Ævintýrinu lokið

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir er þakklát fyrir Lífsstílsbreytinguna og ætlar að …
Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir er þakklát fyrir Lífsstílsbreytinguna og ætlar að halda ótrauð áfram. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Þá er þessu Smart­land­sæv­in­týri því miður lokið en loka­hnykk­ur­inn var í dag þegar við skvís­urn­ar mætt­um í mynda­töku. Ég er af­skap­lega þakk­lát fyr­ir að hafa fengið þetta tæki­færi og að hafa verið val­in í þessa lífstíls­breyt­ingu hjá Mörtu Maríu og Lilju. Þó að hlut­irn­ir hafi kannski ekki gengið al­veg jafn­vel og ég vildi eða dreymdi um, þá mun ég halda ótrauð áfram,“ seg­ir Jó­hanna Lú­vísa Reyn­is­dótt­ir í sín­um nýj­asta pistli: 

Síðustu vik­urn­ar hafa verið erfiðar þá bæði reyk­inga­leys­is­lega séð, mat­ar­lega séð og æf­inga­lega séð. Ég hef verið reyk­laus en ég er suma daga að taka enn þá einn dag í einu og því hef­ur gengið illa að halda mat­ar­ræðinu í góðu lagi. Svo hjálpaði ekki til þegar ég náði mér í flensu með kinn­holu­sýk­ingu og ýms­um meðfylgj­andi kvill­um sem varð til þess að ég komst ekki á æf­ing­ar. En svona er bara lífið, það koma upp- og niður­sveifl­ur og í niður­sveifl­un­um verður maður að passa að rakka sig ekki niður í svaðið, svo maður geti staðið upp aft­ur og haldið áfram á réttri braut.

Við skvís­urn­ar fór­um í yf­ir­haln­ingu hjá henni Hrafn­hildi og skvís­un­um henn­ar á hár­greiðslu­stof­unni Greiðunni um dag­inn og var það al­veg frá­bært. Ég kom út með nýtt hár en hún Vig­dís snill­ing­ur litaði mig og Hrafn­hild­ur sá um klipp­ing­una. Einnig var okk­ur boðið í spa hjá Sól­ey Natura Spa og var það dá­sam­legt. Æðis­legt að geta slakað á og kjaftað í ró­legu og þægi­legu um­hverfi. 

Í dag var svo loka­hitt­ing­ur­inn þar sem við fór­um í mynda­töku, það verður auðvitað að sýna fyr­ir og eft­ir mynd­ir. Ég byrjaði á því að mæta í blást­ur á Greiðuna til þess að hárið yrði nú í lagi. Svo sá hún María Mist dótt­ir mín um að farða mig, þar sem kell­an er ekki al­veg sú besta í þeim mál­um. Ég vona bara að mynd­irn­ar verði ágæt­ar þrátt fyr­ir mynda­töku­fælni mína.

Ég er staðráðin í því að halda ótrauð áfram og er planið að mæta í boot camp og svo einu sinni í viku til Lilju til þess að halda í góða stuðning­inn henn­ar. Einnig lang­ar mig að prófa að taka syk­ur­inn út í janú­ar og mun nýta mér hana Eyju varðandi það, enda skvís­an með ein­dæm­um dug­leg.

Að lok­um vil ég segja að ég er þakk­lát fyr­ir að hafa fengið að kynn­ast æf­ingaskvís­un­um, Lilju þjálf­ara sem er al­gjört hörku­tól og Mörtu Maríu sem er al­gjör gull­moli. Þetta eru kon­ur sem gefa líf­inu lit.

Mottó árs­ins 2017 verður GÆS= get, ætla, skal.

Takk fyr­ir mig.

Hér eru Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir og Sandra Vilborg Jónsdóttir sem …
Hér eru Jó­hanna Lú­vísa Reyn­is­dótt­ir og Sandra Vil­borg Jóns­dótt­ir sem tók þátt í Lífs­stíls­breyt­ingu Smart­lands og Sport­húss­ins í fyrra. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda