Gerður lagðist undir hnífinn í gær

Gerður Arinbjarnardóttir eigandi Blush.is.
Gerður Arinbjarnardóttir eigandi Blush.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gerður Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir, eig­andi hjálp­a­tækja­versl­un­ar­inn­ar Blush.is, fór í brjóstam­innk­un í gær. Les­end­ur Smart­lands Mörtu Maríu ættu að þekkja Gerði en hún tók sam­an lista á dög­un­um um 10 vin­sæl­ustu kyn­líf­stæk­in 2015.

Ágúst Birg­is­son lýta­lækn­ir fram­kvæm­ir aðgerðina, sem er eng­in skyndi­ákvörðun. Áður en Gerður fór í aðgerðina náði ég tali af henni og spurði hana hvers vegna hún ætlaði að leggj­ast und­ir hníf­inn. 

„Þetta er að hluta til gert til að bæta út­lit og laga það sem ég er óánægð með en stærsti part­ur­inn fyr­ir því að ég er að fara í aðgerðina er til að bæta lífs­gæðin og létta á bak­inu á mér. Síðustu árin er ég far­in að finna meira og meira fyr­ir því hvað þetta hef­ur mik­il áhrif á axl­irn­ar og bakið. Ég er mjög oft þreytt í bak­inu og það fylg­ir þessu höfuðverk­ur,“ seg­ir Gerður. 

Það að fara í brjóstam­innk­un er inni­lega ekki skyndi­ákvörðun hjá Gerði. 

„Ég fór í mitt fyrsta viðtal fyr­ir rúm­lega 4 árum. Eft­ir að ég átti strák­inn minn þá breytt­ust brjóst­in á mér rosa­lega og stækkuðu mikið. Þegar ég fór í fyrsta viðtalið var ég skoðuð og mér sagt að best væri ef ég létt­ist fyr­ir aðgerðina þar sem að ég var 20 kg of þung. Ég fór heim með megr­un­ar- og fjár­hagspl­an í koll­in­um þar sem aðgerðin er kostnaðar­söm og ætlaði held­ur bet­ur að rífa af mér auka kíló­in og safna pen­ing­um, en það var hæg­ara sagt en gert,“ seg­ir Gerður og bæt­ir við.

„Ég setti þetta því á hill­una í smá stund, en hætti þó aldrei að hugsa um þetta. Nú loks­ins fyr­ir um ári fór ég af stað aft­ur í viðtal og setti mér mark­mið að safna fyr­ir aðgerðinni. Ég hins­veg­ar hef ekki létt mig mikið, kannski 5 kg en ég er mjög sátt við mig eins og ég er í dag og það er held ég það sem skipt­ir mestu máli. Síðan ég fór að tala op­in­ber­lega um þessa aðgerð og í kjöl­farið fór ég að fá pósta frá kon­um sem hafa farið i svona eða dreym­ir um að fara í brjóstam­innk­un. Mig hefði aldrei grunað að þetta væri svona al­gengt vanda­mál. Það er því al­veg ljóst að ég er ekki eina kon­an sem er að ganga í gegn­um þetta,“ seg­ir Gerður. 

Þegar ég spyr Gerði hvað hún haldi að aðgerðin muni gera fyr­ir hana seg­ist hún trúa því að lífið verði mun létt­ara. 

„Þetta mun að sjálf­sögðu létta mjög á bak­inu og öxl­un­um á mér. Ég finn það dag­lega hvað þetta reyn­ir á lík­amann og bara al­menna lík­ams­stöðu. En fyr­ir utan það þá mun þetta pottþétt bæta sjálfs­ör­yggið mitt líka. Það er orðið mjög erfitt að finna brjósta­hald­ara og að fara í sund er eitt­hvað sem ég er far­in að forðast. Ég er 26 ára með sig­in brjóst, mis­sig­in meira að segja. Annað brjóstið er skála­stærð stærra og geir­vört­urn­ar vísa í átt að suður­póln­um. Það hef­ur bara því miður áhrif á sjálfs­traustið,“ seg­ir hún. 

Held­ur þú að lífið muni breyt­ast eitt­hvað eft­ir að þú ferð í aðgerðina?

„Það mun lík­lega ekki breyt­ast en eins og að kaupa sér föt og brjósta­hald­ara verður mun auðveld­ara. Það að auki von­ast ég til að bak­verk­ir minnki svo að dag­leg­ar at­hafn­ir verði auðveld­ari. Ég hef sett mér mark­mið að hlaupa 10 km næsta sum­ar. En ég hef ekki getað hlaupið síðustu árin, ein­fald­lega af því ég get það ekki út af brjóst­un­um.“

Áður en Gerður fór í aðgerðina spurði ég hana hvort hún óttaðist ekk­ert að leggj­ast und­ir hníf­inn. 

„Jú, ég er mjög stressuð. Það er lík­lega ástæðan fyr­ir því að ég er ekki löngu búin að fara. En það er svo sann­ar­lega búið að vera hnút­ur í mag­an­um og minna um svefn svona þegar að fer að líða að aðgerðinni. Ég er hins­veg­ar sann­færð um að þetta verði minna mál held­ur en ég held að þetta sé. Ég er búin að und­ir­búa mig vel fyr­ir það að þetta verði erfitt og sárs­auka­fullt en meira get ég ekki gert. Þetta verður svo bara allt að koma í ljós.“

Gerður Arinbjarnardóttir.
Gerður Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda