Stórglæsilegt heilsárshús í Grímsnesi til sölu

„Eign fyrir þá sem vilja lifa og njóta.“
„Eign fyrir þá sem vilja lifa og njóta.“ Ljósmynd/STOFN fasteignasala

Til sölu er sér­stak­lega skemmti­legt 154,3 fer­metra heils­árs­hús í hinu rómaða Gríms­nesi. Ef það er gott veður, þá er pottþétt bongó á þess­um stað.

Húsið er byggt 2017 og staðsteypt. Sól­stofu, 60 fer­metr­ar, var skeytt sam­an við húsið árið 2020. Á lóðinni er einnig 15,9 fer­metra kúlu­hús og þrjú geymslu­rými sem eru sam­tals 45 fer­metr­ar. Eign­in er vönduð og við húsið er viðhalds­frír pall­ur ásamt yf­ir­byggðum heit­um potti. 

Gólf­hiti er í fremri for­stofu og for­stofu. Frá for­stofu er gengið að eld­húsi og inn í opið rými þar sem einnig eru borðstofa og stofa. U-laga inn­rétt­ing stúk­ar eld­húsið af og eru tæki sér­stak­lega vönduð. Góð loft­hæð er í borðstofu og stofu, þaðan sem út­gengt er á ver­önd­ina og inn í sól­stof­una, sem er með sér­hönnuðu gleri sem held­ur úti hita og kulda svo hægt er að njóta henn­ar all­an árs­ins hring.

Sjón­varps­rými er inn af stofu en get­ur einnig verið her­bergi.

Hjóna­her­bergi er með mik­illi loft­hæð, góðum skáp­um og svala­h­urð. Svefn­her­bergi er einnig með góðum skáp­um. 

Baðher­bergi og þvotta­hús eru flísa­lögð. Baðher­bergi er vel hannað, með „walk-in“ sturtu, þak­glugga og vandaðri inn­rétt­ingu.

Í gróður­sæld­inni um­hverf­is húsið eru göngu­stíg­ar og tvær tjarn­ir. Frá hús­inu er fal­legt út­sýni til nátt­úruperla í kring, s.s. til Búr­fells. Staður­inn er stutt frá höfuðborg­ar­svæðinu eða í ein­ung­is klukku­stund­ar akst­urs­fjar­lægð.

Sjá á fast­eigna­vef mbl.is: Ker­hraun - Hraun­slóð 6

Húsið myndar skemmtilega andstæðu við umhverfið allt um kring.
Húsið mynd­ar skemmti­lega and­stæðu við um­hverfið allt um kring. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Séð frá eldhúsi inni í borðstofu og stofu.
Séð frá eld­húsi inni í borðstofu og stofu. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Eldhús, borðstofa, stofa og eldhús mynda saman opið rými.
Eld­hús, borðstofa, stofa og eld­hús mynda sam­an opið rými. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Hátt er til lofts í stofunni.
Hátt er til lofts í stof­unni. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Hátt er til lofts í svefnherbergi og þaðan er útgengt …
Hátt er til lofts í svefn­her­bergi og þaðan er út­gengt út á ver­önd. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Veggflísar á baðherbergi eru mjög sjarmerandi.
Vegg­flís­ar á baðher­bergi eru mjög sjarmer­andi. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Sólstofan var byggð við húsið 2020.
Sól­stof­an var byggð við húsið 2020. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Sérhannað gler er í sólstofu sem heldur úti bæði hita …
Sér­hannað gler er í sól­stofu sem held­ur úti bæði hita og kulda, svo hægt er að njóta sín þarna hvenær sem er árs­ins. Það væri ekki ónýtt að sitja þarna með Morg­un­blaðið og góðan kaffi­bolla. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Veröndin er glæsileg og pallur viðhaldsfrír.
Ver­önd­in er glæsi­leg og pall­ur viðhalds­frír. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Yfirbyggður heitur pottur er á veröndinni.
Yf­ir­byggður heit­ur pott­ur er á ver­önd­inni. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
Það hlýtur að vera ævintýraleg upplifun að rölta um eignarlandið.
Það hlýt­ur að vera æv­in­týra­leg upp­lif­un að rölta um eign­ar­landið. Ljós­mynd/​STOFN fast­eigna­sala
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda