Var 100 kíló en keppir nú í fitness

Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari keppir á Iceland Open fitnessmótinu á laugardaginn.
Lilja Ingvadóttir einkaþjálfari keppir á Iceland Open fitnessmótinu á laugardaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Ingva­dótt­ir einkaþjálf­ari í Sport­hús­inu á áhuga­verða sögu. Eft­ir að hafa alltaf verið allt of þung tók hún sig taki sem gerði það að verk­um að hún ætl­ar að standa á sviði á laug­ar­dag­inn þar sem fit­n­ess­mótið Ice­land Open fer fram. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Lilja kepp­ir í grein­inni en hún seg­ist aldrei hafa lagt eins mikið á sig og núna. 

„Þessa síðustu viku fyr­ir mót er í nægu að snú­ast. Nú er ég að leggja loka­hönd á sjálfa mig ef maður má orða það þannig. Eft­ir 16 vikna niður­skurð er komið að þessu og á þess­um tíma­punkti má ekk­ert klikka. Mataræðið þarf að vera 100% og það fel­ur í sér að við tök­um út öll auka- og sætu­efni og inn­byrðum bara al­ger­lega hrein­an mat. Það er búið að vera sama plan síðustu 10 dag­ana sem er fisk­ur, græn­meti, egg, eggja­hvít­ur og möndl­ur sem svo sem ein­fald­ar mat­ar­gerðina mikið. Síðan er ég í vatns­los­un­ar­ferli og þarf að hafa það allt und­ir­búið, all­ar vatns­los­andi jurtir, víta­mín, steinefni og fleira þarf að vera inn­byrt upp á 10 svo allt gangi smurt.

Það þarf að æfa pós­urn­ar fyr­ir keppn­ina upp á hvern dag þangað til það er al­veg á krist­al­tæru og erum við með aukaæf­ing­ar fram á síðasta dag. Fyr­ir utan að maður æfir sig heima öll­um stund­um til að fram­koma verði sem best, þú sýn­ir ör­yggi og út­geisl­un. Pós­ur skipta öllu. Þú verður að skila vinn­unni þinni á sviðinu sem þú ert búin að svitna fyr­ir síðastliðin ár,“ seg­ir Lilja.

Þessa síðustu daga er hún á fullu í alls kon­ar stússi eins og augn­hára­leng­ing­um, húðstinn­ing­armeðferðum og vafn­ing­um, vaxi, and­litsmeðferðum og nögl­um svo eitt­hvað sé nefnt. 

„Inn á milli þarf að sjálf­sögðu að taka lyft­ingaæf­ing­ar og brennslu, en þær eru með létt­ara sniði, enda ork­an ekki al­veg í há­marki. Ég legg áherslu á að ná góðri hvíld sem er ekki síður mik­il­væg. Síðan end­ar vik­an í brúnkumeðferð, hæðarmæl­ingu, kepp­enda­fundi og kósí deg­in­um fyr­ir mót, upp með fæt­ur en þá einnig byrj­ar kol­vetnahleðslan en þá inn­byrði ég máltíðir með kol­vetn­um, hrís­grjón­um, sæt­ar kart­öfl­ur til að fá þessa fyll­ingu í vöðva á móts­dag. Það þarf að und­ir­búa hana al­veg og hafa klára,“ seg­ir Lilja. Hún er einkaþjálf­ari í Sport­hús­inu en tek­ur sér tveggja daga frí fyr­ir móts­dag­inn. 

„Skipu­lagið skipt­ir máli og stress er manns helsti óvin­ur. Fólk get­ur vatn­ast út af stressi eða þreytu,“ seg­ir hún. 

Lilja hefur verið á sérstöku mataræði síðustu vikurnar til að …
Lilja hef­ur verið á sér­stöku mataræði síðustu vik­urn­ar til að ná sem mest­um ár­angri. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Keppn­is­dag­ur­inn sjálf­ur er ekk­ert grín. Lilja mun vakna klukk­an þrjú aðfaranótt laug­ar­dags­ins. Hún þarf að fara í hár­greiðslu og förðun en dótt­ir henn­ar, Ása Lind, sér um að græja móður sína fyr­ir stóra dag­inn. 

„Ég er hepp­in að hafa minn eig­in förðun­ar­meist­ara,“ seg­ir Lilja og hlær. Klukk­an sjö um morg­un­inn verður keppn­is­brúnk­an sett á all­an lík­amann og þegar það er klárt fer hún beint í bik­iní. 

„Þegar ég verð kom­in í bik­iníið leggst ég út af og hvíli mig þangað til ég fer á sviðið kl. 10.00. Mér finnst mik­il­væg­ast að sé ekk­ert stress og hafa næg­an tíma í þetta.“

Lilja hef­ur áður keppt í fit­n­ess og þegar hún er spurð að því hvað hún sé að gera öðru­vísi núna en áður seg­ist hún hafa breytt um mataræði.  

„Núna tók ég svo­kallað „carb cycle“-mataræði á und­ir­bún­ings­tím­an­um, eða kol­vetnahring á harðri ís­lensku. Allt upp­sett í sam­ráði við þjálf­ar­ann minn Kon­ráð Gísla­son sem einnig held­ur þetta mót Ice­land Open. Hann veit hvað hann syng­ur í þessu, veit hvað ég er klár í enda mik­ill reynslu­bolti og far­inn að þekkja mín mörk. Kol­vetnahring­ur­inn snýst um að raða inn mis­mun­andi hlut­föll­um af kol­vetn­um, prótein­um og fitu á daga vik­unn­ar. Sem dæmi þá tek ég há­kol­vetnadag á laug­ar­dög­um sem inni­held­ur hrís­grjón eða sæt­ar í máltíðum með kjúk­lingi eða fiski, græn­meti í meira magni, poppkex og lækka þar á móti fitu­inn­töku. Ég tek svindl­máltíðina mína um kvöldið sem var yf­ir­leitt steik og með því og flott­ur desert. Ég leyfði mér yf­ir­leitt að fara út að borða því svindl­máltíðin má ekki klikka. Það er ekk­ert verra en lé­leg svindl­máltíð eft­ir góða viku í mataræðinu.

Nú eft­ir há­kol­vetnadag fylgja lág­kol­vetnadag­ar. Yf­ir­leitt tveir í röð og þá eru skammt­ar litl­ir, bara fisk­ur, lítið græn­meti, möndl­ur, egg og lárpera. Ég byrjaði að hafa þetta þrískipt í upp­hafi und­ir­bún­ings­tíma­bils fyr­ir 16 vik­um. Minnkaði svo skammt­ana á um það bil 3-4 vikna fresti og tók út há­kol­vetnadag­inn á end­an­um. Þetta svín­virk­ar og hef­ur gengið ótrú­lega vel, með því að keyra svona inn á milli meira af hita­ein­ing­um og kol­vetn­um virðist virka vel á kerfið hjá mér. Það fer allt í gang og ork­an mín hef­ur hald­ist ótrú­lega vel og í góðu jafn­vægi. Þetta plan tek­ur meiri tíma og það er smá vesen að und­ir­búa þetta. Fyr­ir mér var það mesta áskor­un þótt ég hafi tekið mjög klass­ískt niður­skurðarmataræði áður án mik­illa breyt­inga. Ég hef mikla trú á svona breyti­legu mataræði, enda er það mikið að koma inn núna al­mennt. Þetta snýst um að henda ekki al­veg út kol­vetn­um held­ur keyra þau góðu inn á milli. Auðvitað er ein­stak­lings­bundið hvað hent­ar hverj­um og ein­um. Það sem virk­ar fyr­ir mig virk­ar ekki endi­lega á ein­hvern ann­an. Maður finn­ur það fljótt út. En þetta sner­ist ekki um mataræði eitt og sér. Ég jók brennsluæf­ing­ar jafnt og þétt og tók meira út núna en ég hef gert áður,“ seg­ir Lilja. 

Lilja fór reglu­lega í nudd og seg­ir að það hafi gert krafta­verk. 

„Ég tek bæði bet­ur á því á æf­ing­um því blóðflæði til vöðva er miklu betra, bólg­ur og spenna nán­ast farið og vöðvarn­ir bara virka al­mennt bet­ur og mér líður bet­ur. Þetta þurfa all­ir að setja inn í sína rútínu.  Með því þá hef ég verið stíft í húðmeðferðum hjá Heilsu og út­liti eða síðustu tvö ár. Þar fer ég reglu­lega í vafn­inga og SPM-nudd. Síðan bætti ég mjög öfl­ugri meðferð inn hjá Húðfegr­un. Meðferðin kall­ast húðþétt­ing og sé ég mik­inn mun á húðinni. Ég mæli 100% með því og hef prófað þetta allt. Þessi meðferð er mun öfl­ug­ari en ég hef prófað hingað til,“ seg­ir Lilja. 

Að stinna húðina hef­ur verið erfiðasta verk­efnið í þessu ferli. Lilja nefn­ir húðina á lær­um og rassi. 

„Maður er að missa slatta af fitu af þess­um svæðum og húðin verður slopp, enda er ég ekki tví­tug leng­ur þótt ég haldi það,“ seg­ir Lilja og hlær og rifjar upp að hún hafi verið nán­ast 100 kg fyr­ir tíu árum.

„Ég þarf að leggja extra mikið á mig í þess­um húðmeðferðum enda kem­ur ár­ang­ur­inn hægt og ró­lega inn og það er ei­lífðar­vinna. Svo má ekki gleyma að allt sem maður inn­byrðir hef­ur áhrif á húðina en ég byrjaði að taka inn Asta­Skin sem örv­ar kolla­gen og elast­in í húðinni að inn­an og það lof­ar mjög góðu. Þannig að það er öllu tjaldað til.

Með öllu þessu þá skipt­ir auðvitað hug­ar­farið mestu máli. Ég er að gera þetta núna í 5. sinn og ég er með öllu miklu ró­legri og af­slappaðri í hug­an­um. Ég hef ótrú­lega gam­an af þessu, eig­in­lega meira núna en áður, enda væri ég ekki að þessu ann­ars. Þetta verður ein­hvern veg­inn ekk­ert mál, líður ótrú­lega vel og með orku og ein­beit­ingu í botni. Öryggið er miklu meira og þá bara geng­ur allt smurt. Lík­am­inn man líka ef þú hef­ur gert slíkt áður og með hverju skipt­inu þá verður þetta auðveld­ara og lík­am­inn fer í ákveðinn fasa.  Magnað fyr­ir­bæri,“ seg­ir hún og seg­ir að hún sé lán­söm því hún eigi góða fjöl­skyldu, eig­in­mann og börn.  

Þótt Lilja sé einkaþjálf­ari sjálf þá ákvað hún að fara í einkaþjálf­un til Kon­ráðs Gísla­son­ar því hann er sér­fræðing­ur í fit­n­ess-fræðum. Hún æfði því bæði hjá Kon­ráð og líka sjálf.  

„Ég æfi sex sinn­um í viku þar sem ég lyfti, skipti lík­am­an­um niður á daga hvað ég æfi og passa að hafa alltaf dag á milli í hvíld á þann vöðva­hóp. Svo fer ég þris­var í viku á æf­ing­ar hjá Kon­ráð en tek sjálf hina dag­ana í Sport­hús­inu í Kópa­vogi. Ég hef lagt áherslu á fæt­ur. Tek stór­an fóta­dag með press­um, hné­beygj­um og þung­um lyft­ing­um. Tek síðan rass, hliðar og aft­an­verð læri hina tvo dag­ana. Á milli fótaæf­inga­daga tek ég axl­ir tvisvar í viku og einu sinni í viku tek ég bak og nokkr­ar handaæf­ing­ar. Ég hef ekki hug á því að hafa stór­an bicep,“ seg­ir hún og hlær. Með þessu tek­ur hún kviðæf­ing­ar þris­var í viku. 

„Ég æfi alla jafna allt árið. Rækt­in er bara rútína eins og vakna og bursta tenn­ur. Síðan tek ég brennslu eft­ir lyft­ingaæf­ing­ar í 20-30 mín­út­ur. Ég reyni að halda því alltaf inni allt árið, og núna í und­ir­bún­ingn­um þá bætti ég inn 45-60 mín­útna auka­brennslu sex sinn­um í viku en hef ávallt einn hvíld­ar­dag.“

Sól­ar­hring áður en Lilja fer á sviðið keyr­ir hún í sig kol­vetni eins og hrís­grjón, sæt­ar kart­öfl­ur og smá sæl­gæti. 

„Stund­um ef maður er of flatur þá er eng­in fyll­ing í vöðvum, þá þarf maður að henda í sig  1-2 ham­borg­ur­um og kannski ein­um djúsí sj­eik til að fá þetta kikk inn og belgja aðeins út vöðvana því þeir auðvitað elska kol­vetn­in. Svo auðvitað á sjálf­an keppn­is­dag­inn þá er það Snickers eða eitt­hvað gott nammi rétt áður en þú ferð á svið og jafn­vel eitt­hvað líka áður.  Allt er þetta metið jafnóðum en þetta snýst um að toppa á hár­rétt­um tíma. Svo eft­ir keppni þá verður farið í góða nauta­steik og með því,“ seg­ir hún.  

En hvað ger­ist eft­ir mót?

„Eft­ir keppni þá minnka ég brennsluæf­ing­ar jafnt og þétt og byrja að vinna upp mataræðið bæði í inni­haldi, nær­ing­ar­skipt­ingu og hita­ein­ing­um. Ég fer að setja inn fleiri fæðuteg­und­ir hægt og ró­lega en ég mun halda áfram á kol­vetnahringn­um. Þá nær lík­am­inn að halda góðu jafn­vægi og það verða eng­ar sveifl­ur. Má segja að ég vinni þetta svo öf­ugt upp miðað við hvernig ég vann það niður á und­ir­bún­ings­tím­an­um. Skipt­ir ofboðslega miklu máli og þá reyn­ir á sjálf­sag­ann og þetta get­ur tekið svona 6-12 vik­ur. En ég er svo klár í það, enda löngu búin að taka mitt mataræði föst­um tök­um.“ 

Spurð um vænt­ing­ar fyr­ir laug­ar­dag­inn seg­ist Lilja ekki vera með of mikl­ar vænt­ing­ar. 

„Maður veit aldrei hvað er leit­ast við hverju sinni, hvaða lúkk er í tísku þetta árið eða hverj­ar eru að keppa á móti þér. Það verða er­lend­ir dóm­ar­ar að dæma í þess­ari keppni, þannig að það verður bara spenn­andi að sjá hverju þeir eru að leit­ast eft­ir. Ég labba alltaf sátt inn á svið ánægð með þann pakka sem ég hef að færa og það skipt­ir öllu. Ég pæli aldrei í öðrum þegar ég er á sviðinu og reyni al­ger­lega að fókusa á mitt. Málið er að eng­inn er eins. Það hafa all­ir kosti og galla og maður verður að hafa það í huga. Mik­il­vægt að þú sért yf­ir­veguð og njót­ir þín – það skín mest í gegn og það er það sem dóm­ar­ar sjá. Gull­fal­leg­ar kon­ur hafa ekki kom­ist langt í keppni vegna þess að út­geisl­un og ör­yggi var lítið, þannig að all­ur pakk­inn skipt­ir máli.

Svo verð ég í svo hrika­lega flottu bik­ini sem var sérsaumað á mig af henni Hrönn Sig, okk­ar eina at­vinnu­manni í vaxt­ar­ræktar­flokki og marg­föld­um Íslands­meist­ara. Hún er snill­ing­ur og hrein­lega saumaði á mig drauma­bik­inið og steinaði. Þetta er í al­vör­unni drauma­bik­ini, mig dreymdi það án gríns. Sagt er að sumt bara komi til manns í draumi og það gerði það hérna.  

Ég er búin að bæta mig mikið lík­am­lega og í ör­yggi, mun koma í mínu besta formi hingað til og al­ger­lega ofar vænt­ing­um. En ég er búin að vera að vinna að þess­um bæt­ing­um mark­visst síðustu 10 mánuði. Ég vona að það skili sér í verðlauna­sæti að sjálf­sögðu,“ seg­ir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda