„Engin leið að segja til um hver vinnur“

Inga Lind stýrir þáttunum Biggest Loser Ísland.
Inga Lind stýrir þáttunum Biggest Loser Ísland.

„Þetta verður örugglega mjög eftirminnilegt kvöld,“ segir Inga Lind Karlsdóttir sem stýrir þáttunum Biggest Loser Ísland en í kvöld er lokaþáttur annarrar seríu og þá kemur í ljós hver ber sigur úr býtum.

„Ef ég gæti sagt þér það þá myndi ég örugglega ekki gera það,“ segir Inga og hlær aðspurð við hverju áhorfendur geta búist við að sjá á lokakvöldinu. Inga hefur sjálf ekki séð keppendurna sem komust lengst áfram í þáttunum síðan í nóvember. „Ég er spennt vegna þess ég hef heyrt sögur af þeim. Ég hlakka mikið til að sjá árangurinn sem þau hafa náð og ég hef heyrt að þau hafi átt í vandræðum með að finna nógu lítil föt á sig í sumum búðum,“ segir Inga.

Hefur ekki hugmynd um hver vinnur

„Það er engin leið að segja til um hver vinnur,“ segir Inga um keppendurnar þrjá sem eru í úrslitum, Karl Inga, Stefán og Júlíus. „ Kalli var náttúrlega kominn í rosalega flott form, hann leit ekki lengur út eins og keppandi í Biggest Loser þegar hann kvaddi á Ásbrú. Stebbi var aftur á móti sá sem hafði misst mest þegar þeir yfirgáfu Ásbrú og Júlli á mjög mikið inni þannig að það er engan veginn hægt að veðja á einhvern enn. Og hver vinnur heimakeppnina er alveg ómögulegt að segja. Ég er mjög spennt að sjá þá sem voru sendir heim því það er enn lengra síðan við sáum þau.“

Inga Lind hefur fulla trú á þeim sem sendir voru heim í keppninni. „Ég veit að þau tæki og tól sem þessir keppendur fengu á Ásbrú hjá Evert og Gurrý eru ekkert einnota dót sko. Þetta er eitthvað sem keppendurnir hafa með sér heim sem þau geta notað það sem eftir er.“

Þættirnir hafa dregið úr fordómum

Inga Lind kveðst líta á alla keppendurna sem hetjur. „Ég er svo heppin að hafa fengið að ganga með þeim í gegnum þessa lífsreynslu þeirra. Það er náttúrlega dásamlegt að fá að vera svona nálægt þeim og fylgjast með.“

„Þau eru svo mikil hvatning fyrir aðra. Þau eru öll fyrirmyndir, alveg sama hver vinnur því þau hafa öll unnið svo stóran sigur í sínu lífi. Þau áhrif sem keppendur Biggest Loser hafa á fólk eru sýnileg og mælanleg, til dæmis hefur ásókn fólks í yfirþyngd í líkamsræktarstöðvar aukist eftir að Biggest Loser hóf göngu sína. Áður fyrr var fólk kannski feimið við að láta sjá sig en þarna sér fólk að þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég vil meina að þessir þættir hafi barið niður fordóma fyrir feitu fólki. Þetta eru góðar fyrirmyndir,“ segir Inga sem hlakkar mikið til kvöldsins í kvöld. „Það er alltaf svo gaman á tíma uppskeru.“

Keppendur í Biggest Loser Ísland voru 14 í ár.
Keppendur í Biggest Loser Ísland voru 14 í ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda