Hví er flott að það sé brjálað að gera?

Gunna Stella heilsumarkþjálfi.
Gunna Stella heilsumarkþjálfi.

„Ég sá aug­lýs­ingu frá Virk starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóði um dag­inn þar sem skotið er hressi­lega á okk­ur Íslend­inga og þessa frægu setn­ingu. Brjálað að gera! Virk fór af stað með verk­efni með yf­ir­skrift­inni „Brjálað að gera“ til þess að vekja at­hygli á því hvað fólk er oft und­ir miklu álagi í einka­líf­inu og á vinnustaðnum,“ seg­ir Gunna Stella heil­su­markþjálfi og eig­andi vefjar­ins www.ein­fald­aralif.is í sín­um nýj­asta pistli á Smartlandi: 

Í gegn­um tíðina hef­ur það þótt vera „flott“ að segj­ast hafa brjálað að gera. Af hverju þarf að vera brjálað að gera til þess að við upp­lif­um okk­ur ein­hvers virði?

Allt of marg­ir ein­stak­ling­ar hafa lent í kuln­un, ein­fald­lega af því að það er brjálað að gera. Ætl­ast er til að fólk hafi tíma til að sinna vinnu, fjöl­skyldu, áhuga­mál­um, lík­ams­rækt­inni og öðru sem kem­ur óvænt upp á án þess að kikna. En hjá flest­um okk­ar geng­ur það ekki til lengri tíma. Á ein­hverj­um tíma­punkti gef­ur eitt­hvað sig og oft­ar en ekki er það lík­am­inn, and­leg heilsa eða hvort tveggja.

Í starfi mínu legg ég mikla áherslu á að hjálpa ein­stak­ling­um að finna jafn­vægi í lífi sínu. Það er ekki nóg að borða nær­ing­ar­rík­an og holl­an mat og mæta í rækt­ina nokkr­um sinn­um í viku til þess að upp­lifa jafn­vægi. Til þess að ná jafn­vægi er mik­il­vægt að þú haf­ir einnig til­gang, að þú eig­ir upp­byggj­andi og góð sam­bönd í lífi þínu, að þú sinn­ir and­legri heilsu og þú sinn­ir áhuga­mál­um sem þú elsk­ar.

Hvernig væri að við tækj­um hönd­um sam­an og hætt­um að gera setn­ing­unni „það er svo brjálað að gera“ hátt und­ir höfði? Hvernig væri að við mynd­um ein­falda lífið? Hvernig væri að við mynd­um gefa okk­ur tíma dag­lega til þess að gera eitt­hvað sem nær­ir okk­ur and­lega og lík­am­lega? Hvernig væri að við mynd­um rækta sam­bönd sem hafa já­kvæð áhrif á okk­ur? Hvernig væri að við ein­földuðum dag­skrána og lærðum að segja NEI!?

Ein­fald­ara líf fyr­ir mig lít­ur kannski ekki út eins og ein­fald­ara líf fyr­ir þig. Ein­fald­ara líf fyr­ir mig er það geta sinnt því sem hjarta mitt brenn­ur fyr­ir. Ein­fald­ara líf er það að geta sest niður og lesið bók og haft hug­ann við bók­ina. Ein­fald­ara líf er það að njóta dags­ins og vera glöð og ánægð í því starfi sem ég sinni. Ein­fald­ara líf er það þegar að geta notið þess að sinna fjöl­skyldu minni og börn­um án þess að bíða bara eft­ir að dag­ur­inn líði og all­ir fari að sofa.

Hvernig er ein­fald­ara líf fyr­ir þig?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda