Hjálpar fólki að hætta „að detta í það“

Þorbjörg Hafsteinsdóttir ljómar af fegurð.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir ljómar af fegurð.
Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn og nær­ing­arþerap­ist­inn Þor­björg Haf­steins­dótt­ir er dug­leg að hjálpa þjóðinni að ná tök­um á mataræði sínu. Hún hef­ur skrifað bæk­ur um betra líferni og haldið fjöl­mörg nám­skeið þar sem hún hjálp­ar fólki að ná tök­um á ósiðum sín­um. Þegar syk­ur er ann­ars veg­ar er Þor­björg á heima­velli. Við gef­um henni orðið:

Ég held að það sé okk­ur mann­eskj­um í blóð borið að tengja sætu­bragðið við hlýju og ör­yggi. Móður­mjólk­in er frek­ar sæt á bragðið sem er skyn­sam­leg og lífs­nauðsyn­leg hönn­un til að tryggja af­komu lífs. Hugsið ykk­ur ef, móður­mjólk­in væri römm, súr eða jafn­vel bit­ur á bragðið. Það hefði senni­lega farið illa fyr­ir homo sapies ef svo hefði verið. En sæta bragðið fer vel í alla og ef „gjöf­in“ fer fram ró­leg­um og trygg­um og kær­leiks­rík­um kring­um­stæðum við hlýju og ró­leg­an hjarta­slátt móður, þá gef­ur auga leið, að við tengj­um bragð og til­finn­ingu. Og við vilj­um meira! Af þessu sem fram­kall­ar þessa vellíðan.
Ef for­eldr­ar sjá ekki að sér og halda áfram að bjóða barn­inu mat og drykki með yf­ir­gnæf­andi áherslu á sæta bragðið til dæm­is úr ávöxt­um, þurrkuðum ávöxt­um, rót­argræn­meti og syk­ur­bætt­um graut­um, þá er hætta á, að við séum ómeðvitað að móta mynstur sem býr til litla fíkla sem neita að borða nokk­urn mat sem ekki er meira eða minnna sætt. Ef þetta mynstur fer alla leið inní tán­inga­ald­ur­inn þá er erfitt sem for­eldri að hafa leng­ur nokkra stjórn á neyslu ung­ling­ana. Og kannski taka for­eldr­ar virk­an þátt. Við þekkj­um öll sæl­gæt­is­skál­ina sem kem­ur á borðið bæði föstu­daga og laug­ar­daga og all­ir eru sam­taka í að nú er kósý tími. Öll fjöl­skyld­an, svo að segja, kom­in á brjóstið.

Það eru auðvitað lík­am­leg­ir þætt­ir í syk­urfíkn sem tengj­ast heila, boðefn­um og horm­ón­um. Og þætt­ir sem tengj­ast mataræðinu sjálfu og sam­spilið við blóðsyk­ur og orku­fram­leiðslu. Af­leiðing­ar af ójafn­vægi á öll­um (víg)stöðum geta verið mis al­var­leg­ar en eng­in vafi ligg­ur á því og all­ir eru sam­mála um, að það get­ur farið illa. Þreyta og orku­leysi, óró­leiki og at­hygl­is­leysi sem trufl­ar vinnu og ástund­un í skóla og á vinnustað. Lík­am­leg ein­kenni eins og t.d. bógl­ur og mynd­un á óæski­legri lík­ams­fitu kring­um miðjuna á börn­um, ung­ling­um og á full­orðnum. En ekki all­ir sem eru sólgn­ir í syk­ur eru feit­ir, það eru marg­ir sem fá mest­an hluta af kalórí­um úr viðbætt­um sykri og sælgjæti og gosi sem eru grann­ir eða „grann­feit­ir“.

Fyrsta skrefið í að sleppa sykri er að sleppa hon­um! Alla vega í hug­an­um að taka ákvörðun­ina. Mín reynsla er sú, að flest­ir sem þurfa virki­lega að taka þessa ákvörðun eru smá fast­ir í eig­in full­yrðingu þess efn­is, hve erfitt eða jafn­vel ómögu­legt það sé og verði að hætta sykr­in­um og leggja þar af leiðandi ekki í 'ann.
Ég hef full­an skiln­ing á því, enda hef ég sjálf verið á þeim stað fyr­ir mörg­um árum síðan. Þessu þarf að vinna í og breyta.
Annað skref er að borða reglu­lega og byrja dag­inn á máltið sem inni­held­ur bæði prótein og góða og holla fitu. Að vinna í að verða syk­ur­laus er ferðalag sem ekki bara fjall­ar um góðan vilja, þó að vissu­lega sé sá styrk­ur ómet­an­leg­ur. Það þarf líka að taka til­lit til og virða hvern­ing lík­am­inn er hannaður og vinna með hon­um í átt að jafn­vægi og orku.

Ég sé það aft­ur og aft­ur hjá mín­um nem­end­um á nám­skeiðunum mín­um, hvað þetta í raun reyn­ist þeim auðvelt miðað við full­yrðing­ar um það gangn­stæða og sem þau komu með á nám­skeiðið. Ég er vitni af fjölda krafta­verk­um!

Syk­ur­laus lífs­stíll er ekki það sama og aldrei meiri syk­ur. Fyr­ir suma vissu­lega jú. En lang­flest­ir fá stjórn og eru fær­ir um að njóta í hófi án þess „að detta í það“. Ávext­ir, ber, dökkt 85% súkkulaði, glút­en­laus­ar kök­ur sætaðar með þurrkuðum ávöxt­um, súkkulaði, vel­völd­um sætu­efn­um eins og til dæm­is pálma­sykri eða nátt­úru­leg­um sætefn­um. Þetta er al­gjör­lega hægt en ekki fyrr en við erum kom­in í lík­am­legt og and­legt jafn­vægi og haus­inn hætt­ur að bulla! Dökkt súkkulaði þarf að vera að minnsta kosti 85% og það er alltaf smá syk­ur í því og kannski er það líka allt í lagi því fit­an í súkkulaðinu ger­ir að þig lang­ar ekki nema í smá bita og þú ert sátt(ur). En það er líka til súkkulaði sætað með til dæm­is maltitoli eða steviu eða öðrum nátt­úru­leg­um sætu­efn­um sem hent­ar sum­um öðrum ekki. Það er hægt að vera syk­ur­laus alltaf ef maður vill og þarf. Þú þarft í raun ekki neinn syk­ur til að likam­inn virki eins og hann á að gera. En það er óneit­an­lega gott að fá hann stund­um. Og það er óneit­an­lega cool sjálf­ur að ákveða hvenær, hvern­ing og hvað og vera laus við að lifa und­ir harðræði og dutt­ling­um óstjórn­legr­ar löng­un­ar eða fíkn­ar.
Þor­björg er reglu­lega með spenn­andi nám­skeið. HÉR er eitt slíkt sem gæti breytt lífi þínu.
Þorbjörg Hafsteinsdóttir skrifaði bókina 10 árum yngri á 10 vikum.
Þor­björg Haf­steins­dótt­ir skrifaði bók­ina 10 árum yngri á 10 vik­um. mbl.is/​Salka
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda