10 kg á 10 vikum

Sigríður Ásta Hilmarsdóttir.
Sigríður Ásta Hilmarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sig­ríður Ásta Hilm­ars­dótt­ir er 10 kg létt­ari eft­ir að hafa tekið þátt í heilsu­ferðalagi Smart­lands Mörtu Maríu og Hreyf­ing­ar. Hún seg­ist vera full af lífs­orku og gleði og líf henn­ar hafi tekið já­kvæðum breyt­ing­um.

„Fyr­ir rúmri viku var okk­ur í heilsu­ferðalag­inu boðið í Bláa Lónið í betri stof­una. Speedo styrkti okk­ur með sund­fatnaði. Hélt að ég gæti ekki litið vel út í sund­bol en við feng­um bol úr nýju aðhalds­lín­unni þeirra og hann held­ur svaka­lega vel að. Lenti svo í því að biðja um stærra núm­er en ég þurfti en það hef­ur yf­ir­leitt verið á hinn veg­inn.

Betri stof­an í Bláa Lón­inu var al­gjör draum­ur. Langþráð af­slöpp­un og dek­ur. Þetta var svo nice að við tímd­um varla að fara í lónið. Feng­um pruf­ur og maska úr Bláa Lóns lín­unni og húðin er búin að vera svaka­lega mjúk síðan. Hef alltaf verið með venju­lega til feita húð og aldrei þurft að hugsa mikið um að bera krem á mig en eft­ir að ég fór að æfa á hverj­um degi og baða mig einu sinni til tvisvar á dag fór húðin að þorna mikið. Það var því mik­ill mun­ur að fá góð krem.

Nú þegar átakið er búið þarf að byrja að rækta sjálf­sag­ann og skipu­leggja hvernig ég ætla að halda áfram á eig­in fót­um,“ seg­ir Sig­ríður Ásta.

Sigríður Ásta Hilmarsdóttir.
Sig­ríður Ásta Hilm­ars­dótt­ir. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda