„Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:
#1 - GÓÐGERLAR
Taktu inn góðgerla, ef þú ert ekki þegar að gera það. Góðgerlar (probiotics) eru örverur sem stuðla að betra jafnvægi í örveruflóru þarmanna. Þeir hafa margþætt áhrif meðal annars á niðurbrot fæðunnar og upptöku hennar fyrir líkamann. Skoðaðu þetta skemmtilega myndband til að skilja betur virkni þeirra.
Í greinum í læknatímaritum er fjallað um þann ávinning sem líkaminn hlýtur af notkun góðgerla og rannsóknir hafa sýnt að:
Með því að smella á þennan hlekk ferðu inn á myndband sem skýrir vel hvaða áhrif góðgerlar hafa í þörmum okkar.
#2 – MELTINGAHVATAR
Eftir fertugt dregur úr framleiðslu á meltingarhvötum í maga okkar flestra. Því er gott að taka meltingarhvata eins og Digest Ultimate frá NOW inn fyrir hverja máltíð um páskana. Ég tek þá reyndar að staðaldri og hef fundið mikinn mun á meltingunni. Í Digest Ultimate er meðal annars að finna ýmsa hvata sem hjálpa til við niðurbrot fæðunnar strax í maganum, sem getur skipt miklu máli fyrir frekari meltingu og upptöku fæðunnar í smáþörmunum.
#3 – DREKKTU VATN
Vatn er svo ótrúlega mikilvægt fyrir líkamann og fæstir drekka nægilega mikið af því dag hvern. Best er að drekka vatnið ekki alveg ískalt, heldur við stofuhita, því þá þarf líkaminn ekki að hita það upp í 37°C og sparar sér því orku við það.
Ef þú ert með tíða bakverki og hugsanlega einhver nýrnavandamál er gott að sjóða vatnið og kæla það svo, áður en það er drukkið. Það hefur reynst mér sérstaklega vel. Einnig er gott að drekka ekki vatn með mat – heldur aðeins fyrir eða eftir matinn.
Vatn hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni. Það er líka orkuaukandi, því það er rafmagn í líkamanum sem þarf leiðni til að senda orkuboð sín áfram og leiðnin kemur úr vatninu.
#4 – REGLULEG HÆGÐALOSUN
Þetta er stóra málið í lífi okkar allra. Þegar við höfum hægðir erum við að losa úrgang úr líkama okkar. Ef við höfum þær ekki reglulega erum við að safna upp skít í líkamanum, sem getur leitt til skaða og skemmda á líffærum hans.
Í kínverskri læknisfræði er talað um að við ættum helst að losa líkamann við úrgang eftir hverja máltíð, því þegar eitthvað fer inn í meltingarörið, ætti eitthvað að fara út úr því líka.
Tími ristilsins samkvæmt kínverskri læknisfræði er frá klukkan 5:00 til 7:00 á morgnana og því er eðlilegt að við tæmum hann með hægðalosun á innan við klukkustund frá því við vöknum – og svo helst 2svar eftir það yfir daginn.
#5 – ÖRVAÐU LOSUNINA
Ef þú ert með harðlífi eða losar þig ekki daglega við úrgang, prófaðu þá að taka inn Castor Oil hylkin frá NOW. Þetta eru laxerolíuhylki sem stuðla að reglulegri losun auk þess sem laxerolían, sem er afar græðandi, hefur góð áhrif á slímhúð meltingarvegarins og styrkir hana.
Ég treysti því að þessi ráð hjálpi þér að eiga ánægjulegt páskafrí, því það er fátt leiðinlegra en að vera með krampaverki í kviðarholinu eða þjást af harðlífi á dögum sem eiga að vera góðir frídagar.