Eyþór aftur í Biggest Loser

Eyþór Árni Úlfarsson er mættur aftur til leiks í Biggst …
Eyþór Árni Úlfarsson er mættur aftur til leiks í Biggst Loser Ísland.

Eyþór Árni Úlfars­son varð þekkt­ur í fyrra þegar hann tók þátt í fyrstu seríu af Biggst Loser Ísland. Eyþór skar sig úr því hann var þyngsti kepp­and­inn í sjón­varpsþætt­in­um. Þótt Eyþór hafi dottið út í síðustu keppni lét hann það ekki stoppa sig og er mætt­ur aft­ur til leiks. Hann var 249 kg þegar hann byrjaði í fyrri serí­unni af Big­gest Loser Ísland en nú er hann 211 kg og ör­lítið létt­ari á sér. Eyþór Árni er 35 ára og er ör­yrki.

Hef­ur þú alltaf verið svona þung­ur? Svona meira og minna al­veg síðan ég var bara barn. Byrjaði frek­ar snemma að fitna og hef ein­hvern veg­inn aldrei náð að hafa hem­il á því þannig að ég hef stækkað bara og stækkað.

Hef­urðu fundið fyr­ir for­dóm­um vegna þyngd­ar þinn­ar? Já já al­ger­lega, fólk hef­ur mis­mik­inn skiln­ing á því hvað það er að vera of feit­ur. Þetta er al­mennt litið miklu horn­auga og fólk virðist ekki al­veg skilja hvað það er í raun erfitt að vera feit­ur og geta ekki losnað úr þess­um víta­hring.

Hvað var erfiðast í Big­gest Loser-ferl­inu? Erfiðast held ég að sé alltaf bara að tak­ast á við manns eig­in hindr­an­ir, þær sem maður set­ur sjálf­ur fyr­ir sig. Að hafa ekki trú á sjálf­um sér og gera sjálf­um sér hlut­ina erfiðari en þeir þurfa að vera.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að létt­ast en kom­ast ekki úr spor­un­um?

Byrjið á mataræðinu og smá­hreyf­ingu, ekki reyna að „gleypa heim­inn“. Það er ótrú­legt hvað mikið hefst upp úr því að bara byrja á að sleppa öllu nammi og gosi og fara bara út að labba rösk­lega í svona hálf­tíma á dag.

Hef­ur þyngd­in gert það að verk­um að þú hef­ur ekki látið drauma þína ræt­ast? Erfitt að segja, já ætli það hafi ekki að minnsta kosti gert mér erfiðara fyr­ir.

Hvað mynd­ir þú vilja vera þung­ur? Ég vil á end­an­um vera kom­inn í svona 100-110 kíló.

Hvað veit­ir þér mesta lífs­fyll­ingu? Að eyða deg­in­um með fjöl­skyld­unni í eitt­hvað skemmti­legt eins og ferð í hús­dýrag­arðinn eða eitt­hvað álíka. Fjöl­skyld­an, smá­hreyf­ing og góðar stund­ir sam­an, hvað fleira get­ur maður beðið um?

Þessi mynd var tekin af Eyþóri Árna í fyrra þegar …
Þessi mynd var tek­in af Eyþóri Árna í fyrra þegar hann var 249 kg.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda