Í miklu betra formi núna en í fyrra

Erla Björk Hjartardóttir.
Erla Björk Hjartardóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Erla Björk Hjartardóttir er ein af þeim sem náði mjög miklum árangri í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins í fyrra. Undir stjórn Lilju Ingvadóttur tók Erla Björk hlutina með trompi og hefur ekki látið deigan síga síðan þá. Þegar ég hitti Erlu Björk á dögunum sagði hún að henni hefði sjaldan liðið betur. 

„Mér líður ótrúlega vel, hef miklu meiri orku. Að taka sjálfan sig í gegn gerir öllum gott og það hefur orðið mikil breyting á sjálfri mér. Að taka þátt í Lífstílsbreytingunni gerði mér gott bæði á líkama og sál,“ segir Erla Björk. 

Erla Björk Hjartardóttir fyrir og eftir Lífsstílsbreytingu.
Erla Björk Hjartardóttir fyrir og eftir Lífsstílsbreytingu. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þegar hún er spurð að því hvort hún hafi haldið áfram að æfa af krafti segir hún svo vera. 

„Ég hef varla misst úr dag, þetta er alveg komið inn í mína daglegu rútínu. Ég byrja alla morgna með góðri æfingu og ég veit ekki um betri leið til að byrja daginn. Á tímabili var ég að gera einhæfar æfingar en í dag er ég duglegri að breyta til. Ég fer í allskonar tíma og er að taka þeirri áskorun núna að fara í rólegri tíma eins og jóga. Það sem mér finnst skipta öllu máli er að æfingarnar séu fjölbreytar og skemmtilegar,“ segir hún. 

Þegar Erla Björk er spurð út í mataræði sitt segir hún að það sé að öllu jöfnu mjög gott. 

„Ég er samt mannleg og leyfi mér af og til eitthvað gott,“ segir hún og brosir. 

Þegar við ræðum um líkamlegt og andlegt form er Erla Björk spurð að því hvort hún hafi náð að halda sér í því formi sem hún var komin í. 

„Já og gott betur en það. Ég hef bætt mig til muna allsstaðar og er rosalega mikið keppnis. Ég hef sett mér ný markmið og náð þeim.“ 

Erla Björk segir að það skipti öllu máli að vera skipulagður ef formið á ekki að fara út um þúfur. 

„Ég græja nesti og pæli í því hvað ég set ofan í mig. Og það skiptir mig miklu máli að vera í rútínu. Svo skiptir líka máli að hvíla sig því hvíld er alveg jafnmikilvæg og hreyfingin,“ segir hún. 

Erla Björk kemst þó ekki hjá því að dásama þetta ferðalag sem Lífsstílsbreytingin var. 

„Ég er þakklát fyrir þessar tólf vikur sem við fengum. Við fimm smullum algerlega saman og þetta var algerlega frábær hópur. Ég var virkilega að íhuga að sækja um aftur því þetta var svo gaman. Og svo langar mig að þakka ykkur sem stóðuð á bak við þetta, þið eruð algjörir snillingar og fagmenn,“ segir Erla Björk.  

Erla Björk Hjartardóttir er alsæl með árangurinn.
Erla Björk Hjartardóttir er alsæl með árangurinn. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda