Missti 18 kíló til að bjarga vinnufélaga

Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á.
Rebekah Ceidro ákvað að taka sig á. Skjáskot/WomensHealth

Sein­asta júlí var Re­bekah Cei­dro að skoða Face­book þegar hún sá að vinnu­fé­lagi sinn, Chris Moore, hafði birt skila­boð um að hann vantaði nýtt nýra. Chris tal­ar ekki mikið um sitt per­sónu­lega líf á sam­fé­lags­miðlum þannig að Re­bekah vissi að hann hlyti að vera ör­vænt­ing­ar­full­ur.

Fjöl­marg­ir vin­ir og vanda­menn Chris deildu skila­boðum hans með von um að finna ein­hvern sem gæti gefið hon­um nýra sem fyrst þar sem að lækn­ar sögðu hann aðeins eiga sex mánuði eft­ir ólifað.

Re­bekah fór strax að hugsa hvað hún gæti gert fyr­ir vinnu­fé­laga sinn og sendi hon­um per­sónu­leg skila­boð um að hún vildi gefa hon­um nýra. Chris gat varla klárað að lesa skila­boð henn­ar áður en hann brast í grát því hann var henni svo þakk­lát­ur.

Fyrsta skref Re­bekuh var að hitta lækna Chris til þess að sjá hvort að hún væri nógu heil­brigð til þess að gefa nýra sitt.

„Ég var bara að hugsa um Chris og hvernig ég gæti bjargað lífi hans en lækn­arn­ir sögðu að ég þyrfti líka að hugsa um sjálfa mig,“ sagði Re­bekah en lækn­arn­ir voru hrædd­ir um að aðgerðin myndi hafa slæm áhrif á heilsu henn­ar.

Re­bekah var 98 kíló á þeim tíma og lækn­arn­ir gáfu henni tvo val­mögu­leika – annaðhvort að létt­ast eða sleppa því að bjarga lífi Chris. Re­bekah ákvað að hún gæti ekki sætt sig við það að vera of feit til að bjarga lífi ein­hvers og lofaði lækn­un­um að missa auka­kíló­in.

Hún byrjaði á því að hala niður smá­for­riti í sím­ann sinn og setti sér mark­mið að hlaupa á hverj­um degi þangað til að það væri ekk­ert mál að hlaupa fimm míl­ur (8 kíló­metra) á dag.

Það sem hvatti hana áfram á hverj­um degi var það að þetta myndi bjarga lífi Chris.

Hún hljóp 3,5 til 6 míl­ur á dag sex daga vik­unn­ar og gerði síðan alls kon­ar æf­ing­ar í rækt­inni eft­ir á. Níu mánuðum seinna kláraði hún svo sitt fyrsta hálf-maraþon á rúm­lega þrem klukku­tím­um.  

Þó svo að Re­bekah hafi aðeins þurft að missa 8 kíló til þess að geta gefið nýrað hef­ur hún nú misst 17 kíló og ætl­ar ekk­ert að stoppa á næst­unni en hún stefn­ir á að taka þátt í öðru maraþoni í ág­úst.

Næsti lækn­is­tími Chris er nú í ág­úst og mun þá líf­færa­flutn­ing­ur­inn verða bókaður og staðfest­ur – sem þýðir það að Chris mun að öll­um lík­ind­um lifa af.

Rebekah eftir sitt fyrsta hálfmaraþon.
Re­bekah eft­ir sitt fyrsta hálf­m­araþon. Skjá­skot/​Womens­Health
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda