Biggest Loser sigurvegari segir sína hlið

Jóhanna Elísa Svendsen Engelhartsdóttir sigraði íslensku útgáfuna af Biggest Loser.
Jóhanna Elísa Svendsen Engelhartsdóttir sigraði íslensku útgáfuna af Biggest Loser.

Jó­hanna Elísa Svendsen Eng­el­harts­dótt­ir sigraði í ís­lensku út­gáf­unni af Big­gest Loser í fyrra en þætt­irn­ir voru sýnd­ir á Skjá­Ein­um. Nú er sería tvö kom­in í loftið og seg­ir Jó­hanna frá sinni upp­lif­un á Face­book-síðu sinni: „Við fund­um aldrei fyr­ir öðru en mik­illi vel­vild og stuðningi frá bæði þjálf­ur­un­um og öllu öðru starfs­fólk­inu sem kom að þátt­un­um.

Við vor­um fjarri fjöl­skyldu og vin­um í 10 vik­ur og mátt­um ekki hafa sam­band við þau. En í þeim til­fell­um þar sem þess þurfti þá var okk­ur auðvitað leyft að hafa sam­band eða fjöl­skyld­an hafði sam­band við starfs­menn þátt­ar­ins og komst þannig í sam­band við okk­ur. Til­gang­ur­inn með þessu sam­bands­leysi er sá að þá gát­um við ein­beitt okk­ur al­gjör­lega að þessu verk­efni og „kúplað“ okk­ur frá öllu dag­lega fjöl­skylduamstr­inu og áhyggj­un­um sem því fylg­ir.

Það að verið sé að brjóta fólk niður er svo fjarri sann­leik­an­um að það hálfa væri... ein­mitt þvert á móti var verið að byggja okk­ur upp. Áhorf­end­ur sjá auðvitað bara eina klukku­stund af heilli viku og vita lítið hvað geng­ur á þess á milli. Hér er verið að gera sjón­varps­efni og auðvitað eru mest krass­andi hlut­arn­ir sýnd­ir. Ann­ars myndi eng­inn nenna að horfa. Greyið Gurrý gerð að grýlu fyr­ir að reyna að vera ströng, en hún er ein­mitt þvert á móti, það vita all­ir sem þekkja hana.

Mataræðið var ekk­ert í lík­ingu við það sem lýst er í USA-út­gáf­unni. Ég hugsa að við höf­um verið að borða um 1.500 kcal á dag. Við töld­um ekki ofan í okk­ur kal­orí­urn­ar. Við borðuðum 3 máltíðir á dag, plús milli­mál. Eini dag­ur­inn sem ég var svöng af þess­um 10 vik­um var 1. dag­ur­inn.

Við æfðum 4 sinn­um á dag, af þess­um 4 æf­ing­um var aðeins 1 sem virki­lega keyrði okk­ur út en hinar voru brennsluæf­ing­ar þar sem hver og einn vann eft­ir eig­in getu.
Fólk verður að gera sér grein fyr­ir að við gerðum ekk­ert annað á þess­um tíma en að æfa, borða og sofa. Og hvað eru 4 klst. af æf­ing­um af 12 tíma vöku, þegar ekk­ert annað er gert auka­lega en að liggja og safna orku?

Ef fólk fann fyr­ir eymsl­um eða sárs­auka var það ekki pínt til að gera það sem það treysti sér ekki í. Held­ur var því leyft að jafna sig eins og þurfti.

Ég missti al­veg hell­ing af hári á meðan á þessu þyngd­artapi stóð, en það er allt komið aft­ur. Ég hef aldrei á minni ævi borðað eins og holl­an og fjöl­breytt­an mat, passaði að taka öll víta­mín og lýsi svo ég myndi nú ör­ugg­lega ekki líða neinn skort. En auðvitað er það gríðarlegt álag á lík­amann að tapa 50 kg+ og viðbúið að eitt­hvað gefi eft­ir.

Áhorf­end­ur eiga mjög erfitt með að setja sig í okk­ar spor. Hvernig getið þið full­yrt að verið sé að brjóta fólk niður? Auðvitað þarf að kíkja inn á við og leita að ástæðum þess að maður leit­ar í mat þegar manni líður illa. Big­gest Loser er ekki eini þátt­ur­inn í heim­in­um sem fær fólk til að ræða sín vanda­mál og kryfja þau. Þó að um feitt fólk sé að ræða er það ekki meiri niður­læg­ing en þegar granna stelp­an tal­ar um erfiða æsku. Við bár­um vanda­mál­in utan á okk­ur. Og þurft­um að gera eitt­hvað rót­tækt í okk­ar mál­um.

Auðvitað má lengi deila um hvort það sé rétt að hvetja til svona gríðarlegs þyngd­artaps á svona skömm­um tíma og hvort það sé væn­legt til fram­búðar. Í þátt­un­um missti ég að meðaltali 2,8 kg á viku. 2,8 kg hljóm­ar kannski mikið en þegar maður ger­ir ekk­ert annað en að æfa, borða og hvílast er það ekki óraun­hæft. Þegar heim kom missti ég að meðaltali 1,3 kg á viku. Talað er um að eðli­legt sé að missa hálft til eitt kg á viku þegar maður tek­ur sig á, ég var rétt fyr­ir ofan þá tölu enda æfði ég meira en eðli­legt get­ur tal­ist. Ég æfði þó aldrei þannig að það gengi nærri mér og passaði upp á að fá næga hvíld. Ég fór að sofa á sama tíma og börn­in mín og horfði ekk­ert á sjón­varp á meðan á þessu stóð. Ég borðaði um 1.600 kcal á dag, það var ein­ung­is síðustu 4 vik­urn­ar sem ég skar meira niður í mataræðinu en þar var keppn­is­skapið farið að hafa mikið að segja.

Eft­ir að þætt­in­um lauk bætt­um við öll á okk­ur kg aft­ur, mis­mikið auðvitað. En það er eðli­legt þegar fólk hef­ur lést mikið og slak­ar síðan á í sínu pró­grammi, án þess að fara í sama farið aft­ur, að lík­am­inn leit­ast við að bæta upp tapaða þyngd. Það tek­ur tíma að komst í jafn­vægi og finna þá rútínu sem hent­ar hverj­um ein­um til að viðhalda réttri þyngd án þess að þyngj­ast.
Ég vigta mig viku­lega, það þarf ég að gera til að halda mér í skefj­um. Ég átti í óeðli­legu sam­bandi við mat áður en ég hóf þess­ar breyt­ing­ar og það sam­band hef­ur ekki breyst. Mat­ur verður alltaf minn veik­leiki en ég hef lært að tak­ast á við við þess­ar hugs­an­ir og berj­ast á móti þeim en þær eru enn til staðar. Þetta er vanda­mál sem ég mun glíma við alla ævi.

Hvort sem ég eða aðrir þátt­tak­end­ur för­um í sama farið aft­ur, eins og svo marg­ir sem lést hafa mikið gera, þá þurf­um við ekki þess­ar leiðin­legu at­huga­semd­ir frá fólki eða nei­kvæðni. Ein­mitt þvert á móti, klapp á bakið er ger­ir krafta­verk,“ seg­ir Jó­hanna. 

Svona lítur Jóhanna út í dag. Hún segist örlítið hafa …
Svona lít­ur Jó­hanna út í dag. Hún seg­ist ör­lítið hafa bætt á sig en það skipti engu máli því henni líði vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda