Þetta þarftu til að draga úr bólgum

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Jólamatur og hvers kyns kræsingar eru ekki lengur bara í boði yfir jólahátíðina sjálfa. Veisluhöldin hefjast með tilboðum frá veitingahúsum og á vinnustöðum löngu fyrir jólin sjálf. Meltingarkerfið er því oft undir miklu álagi. Þá getur meltingarensímblanda eins og Digest Ultimate frá NOW komið sér vel,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: 

Prófanir hafa sýnt að þessi ensímblanda heldur gildi sínum í gegnum pH (sýruumhverfi) gildi meltingarvegarins og stuðlar að sem bestri upptöku næringarefna með því að hjálpa til við niðurbrot á prótínum, kolvetnum og fitu, svo og mjólkurvörum, korni og ómeltanlegum trefjum eins og finna má í grænmeti og baunum. Ég hef verið að taka Digest Ultimate inn í nokkurn tíma og verð að segja að þau hafa skilað frábærum árangri, en eitt af einkennum A-blóðflokks (minn blóðflokkur) er að ensímframleiðsla líkamans minnkar með aldrinum.

ENSÍM ERU MIKILVÆG EN GETA SKEMMST

Meltingarensím, svo og frumu- og kerfistengd ensím í líkamanum eru mjög mikilvæg til að tryggja almenna vellíðan. Þau gegna meðal annars mikilvægu hlutverki í meltingu og næringarupptöku, í viðbrögðum ónæmiskerfisins, vitrænni hrörnun og afeitrun frumnanna. Þessi kerfi berjast um að fá ensím til að líkaminn geti nýtt sér þau.

Þegar amínósýrukeðjur innan ensímanna skemmast, eyðileggjast ensímin og geta ekki lengur unnið starf sitt. Þessi eyðilegging getur orsakast af einhverju eftirfarandi:

-Flúor 

-Eiturlyfjum 

-Áfengi  

-Skemmdum af völdum frjálsra stakeinda 

-Geislun (nánast allt erlent grænmeti er geislað fyrir dreifingu) 

-Niðursuðu matar 

-Unnum matvælum 

-Þegar matur er soðinn við hærra hitastig en 47°C.  

Allur unninn og mikið soðinn matur inniheldur mikið af skemmdum ensímum. Þau valda ofnæmisviðbrögðum í líkamanum og leið til árása á hann. Þessi mikið unna og ertandi fæða er háð góðum ensímum í líkamanum til að hún meltist. Hún stelur því í reynd ensímum úr kerfum hans.

Lífsstíls- og umhverfisþættir sem ganga mikið á ensím líkamans eru meðal annars mikil loftmengun, lyfjanotkun, ónógur svefn og streita tengd samskiptum og fjármálaáhyggjum. Flestir í samfélögum nútímans búa við þetta álag og það veldur ensímskorti í líkamanum.

HVER ER ÁVINNINGURINN AF ÞVÍ AÐ TAKA MELTINGARENSÍM?

Ensímin eru meðal mikilvægustu formgerða í líkamanum. Þau eru langar keðjur prótína sem taka á sig sérstakt form og vinna eins og lyklar sem opna ákveðnar læsingar í líkamanum. Hér er listi yfir ávinninginn af því að taka inn meltingarensím en þau draga úr bólguþáttunum og veita almenna orkuaukningu.

  1. Draga úr streituálagi á meltingarkerfið.
  2. Draga úr bólgum í meltingarkerfinu.
  3. Bæta meltingu fæðunnar.
  4. Auka næringarupptöku hverrar máltíðar.
  5. Stuðla að góðu jafnvægi á örveruflóru þarmanna.
  6. Draga úr fæðuóþoli og -ofnæmi.
  7. Efla ónæmisviðbrögð líkamans.
  8. Auka orkuframleiðslu frumnanna.
  9. Hjálpa til við að draga úr sjálfsónæmi.
  10. Örva gróanda í húð og vefjum.

LÆKNING FYRIR MELTINGUNA

Þeir sem stunda óhefðbundnar lækningar ráðleggja meðal annars meltingarensím sem hluta af meðhöndlum á eftirfarandi heilsufarsvanda:

-Glútenóþoli

-Crohn’s sjúkdómnum (meltingarsjúkdómur) 

-Bakflæði 

-Almennum meltingarvandamálum 

-Iðraólgu 

-Vanvirkni í brisi   

-Briskirtilsbóglu 

-Sáraristilbólgu

Að auki er talað um að ensím lækki kólesteról líkamans. Yfirleitt eru meltingarensím tekin rétt fyrir mat eða með mat, en þegar þau eru tekin á fastandi maga eru þau sögð örva ónæmiskerfið, vinna á liðagigt, draga úr bólgum, bæta heilbrigði lifrar og vinna gegn krabbameinum.

Heimildir: Grein á síðu DrJockers.com og á Verywellhealth.com

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda