Hefur sykur eitthvað að gera með þarmaflóruna?

Sykur gerir lítið fyrir þarmaflóruna.
Sykur gerir lítið fyrir þarmaflóruna.

„Sú fæða sem við velj­um okk­ur dag­lega hef­ur áhrif á ör­ver­ur sem lifa í melt­ing­ar­vegi okk­ar.   Þess­ar ör­ver­ur nær­ast og dafna á því fæði sem við lát­um ofan í okk­ur og val okk­ar á fæði ræður því hvaða ör­ver­ur dafna best,“ seg­ir Birna Ásbjörns­dótt­ir í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu. Hún er að ljúka meist­ara­gráðu í nær­ing­ar­lækn­is­fræði frá Sur­reyhá­skóla og stund­ar meist­ara­nám við Oxfor­d­há­skóla í gagn­reynd­um heil­brigðis­fræðum. Birna starfar sem nær­ing­ar­ráðgjafi hjá Lif­andi Markaði og veit­ir fræðslu í formi fyr­ir­lestra og nám­skeiða:

SYK­UR er unn­in fæða

Með auk­inni tækni í nær­ing­ar­vís­ind­um, efna­fræði ásamt vax­andi fram­leiðslu­getu hafa fram­leiðsluaðferðir syk­urs þró­ast frá því að vera ein­ung­is unn­inn úr syk­ur­róf­um eða syk­ur­reyr yfir í ódýr­ari og lé­legri afurðir eins og korn­sýróp (high-fructose corn syrup-HFCS) og „hita­ein­ingasnauðan“ gervisyk­ur. All­ur unn­inn eða viðbætt­ur syk­ur skaff­ar auka orku og er í raun óþarf­ur í fæði okk­ar, þar sem þess­ar afurðir færa okk­ur eng­in nauðsyn­leg nær­ing­ar­efni.

HVAÐA jarðveg/​flóru ertu að næra?

Við erum með ör­ver­ur í melt­ing­ar­veg­in­um, frá munni og alla leið niður í ristil/​endaþarm.  Ristill­inn hef­ur að geyma hlut­falls­lega lang­flest­ar ör­ver­ur og eru Bacteroi­des, Act­in­obacter­ia, Fir­micu­tes og Proteobacter­ia fjöl­menn­ast­ar.  Ný­lega hef­ur tek­ist að flokka þess­ar bakt­erí­ur enn frek­ar eft­ir efna­skipta­getu sem fer fram eft­ir háþróuðum þver­læg­um stig­skip­un­um þess­ara bakt­ería (1). 

Þannig hef­ur verið hægt að finna enn frek­ar hvert sér­svið þeirra er og njörva niður hvernig bakt­erí­urn­ar hafa áhrif á efna­skipt­in okk­ar.  Meðal ann­ars ræður fjöl­breyti­leiki þess­ara bakt­ería hversu vel eða illa við melt­um fæðuna og hvort hún síðan bygg­ir okk­ur upp eða jafn­vel skaðar. 

Það er ein­stak­lings­bundið hvaða orku/​hita­ein­ing­ar við erum að fá út úr fæðinu sem við neyt­um. Þarma­flór­an ræður þar miklu en hef­ur einnig mikið um það að segja hversu heil­ir eða þétt­ir þarma­vegg­irn­ir eru. Heil­brigði þarma­veggja er mik­il­vægt þar sem þeir stýra því hvað fer út í lík­amann.  Ef þarma­vegg­ir eru ekki nógu heil­brigðir, hleypa þeir meira af bólgu­mynd­andi efn­um (t.d. liposacchari­des frá bacteri­um) þar í gegn (2).

ÞARMAFLÓRAN, syk­urát og óþol

Óþol og of­næmi eru sí­fellt að aukast, bæði hjá börn­um og full­orðnum. Sum­ir telja sig finna fyr­ir óþæg­ind­um af hveiti meðan aðrir finna að glút­en ger­ir þeim ekki gott. Ástæðan get­ur ein­fald­lega verið sú að þarma­flór­an hef­ur ekki nóg af þeim til­tekn­um ör­ver­um sem þarf til að brjóta niður og melta þess­ar afurðir.  Ástæðurn­ar geta verið ótelj­andi marg­ar, en of­neysla á sykri er ein, þar sem syk­ur nær­ir t.d. sveppi og aðrar óæski­leg­ar ör­ver­ur (3). 

GERVISÆTA umbreyt­ist í orku

Rann­sókn­ir hafa ekki sýnt fylli­lega fram á hvað verður um gervisætu í melt­ing­ar­veg­in­um. Það er margt sem bend­ir til þess að bakt­erí­ur í þörm­um, sér í lagi í ristl­in­um, gerji þessa afurð og búi þannig til orku úr gervisykr­in­um með fram­leiðslu á ákveðnum fitu­sýr­um (SCFAs) sem síðan skaffa okk­ur orkuÞað er ekki hægt að full­yrða að gervisæta inni­haldi fáar sem eng­ar hita­ein­ing­ar (4).

SYK­UR og bólg­ur í lík­ama

Rann­sókn­ir sýna fram á að langvar­andi bólg­ur geta leitt til lang­vinnra sjúk­dóma. Sýnt hef­ur verið fram á tengsl bólgu­sjúk­dóma í melt­ing­ar­vegi og neyslu syk­urs og annarra kol­vetna.  Rann­sókn­ir sýna einnig fram á að langvar­andi bólg­ur og sí­end­ur­tekn­ar sýk­ing­ar hafa skaðleg áhrif á upp­töku og nýt­ingu á sykri (5, 6).

Sýnt hef­ur verið fram á tengsl langa­var­andi bólgu­vanda­mála og krabba­meina og/​eða annarra lang­vinnra sjúk­dóma (7).  Röng sam­setn­ing á þarma­flóru get­ur valdið ofþyngd og langvar­andi bólg­um með til­heyr­andi vanda­mál­um, s.s. auk­inn­ar mat­ar­lyst­ar og ótíma­bærri öldrun (8).  

SYK­UR og tauga­kerfið

Neysla á sykri hef­ur verið rann­sökuð í tengsl­um við hegðun.  Sýnt hef­ur verið fram á breytta hegðun og jafn­vel aukn­ar lík­ur á geðræn­um vanda­mál­um. Sem dæmi má nefna eru auk­in streitu­viðbrögð, of­virkni­hegðun og ein­beit­ing­ar­skort­ur (9, 10).  

Í UPP­HAFI skyldi end­inn skoða

Það er ekki nóg að telja hita­ein­ing­ar eða bara forðast syk­ur.  Skoða þarf hlut­ina í sam­hengi og að muna að eng­inn er eins.  Það er mik­il­vægt reyna að byggja upp góða þarma­flóru með réttu mataræði.  Það ætti að vera sem mest óunnið fæði og án allra auka­efna. 

Það sem við lát­um ofan í okk­ur verður að þeim jarðvegi sem við erum að rækta í þörm­un­um okk­ar.  Við ætt­um að velta því fyr­ir okk­ur hvað það er sem við vilj­um byggja upp og rækta innra með okk­ur  þegar við velj­um okk­ur mat á disk­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda