„Reynst mér erfitt að fara á deit“

Elvar Már Þrastarson er 28 ára gamall verslunarstjóri í 10-11 …
Elvar Már Þrastarson er 28 ára gamall verslunarstjóri í 10-11 í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Elv­ar Már Þrast­ar­son er 28 ára gam­all versl­un­ar­stjóri í 10-11 í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar. Hann er einn af þeim sem taka þátt í Big­gest Loser Ísland en þætt­irn­ir hefjast á Skjá­Ein­um í janú­ar 2015. Elv­ar er 141 kg.

Hef­ur þú alltaf verið svona þung­ur? Nei, hef ekki alltaf verið feit­ur held­ur rokkað upp og niður en gekk í gegn­um ým­is­legt á síðustu árum sem gekk svo­lítið mikið á sjálfs­álitið, þannig að maður hætti eig­in­lega að hugsa um sig og því fór sem fór.

Hef­ur þú fundið fyr­ir for­dóm­um vegna þyngd­ar þinn­ar? Já já, maður verður al­veg var við for­dóma en er oft fljót­ur að grípa í grínið til að skýla sér.

Hvað var erfiðast í Big­gest Loser-ferl­inu? Erfiðast var að tak­ast á við það hversu langt maður var kom­inn út af spor­inu og hvað maður var bú­inn að gera sjálf­um sér, auk þess að vera frá fjöl­skyldu, vin­um og kis­an­um mín­um.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að létt­ast en kom­ast ekki úr spor­un­um? Það er að koma sér af stað. Þetta er erfitt, en ekki fresta eða bíða með að byrja. Taka til í mataræðinu og ráða sér góðan einkaþjálf­ara og ekki er verra að eiga góðan vin/​vini að, þá fara hlut­irn­ir að ganga. Muna svo að fara var­lega og ekki sprengja sig.

Hef­ur þyngd­in gert það að verk­um að þú hef­ur ekki látið drauma þína ræt­ast? Já, margt sem ég hef látið sitja á hak­an­um vegna þyngd­ar og sumt sem ég hef ekki held­ur getað gert vegna yfirþyngd­ar; mörg áhuga­mál sem setið hafa á hak­an­um. Auk þess hef­ur það reynst mér erfitt að fara á deit og hitta ein­hvern vegna lé­legs sjálfs­álits.

Hvað mynd­ir þú vilja vera þung­ur? Ég ætla að verða 90 kg, það er mitt mark­mið og verð al­sæll þegar því er náð.

Hvað veit­ir þér mesta lífs­fyll­ingu? Fjöl­skylda og vin­ir veita mér mikla gleði, auk þess að sinna áhuga­mál­um mín­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda