„Engin leið að segja til um hver vinnur“

Inga Lind stýrir þáttunum Biggest Loser Ísland.
Inga Lind stýrir þáttunum Biggest Loser Ísland.

„Þetta verður ör­ugg­lega mjög eft­ir­minni­legt kvöld,“ seg­ir Inga Lind Karls­dótt­ir sem stýr­ir þátt­un­um Big­gest Loser Ísland en í kvöld er lokaþátt­ur annarr­ar seríu og þá kem­ur í ljós hver ber sig­ur úr být­um.

„Ef ég gæti sagt þér það þá myndi ég ör­ugg­lega ekki gera það,“ seg­ir Inga og hlær aðspurð við hverju áhorf­end­ur geta bú­ist við að sjá á loka­kvöld­inu. Inga hef­ur sjálf ekki séð kepp­end­urna sem komust lengst áfram í þátt­un­um síðan í nóv­em­ber. „Ég er spennt vegna þess ég hef heyrt sög­ur af þeim. Ég hlakka mikið til að sjá ár­ang­ur­inn sem þau hafa náð og ég hef heyrt að þau hafi átt í vand­ræðum með að finna nógu lít­il föt á sig í sum­um búðum,“ seg­ir Inga.

Hef­ur ekki hug­mynd um hver vinn­ur

„Það er eng­in leið að segja til um hver vinn­ur,“ seg­ir Inga um kepp­end­urn­ar þrjá sem eru í úr­slit­um, Karl Inga, Stefán og Júlí­us. „ Kalli var nátt­úr­lega kom­inn í rosa­lega flott form, hann leit ekki leng­ur út eins og kepp­andi í Big­gest Loser þegar hann kvaddi á Ásbrú. Stebbi var aft­ur á móti sá sem hafði misst mest þegar þeir yf­ir­gáfu Ásbrú og Júlli á mjög mikið inni þannig að það er eng­an veg­inn hægt að veðja á ein­hvern enn. Og hver vinn­ur heima­keppn­ina er al­veg ómögu­legt að segja. Ég er mjög spennt að sjá þá sem voru send­ir heim því það er enn lengra síðan við sáum þau.“

Inga Lind hef­ur fulla trú á þeim sem send­ir voru heim í keppn­inni. „Ég veit að þau tæki og tól sem þess­ir kepp­end­ur fengu á Ásbrú hjá Evert og Gurrý eru ekk­ert einnota dót sko. Þetta er eitt­hvað sem kepp­end­urn­ir hafa með sér heim sem þau geta notað það sem eft­ir er.“

Þætt­irn­ir hafa dregið úr for­dóm­um

Inga Lind kveðst líta á alla kepp­end­urna sem hetj­ur. „Ég er svo hepp­in að hafa fengið að ganga með þeim í gegn­um þessa lífs­reynslu þeirra. Það er nátt­úr­lega dá­sam­legt að fá að vera svona ná­lægt þeim og fylgj­ast með.“

„Þau eru svo mik­il hvatn­ing fyr­ir aðra. Þau eru öll fyr­ir­mynd­ir, al­veg sama hver vinn­ur því þau hafa öll unnið svo stór­an sig­ur í sínu lífi. Þau áhrif sem kepp­end­ur Big­gest Loser hafa á fólk eru sýni­leg og mæl­an­leg, til dæm­is hef­ur ásókn fólks í yfirþyngd í lík­ams­rækt­ar­stöðvar auk­ist eft­ir að Big­gest Loser hóf göngu sína. Áður fyrr var fólk kannski feimið við að láta sjá sig en þarna sér fólk að þetta er ekk­ert til að skamm­ast sín fyr­ir. Ég vil meina að þess­ir þætt­ir hafi barið niður for­dóma fyr­ir feitu fólki. Þetta eru góðar fyr­ir­mynd­ir,“ seg­ir Inga sem hlakk­ar mikið til kvölds­ins í kvöld. „Það er alltaf svo gam­an á tíma upp­skeru.“

Keppendur í Biggest Loser Ísland voru 14 í ár.
Kepp­end­ur í Big­gest Loser Ísland voru 14 í ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda