Þyngdist um 30 kg á sex árum

Gunnar Lárus Hjálmarsson fyrir og eftir. Myndin til vinstri er …
Gunnar Lárus Hjálmarsson fyrir og eftir. Myndin til vinstri er tekin fyrir 6 árum en hin var tekin á dögunum.

Einn skemmti­leg­asti maður lands­ins, Gunn­ar Lár­us Hjálm­ars­son eða Dr. Gunni eins og hann er kallaður henti í einn grjót­h­arðan status á face­book á dög­un­um sem hljómaði svona:

Montstatus. 30 kíló á 6 árum. Hvernig: Ofát, kvöldnasl. Hvað fæ ég mörg læk?

Þegar ég hafði sam­band við Dr. Gunna var hann nú ekki á því að ræða þetta op­in­ber­lega en eft­ir að hafa suðað nokkuð lengi í hon­um lét hann til leiðast. Þegar Dr. Gunni var sem létt­ast­ur fyr­ir sex árum hafði hann verið í miklu aðhaldi, æft að kappi og borðað tölu­vert minna en venju­lega. Þegar ég spyr hann út í þetta ját­ar hann að hann hafi haft tölu­vert fyr­ir því að losna við þessi 30 kg.

„Ég var jú bú­inn að vera að saxa af mér þessi 30 kíló með því að hlaupa upp á fjöll, mæta eins og and­set­inn í spinn­ing og reyna að hemja mig í át­inu. Vigtaði mig reglu­lega, skráði í Almanak Há­skól­ans og verðlaunaði mig með ís og sér­inn­flutt­um rót­ar­bjór. Það tók svona 2 ár að ná af sér 30 kg,“ seg­ir Dr. Gunni.

Þessi mynd var tekin af Dr. Gunna fyrir þremur árum.
Þessi mynd var tek­in af Dr. Gunna fyr­ir þrem­ur árum. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son

Aðspurður að því hvað hafi valdið því að hann hafi ákveðið að létta sig seg­ir hann að sjokkið hafi komið í Hag­kaup þarna fyr­ir átta árum.

„Sparkið í rass­inn var þegar ég fékk ekk­ert á mig í Hag­kaup­um og þurfti að fara í ein­hverja fitu­bollu­búð í Smár­an­um. Það var drop­inn sem fyllti mæl­inn. Að fara í fitu­bollu­búðina, ekki í Smár­ann sem sé.“

Hvernig hef­ur mataræði þitt breyst á síðustu sex árum?

„Það hef­ur ekk­ert breyst, þannig. Ég borða bara meira!“

Hvað ertu bú­inn að vera að borða sem þú borðaðir ekki á þess­um tíma fyr­ir sex árum?

„Ekki neitt, kannski mat­arrjóma í kaffið. Það er bara svo hel­víti gott!“

Skipt­ir lík­amsþyngd ein­hverju máli?

„Nei, alla­vega ekki ef það skipt­ir sig sjálf­an engu máli. Það er fátt leiðin­legra en að vera með þetta á heil­an­um, eins og mér sýn­ist meiri­hluti nú­tíma­fólks vera. Enda­laus­ir kúr­ar og kjaftæði þegar málið er svo ein­falt: Hreyfa sig og éta minna. Ef þú nenn­ir.“

Líður þér eitt­hvað öðru­vísi hvort sem þú ert 30 kg þyngri eða létt­ari?

„Nei hvorki lík­am­lega né and­lega. Fúl­ast er að það er ekki allt til í XL eða XXL sem manni lang­ar að í.“

Dr. Gunni fyrir tveimur árum.
Dr. Gunni fyr­ir tveim­ur árum. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Ertu eitt­hvað að æfa núna?

„Nei ég sagði upp í World Class þegar ég fór í fasta vinnu í Fjalla­kof­an­um nú í vor. Áður réði ég tíma mín­um sjálf­ur. En ég hef verið að ganga á fjöll og svo hjóla ég í vinn­una og stend þar meiri­hluta dags­ins og þeys­ist um búðina. Ákveðin lík­ams­rækt í því.“

Hvað hef­ur þú lært af þessu ferli?

„Að það er mikið mál að létta sig en ekk­ert mál að þyngj­ast!“

Ætlar þú að gera ein­hverj­ar breyt­ing­ar eða ertu að hugsa um að þyngj­ast um önn­ur 30 kg næstu sex árin?

„Nei, ég hef nú eng­an áhuga á 30 kg í viðbót! Maður bara held­ur sín­um dampi, reyn­ir kannski að éta minna á kvöld­in og svona. Ég nenni alla­vega ekki á fleiri kúra og að fylgja ein­hverju mat­ar­ræði. All­ir springa á svo­leiðis kjaftæði,“ seg­ir Dr. Gunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda