Svona fór Brynhildur að því að tóna sig

Brynhildur Aðalsteinsdóttir náði frábærum árangri í Lífsstílsbreytingunni.
Brynhildur Aðalsteinsdóttir náði frábærum árangri í Lífsstílsbreytingunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­fræðing­ur­inn Bryn­hild­ur Aðal­steins­dótt­ir stóð sig vel í Lífs­stíls­breyt­ingu Smart­lands og Sport­húss­ins. Und­ir stjórn Lilju Ingva­dótt­ur einkaþjálf­ara náði hún mark­miði sínu með glans. Mark­mið Bryn­hild­ar var alls ekki að létt­ast held­ur styrkj­ast. Hún vildi tóna lík­amann upp og minnka fitu­pró­sentu. 

Brynhildur Aðalsteinsdóttir.
Bryn­hild­ur Aðal­steins­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þegar Bryn­hild­ur byrjaði í Lífs­stíls­breyt­ing­unni var hún 66,2 kg en fór niður í 64,8 kg og létt­ist því um 1,4 kg. 

Meðan á Lífs­stíls­breyt­ing­unni stóð missti hún 22 cm og fóru þar af 12 cm af kviðnum. Fitu­pró­sent­an lækkaði tölu­vert en hún fór úr 19,46% niður í 12,6%. 

Þetta hófst með því að mæta eins og klukka á æf­ing­ar hjá Lilju og taka mataræðið í gegn. 

Þetta var Bryn­hild­ur að borða á venju­leg­um degi: 

Morg­un­mat­ur: 2 egg eða Cheer­i­os með rús­ín­um. 

Milli­mál: 15 möndl­ur eða ávöxt­ur eða hrökkk­ex með humm­us. 

Há­deg­is­mat­ur: Hnefa­stærð af kjúk­lingi eða fiski, fullt af græn­meti, sæt­ar kart­öfl­ur ef þær voru í boði og fræ.

Milli­mál: 15 möndl­ur eða ávöxt­ur eða hrökkk­ex með humm­us. 

Seinna milli­mál: Fyr­ir æf­ingu, chia-graut­ur í skvísu eð til­bú­inn sj­eik frá Froosh. 

Kvöld­mat­ur: Yf­ir­leitt kjúk­ling­ur mat­reidd­ur með ýms­um hætti, fullt af græn­meti og mjög oft ein lít­il lárpera.

Fyr­ir svefn: Á æf­inga­dög­um var það prótein­sj­eik. 

Drykk­ir: 2 l vatn, tveir kaffi­boll­ar og amínó energy eft­ir þörf­um. 

Brynhildur Aðalsteinsdóttir.
Bryn­hild­ur Aðal­steins­dótt­ir. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda