Endurgreiða hjálpartækin ef „við“ vinnum

Þorvaldur Steinþórsson eigandi Adam og Evu.
Þorvaldur Steinþórsson eigandi Adam og Evu.

Þor­vald­ur Steinþórs­son eig­andi hjálp­ar­tækja­versl­un­ar­inn­ar Adam og Eva er með svo­lítið öðru­vísi til­boð í til­efni af leik Íslands og Níg­er­íu sem fram fer á morg­un á HM. Viðskipta­vin­ir sem kaupa vör­ur í dag og á morg­un fá þær end­ur­greidd­ar ef Ísland vinn­ur Níg­er­íu. 

„Markaðsdeild­in hafði bara ýtt á mig með HM til­boð eins og öll fyr­ir­tæki eru að gera en eitt­hvað smá af­slátt­ur eins og all­ir eru að gera heillaði mig ekki. Það er spenna fyr­ir leikn­um á morg­un og okk­ur lang­ar að gera þetta ennþá meira spenn­andi og fara alla leið.  Sem sagt all­ar söl­ur í dag fimmtu­dag og morg­un framað leik fást end­ur­greidd­ar sem inn­eign ef Ísland vinn­ur,“ seg­ir Þor­vald­ur. 

Það er líf og fjör í Adam og Evu.
Það er líf og fjör í Adam og Evu.

Hann seg­ir að til­boðið hafi farið vel í land­ann. 

„Sum­ir sem höfðu beðið með að koma til okk­ar drifu sig og versluðu vel. Stærsta sal­an var um 100 þús og greini­legt að það er hug­ur í fólk og trú á að við vinn­um þetta. Ég vona það líka sjálf­ur.“

Hvenær má fólk þá koma og fá inn­eign­ina?

„Bara strax eft­ir leik og svo inn­an 1 árs helst. Ann­ars höf­um við ekki verið með leiðindi þegar fólk kem­ur með göm­ul gjafa­bréf og inn­eign­arnót­ur.“

Það er mik­il stemn­ing fyr­ir leikn­um og verður hann sýnd­ur beint í versl­un Adam og Evu á Klepps­vegi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda