177 kíló og vaknaði til lífsins í Biggest Loser

Rúnar Ólason er 28 ára gamall og tekur þátt í …
Rúnar Ólason er 28 ára gamall og tekur þátt í Biggest Loser Ísland.

Rún­ar Ólason er 28 ára ogt starfar við til­boðsgerð hjá Loftorku í Borg­ar­nesi. Hann er einn af þeim sem kepp­ir í ann­arri seríu af Big­gest Loser Ísland sem sýnd­ir verða á Skjá­ein­um í janú­ar. Hann er 177 kíló.
      

Hef­ur þú alltaf verið svona þung­ur? Ég hef ekki alltaf verið svona þung­ur en hef hins veg­ar alltaf verið þyngri en flest­ir jafn­aldr­ar mín­ir en ég fór ekki að þyngj­ast svona fyrr en eft­ir að ég fór í nýrna­skipti fyr­ir 14 árum síðan. Þá fór ég á lyf sem komu þess­um snjó­bolta af stað.

Hef­ur þú fundið fyr­ir for­dóm­um vegna þyngd­ar þinn­ar? Ég hugsa að all­ir sem eru í svipuðum spor­um og ég er í hafi fundið fyr­ir for­dóm­um af ein­hverju tagi.

Hvað var erfiðast í Big­gest Loser ferl­inu? Það sem tók mest á í þessu fyr­ir mig var að horf­ast í augu við það hversu illa var komið fyr­ir manni og vinna úr því. Síðan er líka vert að minn­ast á að það tók veru­lega á að vera frá fjöl­skyldu og vin­um.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að létt­ast en kom­ast ekki úr spor­un­um? Það mik­il­væg­asta er ein­fald­lega að koma sér af stað og halda áfram. Ekki ein­blína á ein­hverja loka­tölu sem virðist í óra­fjar­lægð. Frek­ar setja þér mörg minni og raun­hæf mark­mið og setja sér svo nýtt mark­mið þegar því er náð. Einnig er mik­il­vægt að skrifa mark­miðin niður og hafa ein­hverstaðar sem þú sérð þau reglu­lega hvort sem það er uppi á vegg eða á baðher­berg­is­spegl­in­um. Einnig dett­ur mér í hug til­vitn­un efir Lao Tse „Þúsund mílna ferðalag hefst með einu skrefi“ en hún gagnaðist mér mikið þegar ég hef verið að mikla verk­efnið fyr­ir mér og komið hausn­um í lag.

Hef­ur þyngd­in gert það að verk­um að þú hef­ur ekki látið drauma þína ræt­ast? Já þyngd­in hef­ur svo sann­ar­lega gert það. Oft hef­ur maður fengið hug­mynd­ir sem mig hef­ur langað að fram­kvæma en misst kjarkinn vegna skort á sjálfs­trausti sem rekja má til lík­am­legs ástands.

Hvað mynd­ir þú vilja vera þung­ur? Ég myndi vilja vera 110 kg, kannski +/-​5 kg en lyk­il­atriðið er það að ég geti gert það sem að ég vil þegar ég vil gera það.

Hvað veit­ir þér mesta lífs­fyll­ingu? Það eru fjöl­skyld­an, vin­irn­ir og síðast en ekki síst körfu­bolti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda