Ofþyngdin hamlar því að hún geti orðið móðir

Gunn­fríður Katrín Tóm­as­dótt­ir og Ólafur Bjartmar Jónsson gengu í hjónaband …
Gunn­fríður Katrín Tóm­as­dótt­ir og Ólafur Bjartmar Jónsson gengu í hjónaband síðasta sumar eftir tæplega fimm ára samband.

Gunn­fríður Katrín Tóm­as­dótt­ir og Ólaf­ur Bjart­mar Jóns­son gengu í hjóna­band síðasta sum­ar eft­ir tæp­lega fimm ára sam­band. Síðan þau hnutu hvort um annað hef­ur það verið draum­ur þeirra að eign­ast af­kom­end­ur. Eitt af því sem spil­ar stór­lega inn í er holdafar Gunn­fríðar Katrín­ar en hún hef­ur verið í mik­illi ofþyngd og í raun of þung síðan hún var 10 ára göm­ul. Lækn­ar segja að þyngd­in hamli því að hún geti orðið ólétt. Gunn­fríður Katrín er ein af kepp­end­un­um í ann­arri seríu af Big­gest Loser Ísland og upp­lifði það í fyrsta þætt­in­um að missa fóst­ur.

Þetta er í annað sinn sem hún miss­ir fóst­ur en þegar þau Ólaf­ur Bjart­mar voru búin að vera sam­an í rúmt ár varð hún ólétt.

„Ég var kom­in rúm­ar átta vik­ur á leið þegar það fór að blæða og ég missti fóstrið. Það var mikið gleði þegar við kom­umst að því að við ætt­um von á barni. Við hlökkuðum mikið til að verða for­eldr­ar og fá að tak­ast á við það hlut­verk sam­an. Það var því mik­il sorg þegar við misst­um fóstrið,“ seg­ir hún.

Aðspurð hvort hún hafi fengið ein­hverja skýr­ingu á fyrra fóst­ur­lát­inu seg­ir hún svo ekki vera. „Okk­ur var sagt að þetta væri al­gengt og það var ekki rann­sakað frek­ar.“

Eins og fram hef­ur komið er Gunn­fríðar Katrín einn af kepp­end­un­um í Big­gest Loser. Þegar hún er spurð hvernig holdafar henn­ar hafi verið þegar hún varð fyrst ólétt seg­ir hún það ekki hafa verið sér­lega gott. „Ég var feit, allt of þung og í slæmu ástandi. Eft­ir að ég missti fóstrið hélt ástandið bara áfram að versna en ég leitaði mikið í mat mér til hugg­un­ar,“ seg­ir hún. 

Þegar þetta gerðist var hún 155 kg og hélt áfram að þyngj­ast. Síðan þá hafa þau Ólaf­ur Bjart­mar reynt að eign­ast barn en ekki gengið. Það var því mjög mik­il gleði í haust þegar þau komust að því að hún gengi með barn. Í millitíðinni eru þau búin að vera í meðferð hjá Art Medica. Hann fór í rann­sókn en ekki hún.

„Lækn­ir­inn sem tók á móti okk­ur sagði að þau gætu ekk­ert hjálpað mér meðan ég væri í svona mik­illi yf­ir­vi­gt. Auðvitað er sárt að heyra það en auðvitað er það rök­rétt því hvernig á maður að fara að því að ganga með barn þegar maður get­ur varla borið sjálf­an sig. Eft­ir þessa fyrstu heim­sókn til Art Medica reyndi ég að grenna mig en það gekk ekki neitt. Ég prófaði LKL og danska kúr­inn og eig­in­lega allt þar á milli. Svo ákváðum við bara að geyma þetta aðeins því við vær­um að fara að gifta okk­ur,“ seg­ir hún.

Þegar Gunn­fríður Katrín sá aug­lýst eft­ir þátt­tak­end­um í Big­gest Loser Ísland ákvað hún að sækja um. 

„Þegar ég var byrjuð í Big­gest Loser-pró­gramm­inu varð ég ólétt án þess að vera neitt að spá í þetta.“

Í fyrsta þætt­in­um af seríu tvö missti Gunn­fríður Katrín fóstrið. „Það var mjög erfitt að vera þarna uppi á Ásbrú og ganga í gegn­um þetta ein. Ég fór upp á Land­spít­ala og fékk skoðun og þau staðfestu að ég hefði misst fóst­ur. Það voru all­ir á Ásbrú ótrú­lega skiln­ings­rík­ir og góðir við mig. Þetta er svo mik­il ósk hjá okk­ur báðum að eign­ast barn þannig að þetta var ákveðið áfall. En það voru all­ir voða góðir við mig og ég fékk mikið knús og fékk að gráta í friði.“

Þegar hún er spurð hvort það sé ekki erfitt að horf­ast í augu við það að vera of þung auk þess sem það komi í veg fyr­ir að draum­ur henn­ar um móður­hlut­verkið ræt­ist seg­ir hún svo vera.

„Ég er bara búin að vera í bullandi af­neit­un, missti fóst­ur þarna fyr­ir þrem­ur árum og var í af­neit­un með að þyngd­in hefði eitt­hvað með þetta að gera. Hvernig á maður að geta gengið með barn þegar maður get­ur ekki einu sinni reimað á sig skóna? Með heil­briðgum lífs­stíl eða heil­brigðu líferni mun­um við geta gert þetta. Hvort sem við fáum hjálp eða ekki. Þetta verður auðveld­ara ef maður er kom­inn í þá þyngd sem æski­legt er að vera í og í það lík­am­lega ástand.“ 

Gunn­fríður Katrín seg­ir að það þýði ekk­ert að hætta bara að hugsa um þetta. Það að vilja eign­ast barn sé alltaf að þvæl­ast fyr­ir henni. Hún seg­ir að Big­gest Loser-ferlið hafi hjálpað sér. 

„Núna er ég bara í pásu með að hugsa um þetta og ég er bara í fyrsta sæti. Ég þarf að vera kom­in á betri stað áður en ég fer að bera ábyrgð á öðrum ein­stak­lingi.“

Hjónunum dreymir um að eignast barn.
Hjón­un­um dreym­ir um að eign­ast barn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda