Léttist um 20 kíló með kraftlyftingum

Agnes Kristjónsdóttir léttist um 20 kíló.
Agnes Kristjónsdóttir léttist um 20 kíló. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Agnes Kristjóns­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri hjá Remax Borg, söng­kona og STOTT PILA­TES-kenn­ari, létt­ist um 20 kíló með því að fara að æfa kraft­lyft­ing­ar og taka mataræði sitt föst­um tök­um. Hún seg­ist hafa byrjað að æfa kraft­lyft­ing­ar und­ir stjórn Ingi­mund­ar Björg­vins­son­ar því hana langaði að læra að lyfta og gera það rétt. 

„Mig langaði að freista þess að hrökkva í stuð og ná af mér auka­kíló­un­um sem höfðu safn­ast sam­an á síðustu árum og rífa upp sjálfs­traustið. Vin­kona mín vissi af áhuga mín­um en ég hafði fylgst með henni ná góðum ár­angri í lyft­ing­um. Þegar pláss losnaði í henn­ar hópi hjá Ingi­mundi Björg­vins­syni, styrkt­ar-og kraftþjálf­ara í World Class úti á Seltjarn­ar­nesi, fékk ég að koma og það er eitt það besta sem hef­ur komið fyr­ir mig. Ingi­mund­ur er þjálf­ari í sér­flokki; það er allt svo vandað hjá hon­um; æf­ing­arn­ar góðar og ekk­ert gefið eft­ir. Hann er sjálf­ur keppn­ismaður í kraft­lyft­ing­um; góð fyr­ir­mynd, agaður, skemmti­leg­ur og veit hvað hann syng­ur í þessu og öðru tengdu þjálf­un og mataræði,“ seg­ir Agnes sem byrjaði að taka á sín­um stóra haustið 2012. 

„Ég byrjaði að æfa með vin­konu minni, Ing­unni Gylfa­dótt­ur kenn­ara og söng­konu, sem er upp­á­hald­sæfinga­fé­lag­inn minn. Smátt og smátt fór ég svo að verða dug­legri að mæta oft­ar,“ seg­ir Agnes. Hún seg­ir að það hafi skap­ast góð stemn­ing í kring­um æf­ing­arn­ar og mynd­ast hafi hóp­ur vina og kunn­ingja sem einnig æfa hjá Ingi­mundi og lyfta sam­an um helg­ar, fara í gufu eft­ir æf­ing­ar og heita pott­inn. Oft­ar en ekki fer hóp­ur­inn á Gló á eft­ir að borða. „Svona eins og sum­ir sem eru í golf­hópi þá erum við í lyft­inga­hópi,“ seg­ir hún og hlær. 

Í dag er Agnes kom­in í kjörþyngd enda búin að losa sig við 20 kílóa far­ang­ur. Hún seg­ist aldrei hafa verið í jafn­góðu formi og núna og hafi aldrei verið eins sterk. Til þess að ná há­marks­ár­angri tók hún mataræðið mjög föst­um tök­um.  

„Þegar ég tók mataræðið alla leið og gerði allt eins og þjálfi sagði mér þá fóru hlut­irn­ir að ger­ast. Ég hélt mat­ar­dag­bók í marga mánuði sem hann fór yfir, en var nú doldið að gleyma að skrifa sumt til að byrja með. Viður­kenndi það svo og hætti að ljúga með súkkulaðirús­ín­urn­ar og frönsk­urn­ar. Með því að skrifa allt í bók­ina fund­um við til dæm­is út að ég borðaði allt of sjald­an og allt of lítið fyrri part dags­ins. Ég tók út all­an syk­ur og ger og hætti að borða á kvöld­in. Ég hef alltaf borðað mikið á Gló og verið meira og minna græn­met­isæta frá tví­tugu þannig að í grunn­inn var ég alltaf að borða hollt. En bara of mikið í einu, of sjald­an yfir dag­inn og allt of mikið af sæt­ind­um. Ég tók græna saf­ann frá Gló með í dæmið frá upp­hafi en Solla vin­kona mín á Gló mælti með hon­um í átak­inu og ég er al­veg háð hon­um. Það er eins og að hann slái á syk­ur­löng­un­ina og er bara svo góður. Svo mætti ég alltaf í tím­ana hjá hon­um al­veg sama hvernig ég var fyr­ir­kölluð og gerði mitt besta. Fyr­ir utan tím­ana hjá Ingi­mundi mætti ég svo á milli til að brenna eða lyfta eft­ir hans ráðlegg­ing­um og hvíldi alltaf einn dag í viku. Ég tamdi mér nýja siði eins og að vera alltaf með hnet­ur og epli á mér og að vera með nesti og allskon­ar sem ég hafði ekki gert  áður,“ seg­ir hún. 

Nú hef­ur þú verið í mik­illi hreyf­ingu í gegn­um árin bæði í dansi og sem leik­fim­is­kenn­ari, hvað var það í einkaþjálf­un­inni sem gerði það að verk­um að þú náðir svona mikl­um ár­angri?

„Ég er í grunn­inn ekki sterk en mjög liðug og það voru mik­il átök fyr­ir mig að lyfta minnstu þyngd­um. Ég hef vit­an­lega verið að nota lóð í gegn­um tíðina en hér er um miklu meiri þyngd­ir um að ræða og erfiðari æf­ing­ar. Ég rétt loftaði stöng­inni í bekkpress­unni til að byrja með en það hef­ur held­ur bet­ur breyst. Fyrstu mánuðina var ég aðallega í styrkt­arþjálf­un og að vinna með eig­in þyngd. Í dag er ég í kraftþjálf­un líka og geri þá rétt­stöðulyft­ur, hné­beygj­ur, bekk­bressu, Good morn­ing og Stiff og hvað þær nú heita þess­ar al­vöru æf­ing­ar sem taka rosa­lega á og ég elska. Þetta ger­ist allt hægt og ró­lega og maður bæt­ir sig smátt og smátt. En síðast en ekki síst þá gerðist það að ég var allt í einu til­bú­in til að ganga alla leið. Mig langaði nógu mikið til þess að sjá þenn­an ár­ang­ur til að hann yrði að veru­leika. Það gerðist ekki al­veg strax en eft­ir svona þrjá eða fjóra mánuði hrökk ég af stað. Sem lík­ams­rækt­ar­kenn­ari í bráðum þrjá­tíu ár vissi ég auðvitað mjög margt varðandi mataræðið, hreyf­ingu og það allt en ég var bara ekki að fara eft­ir þessu með mataræðið. Minn tími var bara ekki kom­inn fyrr en þarna.“

Agnes seg­ir að það hafi verið lan­gerfiðast fyr­ir hana að hætta að borða á kvöld­in.                                   

„Ég segi stund­um að ég hafi farið svöng að sofa í nokkr­ar vik­ur, en svo vandi ég mig á að fá mér epli og hnetu­smjör að narta í og þetta kom á end­an­um. Þetta var þræl­erfitt til að byrja með, en þegar svo ár­ang­ur­inn fór að koma í ljós varð gleðin yf­ir­sterk­ari sjálfs­vork­un­inni yfir að geta ekki dottið ofan í snakk­pok­ann á kvöld­in. Svo er gam­an að vera núna kom­in í kjörþyngd og á góðan stað og geta leyft sér að fá sér súkkulaðikökusneiðina i saumó með bros á vör og lifað líf­inu án þess að detta í nein­ar öfg­ar.“

Kom aldrei upp sú staða að þú vær­ir við það að bug­ast? „Nei, ég ætlaði aldrei að gef­ast upp. Ég er rosa­lega þrjósk og fylg­in mér þegar ég kemst á þann stað (tók bara tíu ár í þessu til­felli) þannig að upp­gjöf var ekki inni í mynd­inni. Ég var búin að láta mig dreyma svo oft um að taka á mín­um mál­um að þegar ég var kom­in í gang tók ég þetta alla leið. Hugsaði mér mér hve gott væri að losna við óánægjurödd­ina inn í hausn­um á mér og hve mik­il lífs­gæði það yrðu fyr­ir mig að vera í kjörþyngd, sterk og sátt. Sem er raun­in. Mér fannst þetta líka svaka­lega skemmti­legt mjög fljót­lega. Það er fjör á æf­ing­um hjá okk­ur, mikið hlegið og fífl­ast inn á milli og ég hlakka til að mæta í hvert skipti - það er aldrei leiðin­legt. Það sem þess­ar æf­ing­ar hafa gert fyr­ir mig líka er að ég efld­ist and­lega með hverri nýrri lóðaþyngd og svo upp­götvaði ég áður óþekkt­an metnað hjá minni. Ég hef aldrei verið hraust­ari og hef til dæm­is ekki verið frá vinnu vegna veik­inda síðan ég byrjaði.“

Hvernig hef­ur líf þitt breyst eft­ir að þú breytt­ir um lífs­stíl?

„Ég er bara mátu­leg og þannig  finnst mér best að vera. Það er vissu­lega gott að kom­ast í öll föt og vera létt­ur á fæti og finna ekki fyr­ir verkj­um í hnjám og slíku sem er jú fylgi­fisk­ur ofþyngd­ar. En aðallega er ég ánægð að vera and­lega og lík­am­lega hraust og er ánægð að hafa náð þess­um ár­angri. Ég finn fyr­ir þakk­læti yfir að hafa rambað á svona flink­an þjálf­ara og að hafa eign­ast góða vini í kring­um allt þetta og er ég er búin að finna minn stað í lík­ams­rækt­inni.  Heils­an er eitt það dýr­mæt­asta og mér finnst ég vera í besta formi lífs míns. Að vera sátt í eig­in skinni - það er það al­besta.“ 

Agnes Kristjónsdóttir léttist um 20 kíló með því að hefja …
Agnes Kristjóns­dótt­ir létt­ist um 20 kíló með því að hefja kraft­lyft­ingaæf­ing­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda