Guðrún gjörbreyttist við þátttökuna

Guðrún Ósk er miklu léttari í lund eftir að hún …
Guðrún Ósk er miklu léttari í lund eftir að hún missti öll þessi kíló.

„Til­finn­ing­in að vera send heim var erfið. Ég vissi svo sem að ég myndi lenda und­ir gulu lín­unni og þetta kom mér ekk­ert á óvart þannig,“ seg­ir Guðrún Ósk Leifs­dótt­ir kepp­andi í Big­gest Loser Ísland en hún var send heim á dög­un­um. Guðrún Ósk starfar á elli­heim­ili og var 140 kg þegar hún byrjaði í sjón­varpsþætt­in­um.

Þegar Guðrún Ósk kom heim af Ásbrú byrjaði hún hjá einkaþjálf­ara og hef­ur haldið Ásbrúar­pró­gramm­inu nán­ast óbreyttu. Hún æfir á morgn­ana og borðar eins og henni var kennt. Í janú­ar kom þó smá babb í bát­inn.

„Ég rist­ar­braut mig í hóp­tíma. Það var maður sem hljóp fyr­ir mig og fyrst hélt ég að ég væri illa tognuð en svo kom í ljós að ég var rist­ar­brot­in og fór í gifs. Ég er að koma mér al­menni­lega af stað aft­ur því þetta stoppaði mig svo­lítið.“

Þegar Guðrún Ósk er spurð að því hvernig jól­in hafi verið seg­ir hún að það hafi gengið vel í mataræðinu í des­em­ber.

„Ég var búin að ákveða að ég ætlaði ekki að leyfa mér neitt. Ég var mjög stíf með það og það gekk bara al­veg fá­rán­lega vel. Og ég æfði öll jól­in en fékk mér reynd­ar desert eft­ir mat­inn á aðfanga­dag. Það var það eina sem ég lét eft­ir mér,“ seg­ir hún og ját­ar að það hafi verið svo­lítið erfitt - all­ir að baka smá­kök­ur í des­em­ber og ekk­ert nema sæt­indi í búðunum. Guðrún Ósk fékk mik­inn stuðning frá fjöl­skyldu sinni og kær­asta sem leyfðu henni ekki að detta í neitt rugl.

„Ég kom miklu sterk­ari út úr þessu og er núna búin að létt­ast heil­mikið. Ég ætla að kom­ast niður í 75 kg.“

Guðrún Ósk seg­ir að lífið sé miklu auðveld­ara eft­ir að hún létt­ist. Hún finn­ur mik­inn mun bæði and­lega og lík­am­lega. „Ég er miklu glaðlynd­ari og ekki með enda­laus­an haus­verk. Ég er meira að pæla í því hvað lífið er orðið gott.“

Líf Guðrún­ar Óskar hef­ur alltaf lit­ast af því að hún missti móður sína þegar hún var þriggja mánaða. Hún seg­ist aldrei hafa dílað al­menni­lega við móður­missinn.

„Þegar mamma deyr fer pabbi al­veg í klessu sem ger­ir það að verk­um að við pabbi eig­um ekk­ert svona dótt­ir föður sam­band. Svo fór ég í sam­band þegar ég var 14 ára og byrjaði að búa 16 ára. Í sam­band­inu var and­legt of­beldi en sam­bandið stóð yfir í fjög­ur og hálft ár. Eft­ir að ég hætti í sam­band­inu fór ég að fitna fyr­ir al­vöru.“

Í fyrra fylgd­ist Guðrún Ósk með fyrstu seríu af Big­gest Loser. Á svipuðum tíma áttaði hún sig á því að hún hafði í raun aldrei gert neitt í sín­um mál­um fyr­ir sjálfa sig held­ur fyr­ir fólkið í kring­um hana. „Eft­ir lokaþátt­inn af Big­gest Loser í fyrra ákvað ég að skrá mig og byrjaði strax að reyna að gera eitt­hvað í mín­um mál­um. Mér finnst ég vera kom­in á góðan stað því ég ákvað þetta sjálf.“

Mataræði Guðrún­ar Óskar hef­ur tekið stökk­breyt­ing­um eft­ir að hún byrjaði í Big­gest Loser. Í dag borðar hún sj­eik í morg­un­mat með vatni, jarðarberj­um og próteini. Stund­um fær hún sér egg í morg­un­mat til til­breyt­ing­ar. Á milli mála fær hún sér egg og 1/​4 ag­úrku. Í há­deg­inu borðar hún fisk með brokkólíi eða sæt­um kart­öfl­um. Seinni part­inn borðar hún hrökk­brauð með kota­sælu og papriku og í kvöld­mat er það kjúk­ling­ur og sal­at. Allra mesta dekrið er þegar hún fær sér fit­n­ess-popp en það ger­ist afar sjald­an. Í nýja líf­inu hef­ur hún þá reglu að hún borðar ekki eft­ir kvöld­mat.


Aðspurð að því hvað þátt­taka henn­ar í Big­gest Loser hafi gert fyr­ir hana seg­ir hún að þátt­ur­inn hafi hrein­lega breytt öllu.

„Big­gest Loser breytti bara öllu. Að hafa fengið þetta tæki­færi er ómenta­legt. Að fá all­an þenn­an stuðning frá öll­um kveikti á per­unni hjá mér. Ég sá það ekki fyrr en ég horfði á fyrstu þrjá þætt­ina fattaði ég hvað ég var brot­in. Það mátti ekki tala um neitt þá var ég bara far­in að gráta. Þetta er allt annað í dag.“

Guðrún Ósk er búin að vera í ástar­sam­bandi í þrjú ár og hef­ur hef­ur hann verið betri en eng­inn á meðan á átak­inu hef­ur staðið.

„Hann mæt­ir með mér í rækt­ina og hjálp­ar mér fá­rán­lega mikið. Það varð allt annað að tala við mig þegar ég kom til baka. Hann fékk nýja gellu heim.“

Guðrún Ósk Leifsdóttir var 140 kg þegar hún byrjaði í …
Guðrún Ósk Leifs­dótt­ir var 140 kg þegar hún byrjaði í Big­gest Loser Ísland.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda