Ekki búin að kasta inn handklæðinu

K. Svava Einarsdóttir.
K. Svava Einarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar ég tók það að mér að fara í gegn­um þessa breyt­ingu þá var líf mitt allt öðru­vísi, á mjög stutt­um tíma tók allt lífið breyt­ing­um sem ég hef þurft að laga mig að og púsla öll­um mín­um verk­efn­um sam­an.  Ég er búin að skipta um vinnu og hún er ekki þessi dags­dag­lega 8-4 vinna held­ur 12 tíma vakt­ir og þau hafa verið ótrú­lega sveigj­an­leg við mig varðandi skól­ann en ekki er hægt að gera allt og því hef­ur rækt­in setið á hak­an­um, sér­stak­lega þegar það eru lang­ar vinnu­vik­ur og skóla­lær­dóm­ur,“ seg­ir K Svava Ein­ars­dótt­ir sem tek­ur þátt í Lífs­stíl­breyt­ingu Smart­lands og Sport­húss­ins í sín­um nýj­asta pistli: 

Ég var spurð hvort að ég væri búin að henda inn hand­klæðinu en það er ég svo sann­ar­lega ekki búin að gera.  Ég er kom­in með góð tök á mataræðinu og hef nán­ast gefið upp allt kol­vetni fyr­ir utan fljót­andi en það er bara smá sem ég leyfi mér, enda get­ur maður ekki lokað á allt í einu.

Ég er bar­áttu­mann­eskja og finnst ég hafa bar­ist fyr­ir ansi mörg­um í gegn­um tíðina, núna berst ég fyr­ir því að standa mig í mörg­um verk­efn­um í einu og kannski var það of stór biti fyr­ir mig að tyggja en ég er samt ekki til­bú­in að gef­ast upp.  Þegar ég hef tekið tarn­ir áður hef ég kannski verið með þrjá bolta á lofti yfir ákveðinn tíma og það hef­ur virkað hjá mér og taldi ég mig al­veg hæfa í að ráðast á öll þessi verk­efni þrátt fyr­ir all­ar breyt­ing­arn­ar í kring­um mig en núna líður mér eins og ég sé með 8 bolta á lofti og sé illa fyr­ir end­ann á því.  Þannig að ég ákvað, að í staðinn fyr­ir að reyna að halda þeim öll­um 8 á lofti, að missa nokkra bolta og vona að þeir myndu ekki brotna illa eða gera mér lífið leitt.  Þeir bolt­ar sem ég hef misst eru „heim­ilið“, „fjöl­skyld­an“ og „vin­irn­ir“, því miður.   

Ég man ekki hvenær ég ryk­sugaði síðast og ég bý næst­um í ung­linga­drasli þar sem tími hef­ur ekki gef­ist til að halda vel utan um heim­ilið, ég man varla hvaða dag­ar eru því að þeir renna sam­an í eitt og þá gleym­ist stund­um að kaupa inn eða hugsa um ung­ling­inn eða kett­ina.  Ég hef ekki hitt fjöl­skyld­una mína síðan í sept­em­ber og ég meira að segja gleymdi illi­lega að syst­ir mín ætti af­mæli síðasta laug­ar­dag og það hef­ur aldrei gerst áður á minni ævi að ég gleymi af­mæl­is­degi.  Vin­ina hef ég ekki hitt nema brota­brot en ég reyni að vera dug­leg að hringja þegar tími gefst því að þau eru klett­arn­ir mín­ir og fæ ég mik­inn styrk frá þeim.  

Ég verð að fá að aðskilja tvo bolta í þessu sam­hengi en ég er með einn bolta á lofti gagn­vart Smart­lands Lífssbreyt­ing­unni og ann­an með rækt­ina, rækt­in hef­ur því miður tekið smá skakka­föll­um líka en ég reyni að koma inn hreyf­ingu þó að það sé ekki al­veg klukku­stund í rækt­inni með Lilju, ég er þó enn með aug­un á mark­miðinu og neita að gefa þau upp á bát­inn... ég hef bar­ist of mikið fyr­ir þessu síðustu vik­ur, þrátt fyr­ir að það hafi ekki alltaf gengið upp.

Núna eru um þrjár vik­ur eft­ir og mæl­ing­ar í næstu viku.  Ég ætla að steypa mér í rækt­ina þessa tvo frí­daga sem ég hef frá vinnu þessa vik­una og reyna að púsla öllu sam­an til að ég nái þeim besta ár­angri sem ég get á þess­um stutta tíma en svo mun ég klár­lega halda áfram með mín mark­mið á mín­um tíma.

Ég geri mér grein fyr­ir því að ég er eng­in of­ur­kona en í aug­um margra er ég það og ósig­ur er ekki til í mín­um orðaforða, ég mun því gera mitt allra besta á þeim tíma sem ég hef og ekk­ert minna en það.  Ég næ kannski ekki þeim ár­angri sem ég vildi miðað við ef ég hefði all­an tím­ann í heim­in­um en all­ur ár­ang­ur er sig­ur í mín­um aug­um og þakka ég öll­um þeim sem hafa stutt mig og hvatt.

Nú berj­umst við áfram og tök­um þetta með stæl, þetta er ekki búið fyrr en feita kon­an syng­ur og hún er ekki neins staðar í sjón­máli!

K. Svava Einarsdóttir.
K. Svava Ein­ars­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda