Hélt áfram að léttast í sumarfríinu

Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.

Sigrún Lóa Sig­ur­geirs­dótt­ir stóð sig eins og hetja í heilsu­ferðalagi Smart­lands Mörtu Maríu og Hreyf­ing­ar. Eitt af því sem spilaði hvað mest inn í ár­ang­ur­inn hjá henni var að hóp­ur­inn ákvað að vera syk­ur­laus á meðan á þessu 10 vikna ferðalagi stóð. Sigrún Lóa var staðráðin í að halda áfram á sömu braut og í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu seg­ir að hún hafi haldið áfram að létt­ast í sum­ar­frí­inu.

„Ég er enn á lífi og mér líður frá­bær­lega. Að létt­ast í sum­ar­frí­inu er auðvitað bara dá­sam­legt og ég á það eng­um að þakka nema sjálfri mér. Að breyta um lífs­stíl er bara svo­lítið mikið mál og að halda það út er enn meira mál en hverr­ar stund­ar virði því upp­sker­an er bara ynd­is­leg,“ seg­ir Sigrún Lóa í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu.

Hún seg­ir að sum­arið bjóði alltaf upp á allt of marg­ar freist­ing­ar.

„Sum­arið býður upp á alls kon­ar freist­ing­ar, góðan mat og ís í sól­inni, sukk í sum­ar­bú­stað og hið ljúfa líf á sól­ar­strönd. Ég upp­lifði þetta allt í sum­ar en bara á góðan máta því það er hægt að eiga góðar stund­ir og borða holl­ar freist­ing­ar án þess að missa sig í öldu­dal óholl­ust­unn­ar. Þetta snýst al­farið um hug­ar­far, hvatn­ingu já hvatn­ingu sem mig hef­ur ekki vantað. Fólk stopp­ar mig á götu og hrós­ar mér og hvet­ur mig áfram seg­ir mig líta svo vel út og hafa yngst um mörg ár. Það er al­veg rétt mér líður enn og aft­ur frá­bær­lega. Ég hlakka til að klára mitt mark­mið og von­andi get ég það áður en árið er liðið. Til þess að klára þetta mark­mið mitt og kom­ast yfir lokalín­una þá þarf ég stuðning og hvatn­ingu og skemmti­legt sam­ferðafólk í rækt­inni og þetta allt finn ég hjá Hreyf­ingu.“

Sigrún Lóa seg­ir að hún hafi fengið mikið pepp í lík­ams­rækt­inni.

„Ég hef þegar skráð mig á nám­skeið og mun halda áfram veg­inn og styrkja mig og létta. Það er svo gam­an að upp­lifa alla litlu sigrana. Bara það að geta hoppað um á öðrum fæti var ekki sjálfsagt mál í mars þegar ég byrjaði ó nei ég gat það bara eng­an veg­inn. Í tíma síðast í gær sveif ég um á bleiku skýi því ég gat gert æf­ingu sem ég hafði aldrei getað áður og því­líkt adrennalín­búst fyr­ir egóið og bara kropp­inn minn, það fer enn sælu­hroll­ur um mig. Ég vakna á hverj­um morgni og hlakka til að hreyfa mig og borða hollt og gott. Um dag­inn fjár­festi ég í ynd­is­leg­um hjóla­fák og er hann stóra ást­in í lífi mínu þessa dag­ana. Að geta hjólað um er frá­bær hreyf­ing, al­gjör af­slöpp­un fyr­ir hug­ann og sér­lega skemmti­legt. Ég hef hjólað þó nokkuð til vinnu frá Hafnar­f­irði í Rvk um 12 km hvora leið og það er svo gam­an að upp­lifa auk­inn kraft og aukið út­hald með hverj­um degi.Þess­ir mörgu litlu sigr­ar gera svo margt stórt. Það sem hvet­ur mig einnig áfram er að ég á 2 kg í tölu á vigt­inni sem ég hef ekki séð í 20 ár. Það kall­ar maður sig­ur,“ seg­ir hún al­sæl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda