Eitt kg eftir til að komast í mark

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Krist­ín J. Rögn­valds­dótt­ir fast­eigna­sali og meðlim­ur í heilsu­ferðalagi Smart­lands Mörtu Maríu og Hreyf­ing­ar seg­ist sjald­an hafa liðið bet­ur. Hana hlakki til að mæta í rækt­ina.

„Svo er þessi vellíðunar til­finn­ing sem kem­ur eft­ir æf­ingu sem er svo æðis­leg. All­ir þess­ir skemmti­leg­ur tím­ar í Hreyf­ingu hjálpa auðvitað til. Það að sjá að vöðvar eru að koma í ljós og lík­am­inn að breyt­ast er jú líka frá­bært, en mér fannst ég sjá mest­an mun á 6 viku og svo aft­ur á 9 viku þá var allt að ger­ast. Nú eru 7 kíló far­in af þeim 8 sem ég ætlaði mér að missa og vika til stefnu,“ seg­ir Krist­ín.

Þó svo að heilsu­ferðalagið sé að klár­ast ætl­ar Krist­ín ekki að hætta að hreyfa sig.

„Þetta er rétt að byrja hjá mér, því hreyf­ing og heilsu­sam­legt mataræði verður að lífstíl hjá mér núna. Ég finn mik­inn mun á mér ef ég gleymi að taka víta­mín­in mín, verð þá orkuminni. Húðin á mér er ekki eins þurr og hún var áður, mataræðið og Omega 3-7-9 eru senni­lega ástæða þess að hún er mýkri.

Verð líka að segja ykk­ur frá því að það stend­ur upp úr hvað er búið að vera gam­an að æfa með stelp­un­um í heilsu­ferðalag­inu þess­ar kon­ur eru frá­bær­ar og gefa manni mikið, þær eru skemmti­leg­ar og frá­bær stuðning­ur. Við höf­um hvatt hvor aðra áfram þegar við höf­um þurft á því að halda, mætt sam­an á æf­ing­ar farið sam­an í pott­inn og rætt mál­in. Það er mik­ill stuðning­ur að að æfa í hóp og á ég eft­ir að sakna þeirra mikið. Marta María er búin að vera eins og víta­mínsprauta fyr­ir okk­ur með já­kvæðni og alls kyns skemmti­leg­heit­um. Þjálf­ar­arn­ir okk­ar, eða frek­ar krafta­verka kon­urn­ar Anna og Árný eru ein­stak­ar og hafa komið okk­ur þangað sem við erum stadd­ar í dag, þeim verð ég æv­in­lega þakk­lát. Nú hlakk­ar mig bara til síðustu mæl­ing­ar og mest til að sjá hvað ég er kom­in í fitu­pró­sentu.“

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Krist­ín J. Rögn­valds­dótt­ir. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda