10 vikur sem breyttu lífinu

Elín Lilja Ragnarsdóttir.
Elín Lilja Ragnarsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Elín Lilja Ragn­ars­dótt­ir er ein af þeim sem tók þátt í heilsu­ferðalagi Smart­lands Mörtu Maríu og Hreyf­ing­ar. Hún seg­ist him­in­lif­andi yfir því að hafa fengið að vera með.

„Þegar ég lít til baka á síðustu 10 vik­ur er mér efst í huga hversu hepp­in ég var að kom­ast í þetta pró­gram og hversu ótrú­lega skemmti­legt þetta hef­ur verið. Svo margt sem ég hef lært og svo margt sem mér hef­ur áskotn­ast eins og til dæm­is öll þessu fra­bæru Sol­aray víta­mín sem hafa hjálpað mikið til við að halda úti orku yfir dag­inn sem og koma skikki á melt­ing­una. Ég var aðeins byrjuð að finna fyr­ir hita­breyt­ing­um en með FemiBal­ance frá Sol­aray hef­ur ekk­ert borið á þeim,“ seg­ir Elín Lilja.

Air í Smáralind dressaði stelp­urn­ar upp og Speedo færði þeim sund­boli úr Sculp­t­ure lín­unni sem móta vöxt­inn.

„Allt er þetta inni í þeim stóra áfanga að öðlast betri heilsu og betra lif, sem ég hef svo sann­ar­lega hlotið. Allt hef­ur breyst, kíló­in hafa dottið af, þolið auk­ist mikið og svefn­inn lag­ast til muna. Einnig hef­ur mataræðið breyst mikið og hugsa ég tölu­vert meira um það sem ég borða ásamt því að hafa náð að skera niður syk­urát um 95%.

Ég er mjög sátt með ár­ang­ur­inn og heilsu­ferðalagið í heild sinni, það voru forrêtt­indi að fá að taka þátt í þessu og kynn­ast þess­um frá­bæru kon­um.“

Elín Lilja seg­ir að heilsu­ferðalagið hafi fengið hana til að hugsa sinn gang.

„Þetta er ekki búið. Maður verður að huga að því alla æv­ina hvernig maður fer með sjálf­an sig og ef maður nær þeirri hug­ar­fars­breyt­ingu sem ég nãði þá eru manni all­ir veg­ir fær­ir.“

Elín Lilja Ragnarsdóttir.
Elín Lilja Ragn­ars­dótt­ir. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda