Fituprósentan lækkaði um 7,6%

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir.
Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jó­hanna Lú­vísa Reyn­is­dótt­ir var full af bjart­sýni og bar­áttu­vilja þegar hún hóf Lífs­stíls­breyt­ingu Smart­lands og Sport­húss­ins. 

Til að byrja með gekk allt vel, hún var dug­leg að mæta á æf­ing­ar og borða hollt en svo fór heilsu­ferðalagið að verða erfiðara. Jó­hanna Lú­vísa tók stóra ákvörðun og það var að hætta að reykja. Til þess að ná því mark­miði sínu reynd­ist henni ennþá erfiðara að hafa mataræðið í lagi. Hún varð slöpp sem gerði það að verk­um að hún gat ekki mætt nægi­lega vel á æf­ing­ar. 

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir.
Jó­hanna Lú­vísa Reyn­is­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Þrátt fyr­ir að Lífs­stíls­breyt­ing­in hefði mátt ganga bet­ur losaði hún sig við 2,2 kg og missti 23 cm - þar af 8 cm yfir kviðinn. Fitu­pró­sent­an fór niður um 7,6% en hún var 33,08% og fór niður í 26,42%. 

Þótt Jó­hanna Lú­vísa hefði kannski mátt létt­ast meira þá náði hún að auka vöðva­styrk svo um munaði og í dag er hún í mun betra formi en þegar hún gekk inn í Sport­húsið í sept­em­ber. 

Þegar Jó­hanna Lú­vísa er spurð út í mataræði sitt á meðan á Lífs­stíls­breyt­ing­unni stóð and­varp­ar hún. 

„Úff nú fórstu al­veg með það, sko á góðum dög­um borðaði ég prótein sheik, froosh, ban­ana og hrökk­brauð. Svo bara það sem var í há­deg­is­mat í vinn­unni hverju sinni ef það var eitt­hvað sem ég gat borðað. Ann­ars fór fram og keypti mér sallat eða boost,“ seg­ir hún. 

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir.
Jó­hanna Lú­vísa Reyn­is­dótt­ir. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda