„Reynst mér erfitt að fara á deit“

Elvar Már Þrastarson er 28 ára gamall verslunarstjóri í 10-11 …
Elvar Már Þrastarson er 28 ára gamall verslunarstjóri í 10-11 í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Elvar Már Þrastarson er 28 ára gamall verslunarstjóri í 10-11 í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann er einn af þeim sem taka þátt í Biggest Loser Ísland en þættirnir hefjast á SkjáEinum í janúar 2015. Elvar er 141 kg.

Hefur þú alltaf verið svona þungur? Nei, hef ekki alltaf verið feitur heldur rokkað upp og niður en gekk í gegnum ýmislegt á síðustu árum sem gekk svolítið mikið á sjálfsálitið, þannig að maður hætti eiginlega að hugsa um sig og því fór sem fór.

Hefur þú fundið fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar? Já já, maður verður alveg var við fordóma en er oft fljótur að grípa í grínið til að skýla sér.

Hvað var erfiðast í Biggest Loser-ferlinu? Erfiðast var að takast á við það hversu langt maður var kominn út af sporinu og hvað maður var búinn að gera sjálfum sér, auk þess að vera frá fjölskyldu, vinum og kisanum mínum.

Hvað viltu segja við þá sem þrá að léttast en komast ekki úr sporunum? Það er að koma sér af stað. Þetta er erfitt, en ekki fresta eða bíða með að byrja. Taka til í mataræðinu og ráða sér góðan einkaþjálfara og ekki er verra að eiga góðan vin/vini að, þá fara hlutirnir að ganga. Muna svo að fara varlega og ekki sprengja sig.

Hefur þyngdin gert það að verkum að þú hefur ekki látið drauma þína rætast? Já, margt sem ég hef látið sitja á hakanum vegna þyngdar og sumt sem ég hef ekki heldur getað gert vegna yfirþyngdar; mörg áhugamál sem setið hafa á hakanum. Auk þess hefur það reynst mér erfitt að fara á deit og hitta einhvern vegna lélegs sjálfsálits.

Hvað myndir þú vilja vera þungur? Ég ætla að verða 90 kg, það er mitt markmið og verð alsæll þegar því er náð.

Hvað veitir þér mesta lífsfyllingu? Fjölskylda og vinir veita mér mikla gleði, auk þess að sinna áhugamálum mínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda