Ofþyngdin hamlar því að hún geti orðið móðir

Gunn­fríður Katrín Tóm­as­dótt­ir og Ólafur Bjartmar Jónsson gengu í hjónaband …
Gunn­fríður Katrín Tóm­as­dótt­ir og Ólafur Bjartmar Jónsson gengu í hjónaband síðasta sumar eftir tæplega fimm ára samband.

Gunn­fríður Katrín Tóm­as­dótt­ir og Ólafur Bjartmar Jónsson gengu í hjónaband síðasta sumar eftir tæplega fimm ára samband. Síðan þau hnutu hvort um annað hefur það verið draumur þeirra að eignast afkomendur. Eitt af því sem spilar stórlega inn í er holdafar Gunnfríðar Katrínar en hún hefur verið í mikilli ofþyngd og í raun of þung síðan hún var 10 ára gömul. Læknar segja að þyngdin hamli því að hún geti orðið ólétt. Gunnfríður Katrín er ein af keppendunum í annarri seríu af Biggest Loser Ísland og upplifði það í fyrsta þættinum að missa fóstur.

Þetta er í annað sinn sem hún missir fóstur en þegar þau Ólafur Bjartmar voru búin að vera saman í rúmt ár varð hún ólétt.

„Ég var komin rúmar átta vikur á leið þegar það fór að blæða og ég missti fóstrið. Það var mikið gleði þegar við komumst að því að við ættum von á barni. Við hlökkuðum mikið til að verða foreldrar og fá að takast á við það hlutverk saman. Það var því mikil sorg þegar við misstum fóstrið,“ segir hún.

Aðspurð hvort hún hafi fengið einhverja skýringu á fyrra fósturlátinu segir hún svo ekki vera. „Okkur var sagt að þetta væri algengt og það var ekki rannsakað frekar.“

Eins og fram hefur komið er Gunnfríðar Katrín einn af keppendunum í Biggest Loser. Þegar hún er spurð hvernig holdafar hennar hafi verið þegar hún varð fyrst ólétt segir hún það ekki hafa verið sérlega gott. „Ég var feit, allt of þung og í slæmu ástandi. Eftir að ég missti fóstrið hélt ástandið bara áfram að versna en ég leitaði mikið í mat mér til huggunar,“ segir hún. 

Þegar þetta gerðist var hún 155 kg og hélt áfram að þyngjast. Síðan þá hafa þau Ólafur Bjartmar reynt að eignast barn en ekki gengið. Það var því mjög mikil gleði í haust þegar þau komust að því að hún gengi með barn. Í millitíðinni eru þau búin að vera í meðferð hjá Art Medica. Hann fór í rannsókn en ekki hún.

„Læknirinn sem tók á móti okkur sagði að þau gætu ekkert hjálpað mér meðan ég væri í svona mikilli yfirvigt. Auðvitað er sárt að heyra það en auðvitað er það rökrétt því hvernig á maður að fara að því að ganga með barn þegar maður getur varla borið sjálfan sig. Eftir þessa fyrstu heimsókn til Art Medica reyndi ég að grenna mig en það gekk ekki neitt. Ég prófaði LKL og danska kúrinn og eiginlega allt þar á milli. Svo ákváðum við bara að geyma þetta aðeins því við værum að fara að gifta okkur,“ segir hún.

Þegar Gunnfríður Katrín sá auglýst eftir þátttakendum í Biggest Loser Ísland ákvað hún að sækja um. 

„Þegar ég var byrjuð í Biggest Loser-prógramminu varð ég ólétt án þess að vera neitt að spá í þetta.“

Í fyrsta þættinum af seríu tvö missti Gunnfríður Katrín fóstrið. „Það var mjög erfitt að vera þarna uppi á Ásbrú og ganga í gegnum þetta ein. Ég fór upp á Landspítala og fékk skoðun og þau staðfestu að ég hefði misst fóstur. Það voru allir á Ásbrú ótrúlega skilningsríkir og góðir við mig. Þetta er svo mikil ósk hjá okkur báðum að eignast barn þannig að þetta var ákveðið áfall. En það voru allir voða góðir við mig og ég fékk mikið knús og fékk að gráta í friði.“

Þegar hún er spurð hvort það sé ekki erfitt að horfast í augu við það að vera of þung auk þess sem það komi í veg fyrir að draumur hennar um móðurhlutverkið rætist segir hún svo vera.

„Ég er bara búin að vera í bullandi afneitun, missti fóstur þarna fyrir þremur árum og var í afneitun með að þyngdin hefði eitthvað með þetta að gera. Hvernig á maður að geta gengið með barn þegar maður getur ekki einu sinni reimað á sig skóna? Með heilbriðgum lífsstíl eða heilbrigðu líferni munum við geta gert þetta. Hvort sem við fáum hjálp eða ekki. Þetta verður auðveldara ef maður er kominn í þá þyngd sem æskilegt er að vera í og í það líkamlega ástand.“ 

Gunnfríður Katrín segir að það þýði ekkert að hætta bara að hugsa um þetta. Það að vilja eignast barn sé alltaf að þvælast fyrir henni. Hún segir að Biggest Loser-ferlið hafi hjálpað sér. 

„Núna er ég bara í pásu með að hugsa um þetta og ég er bara í fyrsta sæti. Ég þarf að vera komin á betri stað áður en ég fer að bera ábyrgð á öðrum einstaklingi.“

Hjónunum dreymir um að eignast barn.
Hjónunum dreymir um að eignast barn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda