Greindist með MS en ákvað að gefast ekki upp

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir. mbl.is

„„Átakið búið?“ spyrja mig all­ir þessa dag­ana. Nei! er svarið mitt því það er rétt að hefjast.Vissu­lega er hið „form­lega átak“ sem ég hóf lokið þar sem ég var und­ir eft­ir­liti eins og ég vil kalla það. Sjálf hef ég tekið ákvörðun um að kalla þetta ekki „átak“ held­ur breytt­an lífs­stíl. Vissu­lega er átak að koma sér upp úr sóf­an­um, hætta að borða óhollt og setja sjálfa sig í fyrsta sæti og fara að hreyfa sig. En það er ekk­ert betra að bíða með það til morg­uns, um að gera að byrja strax,“ seg­ir Sigrún Lóa Sig­ur­geirs­dótt­ir í sín­um nýj­asta pistli.

„Þegar ég var val­in úr hópi kvenna til að taka þátt í Heilsu­ferðalagi með Hreyf­ingu og Smartlandi var ég eig­in­lega kom­in al­veg í botn­inn á sóf­an­um. Það var mikið átak að koma sér úr þess­um sófa og eig­in­lega að um­turna lífi sínu til hins betra. Ég er svo þakk­lát fyr­ir þetta tæki­færi og mig lang­ar aldrei að snúa til baka. Syk­ur­leysi og hreyf­ing er bara minn lífs­stíll núna og ég er ekki í nein­um öfg­um varðandi það. Ég borða all­an mat en reyni að úti­loka all­an syk­ur og alla unna mat­vöru. Ég hreyfi mig 6 sinn­um í viku því mér finnst það gam­an. Það er svo margt annað gott hægt að borða. Syk­ur­inn hef­ur svo slæm áhrif á lík­amann, bólg­ur og bjúg­ur og maður verður svo stirður það finn­ur maður þegar neyslu hans er hætt,“ seg­ir hún.

Sigrún Lóa seg­ist finna mik­inn mun á liðleika. 

„Í nóv­em­ber síðast liðinn greind­ist ég með MS sjúk­dóm­inn sem var bú­inn að vera að hrjá mig ef­laust und­an­far­in ár. Það var hálf­gerður dauðadóm­ur fannst mér að fá þá niður­stöðu frá lækni. Marg­ir hefðu með þá grein­ingu haldið áfram að sitja í sóf­an­um og láta sér líða illa. Ég ákvað hins veg­ar að setja þenn­an sjúk­dóm aðeins á bak við eyrað taka þau lyf sem mér voru ráðlögð og sjá hvað ég gæti reynt á lík­amann. Ég hlustaði því mjög vel á lík­amann og byggði mig upp á mín­um hraða og ár­ang­ur­inn lét ekki á sér standa enda með hana Önnu Ei­ríks mér við hlið á hverj­um ein­asta degi ef eitt­hvað bjátaði á. Í dag finn ég mjög lítið fyr­ir þess­um sjúk­dómi en veit að ég þarf að fara vel með mig en hreyf­ing­in er að bjarga mér svo mikið og mataræðið.“

Sigrún Lóa seg­ir að mataræðið skipti ákaf­lega miklu máli.

„Ég hef trú á því að við get­um oft „læknað“ okk­ur sjálf með réttu fæði, hreyf­ingu og hug­ar­fari. 11kg., tug­ir senti­metra og fitu­pró­sent­an niður um 8% er bara bón­us ofan á þá líðan sem fylg­ir breytt­um lífs­stíl. Einnig get ég ekki hætt að dá­sama víta­mín­in frá Sol­aray þau hafa bjargað mér. Nú held ég bara áfram verð með smá blogg hér fram á haustið því ég er ekki nærri hætt. 1/​3 tak­marks­ins er náð og ég stefni að klára 2/​3 þess fyr­ir ára­mót­in. Nú er sum­arið framund­an með alls kon­ar mögu­leika á hreyf­ingu sem ég ætla að nýta, sum­ar­frí á sól­ar­strönd og bara bjart framund­an. Ég hvet alla sem voru í sömu spor­um og ég að leita sér hjálp­ar og stuðnings. Hreyf­ing býður upp á svo margt, mér hef­ur ekki leiðst þar eitt augna­blik og mun halda ótrauð áfram. Takk fyr­ir all­an stuðning­inn sem hef­ur komið út ótrú­leg­ustu átt­um það hvet­ur mann ótrú­lega mikið. Marta María .... I O U <3.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda