Fékk áfall þegar hún sá myndina af sér

Kristín J. Rögnvaldsdóttir fyrir og eftir.
Kristín J. Rögnvaldsdóttir fyrir og eftir.

„Ég var aðeins 8 kíló­um of þung en þau virt­ust öll setj­ast á efri hluta lík­am­ans, mér leið ekki vel og var búin að hugsa lengi um hvort ég þyrfti á einkaþjálf­un að halda til að losna við þau, því ekk­ert gekk hjá mér þó að ég væri að æfa eitt­hvað og reyna að bæta mataræðið hjá mér. Ég var far­in að velja mér víð föt til að fela björg­un­ar­hring­inn og fela hvað ég var búin að þyngj­ast fyr­ir sjálf­um mér og öðrum. Ég sótti um að taka þátt í heilsu­ferðalag­inu og hugsaði með mér að ég yrði pottþétt val­in ef mér væri ætlað þetta verk­efni og viti menn ég var val­in,“ seg­ir Krist­ín J. Rögn­valds­dótt­ir í sín­um nýj­asta pistli.

„Mesta áfallið var samt sem áður að sjá fyr­ir mynd­ina af mér, ég fékk nett áfall en það var líka gott og ég var líka al­veg viss frá byrj­un að ég gæti þetta. Það er á viss­an hátt gott að vera í op­in­beru átaki, ég fæ mik­inn stuðning frá fólk­inu í kring­um mig. Ég hef líka fengið mikið af fyr­ir­spurn­um frá kon­um sem ég þekki sem lang­ar að taka sig á og koma sér í form. Árang­ur minn virk­ar hvetj­andi á þær, þær sjá að þetta er hægt og ég get stðfest að svo er þetta meira gam­an er erfitt. Það er í raun ein­fald­ara að borða hollt og hreyfa sig en að vera í óholl­ust­unni, þetta snýst bara um nýj­ar venj­ur og hætta að vera með af­sak­an­ir fyr­ir hreyf­ing­ar­leysi.“

Krist­ín þrílær­brotnaði um tví­tugt og hef­ur það stund­um háð henni.

„Ég er stund­um hölt, verkjuð og bólg­in í kring­um hægra hné. Þjálf­ar­arn­ir í Hreyf­ingu hafa passað vel upp á mig og nú er ég búin að æfa nán­ast á hverj­um degi í 10 vik­ur og ekki þurft að taka hlé vegna meiðsla eins og svo oft áður. Einnig hef­ur lær­vöðvinn styrkst og vöðvar í kring um hné sem er fyr­ir­byggj­andi. Það er því vel hægt að æfa þrátt fyr­ir meiðsli og alltaf hægt að finna æf­ing­ar við hæfi, þegar þú ert með fag­fólk þér við hlið.

Í lok heilsu­ferðalags­ins vor­um við vigtaðar og mæld­ar ég er mjög ánægð með ár­ang­ur­inn, ég hef misst 7 kíló og 8,4% af fitu sem þýðir að ég hef misst 8,4 kg af fitu og bætt á mig 1,4 kg af vöðvum. Ég er full af orku og kem meira í verk en áður. þegar okk­ur líður vel á geng­ur bara allt mikið bet­ur. En ég hef líka sett mér nýtt mark­mið og það er að vera kom­in í 66,5 kg fyr­ir 1. októ­ber en þá verðum við í heilsu­ferðalag­inu vigtaðar og mæld­ar á ný. Á þess­um tíma í heilsu­ferðalag­inu hef ég lært að ég verð alltaf að gefa mér tíma til að huga að eig­in heilsu og holl­ustu til að fyr­ir­byggja and­lega og lík­am­lega van­líðan,“ seg­ir Krist­ín.

Kristín J. Rögnvaldsdóttir.
Krist­ín J. Rögn­valds­dótt­ir. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda