíl þá ýtti hann á læs­ing­una sem læs­ir öll­um hurðum og brunaði af stað. En af því að ég var með ann­an fót­inn út fyr­ir hurðina þannig að hún læst­ist ekki þá gat ég hent mér út. Ég henti mér út úr bíln­um.“

    Mér þykir leitt að heyra að þú haf­ir lent í þessu.

    „Já, og ég veit það, eft­ir að hafa horft mikið á saka­málaþætti í gegn­um tíðina, að þetta er al­veg 100% týp­an sem hefði farið með mig eitt­hvert og hann hefði drepið mig.“

    Smelltu á hlekk­inn hér að neðan til að hlusta eða horfa á viðtalið í heild. 

    mbl.is
    Fleira áhugavert
    Fleira áhugavert

    Spurt og svarað

    húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

    sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

    einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

    endurskoðandi svarar spurningum lesenda

    Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

    ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

    svarar spurningum um lögfræðileg mál

    lýtalæknir svarar spurningum lesenda

    fasteignasali svarar spurningum lesenda