Hefur glútein eitthvað með þarmaflóruna að gera?

Birna Ásbjörnsdóttir.
Birna Ásbjörnsdóttir.

„Þarma­flór­an er sam­sett úr yfir 1000 teg­und­um ör­vera sem hafa mik­il­vægu hlut­verki að gegna þegar kem­ur að heilsu manns­ins.  Þess­ar ríf­lega eitt þúsund teg­und­ir ör­vera vega um eitt og hálft til tvö kíló í meðal manni og hef­ur fæðið okk­ar áhrif á hvernig þær þríf­ast og dafna,“ seg­ir Birna Guðrún Ásbjörns­dótt­ir sem er að ljúka meist­ara­gráðu í nær­ing­ar­lækn­is­fræði frá Sur­reyhá­skóla og stund­ar meist­ara­nám við Oxfor­d­há­skóla í gagn­reynd­um heil­brigðis­fræðum í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi Mörtu Maríu:

GLÚTEN - of­næmi og óþol

Glút­en er sam­heiti fyr­ir pró­tín sem finn­ast í hveiti, byggi, rúg og mögu­lega höfr­um (teng­ist fram­leiðslu­ferli hafra).  Áætlað er að um 1% vest­ur­landa­búa þjá­ist af glút­enof­næmi.  Al­gengt er að glút­enof­næmi sé van­greint eða greint of seint, allt að 6-11 árum eft­ir að ein­kenni byrja að eiga sér stað.  Ein­kenni geta verið marg­vís­leg en uppþemba, niður­gang­ur og ýmis óþæg­indi út frá melt­ing­ar­vegi eru al­geng­ust sem síðar leiða til nær­ing­ar­skorts, ef ekk­ert er að gert.  Ein­kenni geta líka verið óbein eða ekki út frá melt­ing­ar­vegi, eins og t.d. húðvanda­mál (1).

Glút­enóþol er talið vera mun al­geng­ara en glút­enof­næmi.  Erfitt er að greina glút­enóþol svo vel sé og þess vegna ekki ein­falt að áætla hversu marg­ir eru að kljást við glút­enóþol í raun.  Lík­ur eru á að 0.5 - 13% vest­ur­landa­búa þjá­ist af glút­enóþoli.  Ein­kenni glút­enóþols geta verið mjög marg­breyti­leg og koma oft eft­ir neyslu á glút­en­rík­um afurðum eins og hveiti (2). 

GLÚTEN og melt­ing

Maga­sýr­ur brjóta niður pró­tín, þ.m.t.  glút­en og bri­skirt­ill­inn fram­leiðir ensím sem brýt­ur einnig niður glút­en.  Fram­leiðslu­geta bri­skirt­ils velt­ur að hluta til á hve vel mag­inn stend­ur sig.  Ef skort­ur er á maga­sýr­um (marg­ar ástæður geta valdið því) fara þess­ir pró­tín­hlut­ar korns­ins niður í þarm­ana og valda vanda­mál­um s.s. of­vexti á óæski­leg­um ör­ver­um (3, 4).  Ef maga­sýr­ur eru of háar hef­ur það letj­andi áhrif á fram­leiðslu mik­il­vægra ensíma og gall­vökva sem einnig leiðir til of­vaxt­ar á ör­ver­um í þörm­um (5). 

GLÚTEN og þarma­flór­an

Glút­en sem fer „illa melt“ niður í þarm­ana get­ur valdið óþoli.  Ástæðan felst m.a. í of­vexti á óæski­leg­um ör­ver­um (4).  Sýnt hef­ur verið fram á að ákveðnar ör­ver­ur geta aukið lík­ur á glút­enof­næmi og því get­ur þetta orðið víta­hring­ur óþols og of­næm­is.  Candida al­bicans er dæmi um ör­veru sem get­ur fjölgað sér í þörm­un­um og þannig valdið óþæg­ind­um.  C. al­bicans get­ur bund­ist ákveðnum pró­tín­um í þörm­um sem síðan get­ur leitt til ónæmisviðbragða (cross-reacti­vity) sem er al­veg hliðstætt því sem ger­ist í glút­enof­næmi.  Þetta þýðir að viðkvæm­ur ein­stak­ling­ur (erfðafræðilega mót­tæki­leg­ur) get­ur þróað glút­enof­næmi út frá of­vexti á C.al­bicans (6).

GLÚTEN og sjúk­dóm­ar

Ann­ars­kon­ar áhrif glút­ens eru einnig þekkt.  Þegar glút­en kem­ur niður í smáþarm­ana eyk­ur það fram­leiðslu á pró­tíni í þörm­un­um sem nefn­ist zonu­l­in.  Með fram­leiðslu á zonu­l­ini eykst gegnd­ræpi þarma, þ.e. sam­skeyti frumna gliðna og hleypa pró­tín­um út í blóðrás­ina.  Hjá viðkvæm­um ein­stak­ling­um get­ur þá glút­en valdið óæski­leg­um áhrif­um í lík­am­an­um, s.s. bólg­um í vefj­um eða geðhrif­um (7, 8). 

Glút­enóþol get­ur átt sér stað án þess að um ein­kenni út frá melt­ing­ar­vegi sé að ræða og geta ein­kenni t.d. komið fram í tauga­kerfi.  Glút­enóþol hef­ur verið rann­sakað í tengsl­um við ýmsa sjúk­dóma s.s. Multi­ble Scleros­is (MS) (9), ein­hverfu (ASD) (10) auk geðsjúk­dóma.

GLÚTEN­LAUST eða ekki glút­en­laust?

Þegar um glút­enof­næmi er að ræða valda glút­en­pró­tín­in sjálf­sónæmisviðbrög­um sem koma fram sem skemmd­ir í þrama­veggj­um ein­stak­lings­ins og verður þá að hætta neyslu á glút­eni til fram­búðar.

Glút­enof­næmi fer ört vax­andi.  Í Banda­ríkj­un­um hef­ur tíðni þess auk­ist fimm­falt síðustu ára­tugi (11, 12), fjór­fald­ast í Bretlandi (13) og tvö­fald­ast í Finn­landi (14) svo dæmi séu tek­in.  Mögu­leg skýr­ing er auk­in notk­un sýkla­lyfja ásamt vax­andi neyslu á unnu og nær­ing­arsnauðu fæði.  Hvoru­tveggja hef­ur skaðleg áhrif á ör­veruflóru melt­ing­ar­veg­ar. 

Ef lík­ur eru á glút­enof­næmi þarf að leita til lækn­is og fá úr því skorið.  Þegar grun­ur á óþoli er fyr­ir hendi, er hægt að sleppa því að neyta glút­enafurða í nokkr­ar vik­ur og kanna þannig hvort ein­kenni minnki eða hverfi.  Eng­in þekkt skorts­ein­kenni fylgja glút­en­lausu fæði ef fjöl­breytni er fylgt í fæðuvali (15).

Þarma­flór­an hef­ur mikið um það að segja hvaða áhrif fæði hef­ur á heilsu. Rösk­un á þess­ari mik­il­vægu ör­veruflóru get­ur ýtt und­ir sýk­ing­ar í lík­am­an­um og aukið lík­ur á of­næm­um og óþolum hjá ákveðnum hóp af fólki. 

Heil­brigð þarma­flóra get­ur komið í veg fyr­ir sýk­ing­ar, of­næmi og óþol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda