Varð aftur glöð eftir að hún léttist

Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir er ánægð með þátttöku sína í Biggest …
Guðlaug Sigríður Tryggvadóttir er ánægð með þátttöku sína í Biggest Loser Ísland.

Guðlaug Sig­ríður Tryggva­dótt­ir datt út úr síðasta Big­gest Loser þætti. Hún var ekki sér­lega ánægð með það þegar Smart­land Mörtu Maríu náði tali af henni. Guðlaug var 121,9 kg þegar hún byrjaði í Big­gest Loser.

„Ég var alls ekki til­bú­in að fara heim og langaði það alls ekki. Ég var búin að vera þarna í þrjár vik­ur og vildi vera leng­ur,“ seg­ir Guðlaug. Hún seg­ist hafa verið tölu­vert lengi að ná átt­um og erfiðast fannst henni að þurfa sjálf að koma sér í rútínu eft­ir að hún kom heim og þá sér­stak­lega að kaupa í mat­inn og passa mataræðið. Hún vand­ist því fljótt og var óhrædd við að hringja í Gurrý eða Evert, þjálf­ara Big­gest Loser-kepp­enda, og fá góð ráð hjá þeim varðandi mat­ar­inn­kaup og fleira.

„Þegar ég kom heim fór ég beint í hend­urn­ar á rosa­lega góðum þjálf­ara, Heiðrúnu Sig­urðardótt­ur, og fékk mik­inn stuðning frá henni,“ seg­ir Guðlaug.

Aðspurð hvað hafi verið erfiðast eft­ir að hún kom heim seg­ir hún að það hafi verið að passa mataræðið.

„Ég hef aldrei verið mik­ill syk­urfík­ill en ég er mikið fyr­ir djúsí mat. Oft hef­ur mér fund­ist auðveld­ara að borða í sjopp­um í staðinn fyr­ir að elda mér eitt­hvað. Þetta hef­ur verið minn stærsti ókost­ur í gegn­um tíðina og svo hef ég borðað mikið af snakki þess á milli. Það var mjög mik­il óreiða á mataræði mínu. Þegar ég keyrði olíu­bíl þá gerðist það mjög oft að ég borðaði ekk­ert all­an dag­inn eða í 12 tíma og hakkaði svo í mig sjoppumat áður en ég kom heim til mín á kvöld­in.“

Guðlaug hef­ur reynt að halda sig við Ásbrú­ar-mataræðið síðan hún kom heim og hef­ur haft fisk, kjöt og kjúk­ling á mat­seðlin­um ásamt græn­meti og ávöxt­um. „Ef ég fæ mér tortillu þá passa ég mig á því að hún sé úr heil­hveiti og ein­staka sinn­um hef ég borðað heil­korna flat­brauð með osti. Ann­ars hef ég haldið mig við mataræðið og borðað annaðhvort egg eða græn­an sj­eik í morg­un­mat. Í dag borðaði ég hálf­an ban­ana og há­mark eft­ir æf­ingu,“ seg­ir hún.

Guðlaug er ennþá í einkaþjálf­un hjá Heiðrúnu og svo var hún svo hepp­in að fá gef­ins Cross­fit-nám­skeið og er hún á því. Þetta ger­ir það að verk­um að stund­um æfir hún tvisvar á dag. Auk þess fékk hún gef­ins grunn­nám­skeið í bar­dagalist og svo styrkti Eyja­fjarðarsveit hana og gaf henni sund­kort.

„Ég var alltaf styrkt­araðili að lík­ams­rækt­ar­stöðinni Átaki en núna nota ég áskrift­ina mína og sé ekki eft­ir pen­ing­un­um.“

Guðlaug Sigríður er komin aftur í hestana eftir að hún …
Guðlaug Sig­ríður er kom­in aft­ur í hest­ana eft­ir að hún létt­ist.

Það að taka þátt í ann­arri seríu af Big­gest Loser Ísland hef­ur snúið til­veru Guðlaug­ar á hvolf. „Sam­skipti mín við fjöl­skyldu og vini eru miklu betri og svo er ég í björg­un­ar­sveit og það hef­ur mikið breyst þar. Nú get ég tekið þátt í út­köll­um sem ég gat ekki áður. Ég var alltaf mikið í hest­um en eft­ir að ég varð svona þung þá gat ég ekki farið á hest­bak. Nú er ég að kynn­ast hesta­mennsk­unni upp á nýtt. Það að létt­ast breyt­ir bara öllu,“ seg­ir hún og ját­ar að hún sé upp­tek­in af litlu hlut­un­um og taki bet­ur eft­ir.

„Það er svo margt sem ég get núna sem ég gat ekki áður eft­ir að hafa létt mig. Það er til dæm­is auðveld­ara að reima skóna og nú get ég setið með krosslagða fæt­ur. Það gat ég ekki áður.“

Guðlaug seg­ir að lund­arfarið hafi tekið mikl­um breyt­ing­um. Lund­in sé miklu létt­ari nú en áður. „Þung­lyndi herjaði á mig út af ástand­inu. Það er miklu skemmti­legra að vera í kring­um mig núna. Ég er miklu já­kvæðari út í allt og allt.“

Guðlaug er hér með fjölskyldu sinni. Lengst til vinstri er …
Guðlaug er hér með fjöl­skyldu sinni. Lengst til vinstri er faðir henn­ar, Tryggvi Geir, Guðrún Bergrós, Guðlaug sjálf, Sól­rún, Hrefna, móðir henn­ar og Kol­brún.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda