9 ástæður til að taka B-12

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„B-12 er eitt af þessum mikilvægu bætiefnum sem líkaminn þarf á að halda en getur ekki framleitt sjálfur. B-12 er aðallega að finna í dýraafurðum, en þar sem það er þar í svo litlu mæli, er mikilvægt að taka það reglulega inn sem bætiefni,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli:

Í þessari grein fjalla ég um níu heilsuverndandi ástæður fyrir því að taka inn B-12. Einnig fjalla ég um ellefu einkenni B-12 vítamínskorts, en almennt er talið að skorturinn sé um 30% hjá þeim sem borða dýraafurðir og um 60% hjá þeim sem eru grænmetisætur eða vegan.

Frá NOW eru þrjár mismunandi tegundir af B-12. Ultra B-12 í fljótandi formi með þremur mismunandi formum af B-12 fyrir frumuorkuna. B-12 tuggutöflur sem eru góðar fyrir taugakerfið. B-12 liposomal-úði fyrir hjarta- og æðakerfið. Eftirfarandi níu ástæður sýna mikilvægi B-12 fyrir heilsuna:

1-STUÐLAR AÐ MYNDUN RAUÐRA BLÓÐFRUMNA OG HINDRAR BLÓÐLEYSI

B-12 vítamín leikur mikilvægt hlutverk í framleiðslu líkamans á rauðum blóðfrumum. Sé skortur á B-12 í líkamanum dregur úr framleiðslu á rauðum blóðfrumum og þær ná ekki að þróast eðlilega. Heilbrigðar rauðar blóðfrumur eru litlar og kringlóttar, en ef það skortir B-12 verða þær stærri og sporöskjulaga.

Þegar blóðfrumurnar verða stærri komast þær ekki á eðlilegum hraða frá beinmergnum og út í blóðflæðið og valda því risakímfrumnablóðleysi (megaloblastic anemia). Þegar líkaminn hefur ekki nægilega mikið af blóðfrumum til að flytja súrefni til mikilvægra líffæra getur það valdið þreytueinkennum og þróttleysi.

2-GETUR  KOMIÐ Í VEG FYRIR FÆÐINGARGALLA

Nægilegt magn af B-12 skiptir miklu máli fyrir heilbrigða meðgöngu. Rannsóknir sýna að heili og taugakerfi fósturs þarf á nægilegu magni af B-12 að halda frá móður til að þróast eðlilega. Skortur á B-12 í upphafi meðgöngu getur aukið hættuna á fæðingargöllum og einnig leitt til fósturmissis eða fyrirburafæðinga.

3-STUÐLAR AÐ BEINHEILSU OG DREGUR ÚR HÆTTU Á  BEINÞYNNINGU

Nægar birgðir af B-12 í líkamanum geta stuðlað að betri beinheilsu. Í rannsókn á meira en 2.500 einstaklingum kom í ljós að þeir sem voru með B-12 vítamínskort voru með minna en eðlilega beinþéttni. Bein sem skortir þéttleika verða viðkvæm og því fylgir meiri hætta á beinbrotum.

4-GETUR DREGIÐ ÚR SJÓNDEPILSRÝRNUN

Sjóndepilsrýrnun er augnsjúkdómur sem hefur aðallega áhrif á miðjusjón. Með því að viðhalda nægilegu magni af B-12 í líkamanum eru líkur á að dragi úr aldurstengdri sjóndepilsrýrnun. Vísindamenn telja að með því að nota B-12 bætiefni lækki hómósýsten (homocysteine), en það er tegund af amínósýru, sem finnst í blóðinu. Aukið magn af hómósýsteni hefur verið tengt við aukin aldurstengd sjónvandamál.

5-BÆTIR SKAPIÐ OG DREGUR ÚR ÞUNGLYNDISEINKENNUM

Ekki liggur fyrir alveg fullur skilningur á því á hvaða hátt B-12 bætir skapið. Vitað er þó að B-12 gegnir mikilvægu hlutverki í að framleiða og efnabreytaa serótónini, sem er efni sem hefur áhrif á skap okkar – oft kallað gleðihormónið. Skortur á B-12 getur því leitt til minni serótóninframleiðslu, sem aftur getur valdið þunglyndiseinkennum. Rannsóknir hafa sýnt að notkun á B-12 léttir lundina hjá fólki sem hefur átt við þunglyndisvandamál að stríða.

6-GETUR VERIÐ GOTT FYRIR HEILANN OG KOMIÐ Í VEG FYRIR TAP Á TAUGAFRUMUM 

Skortur á B-12 vítamíni hefur verið tengdur við minnistap, einkum hjá þeim sem eldri eru. Vítamínið er talið hindra heilarýrnun, sem felst í tapi á taugafrumum í heilanum og er oft tengd við minnistap og heilabilun. Rannsóknir hafa sýnt að það hægði á heilahnignun hjá  þeim sem voru á frumstigi heilahnignunar, ef þeir tóku saman B-12 og Omega-3 fitusýrur.

Hvort sem um heilahnignun er að ræða eða ekki, hefur komið í ljós að B-12 bætir minnið.

7-GETUR GEFIÐ ÞÉR AUKNA ORKU

Lengi hefur verið talað um B-12 sem aukaorkugjafa. Öll B-vítamínin gegna mikilvægu  hlutverki í orkuframleiðslu líkamans, þótt þau myndi hana ekki endilega sjálf. Þar sem B-12 er vatnsuppleysanlegt  vítamín, er enginn hætta á að líkaminn fari að safna því upp. Allt sem líkaminn ekki nýtir fer í gegnum hann og úr honum með þvagi.

8-GETUR BÆTT HJARTAHEILSUNA MEÐ ÞVÍ AÐ DRAGA ÚR HÓMÓSÝSTINI

Mikið magn af hinni algengu amínósýru hómósýstini í blóði hefur verið tengt hjartasjúkdómum. Sé skortur á B-12 vítamíni í líkamanum, hækkar hómósýstinið. Rannsóknir hafa sýnt að nægilegt magn af B-12 lækkar hómósýstin í blóði og dregur úr hættu á hjartavandamálum.

9-STUÐLAR AÐ HEILBRIGÐU HÁRI, HÚÐ OG NÖGLUM 

Þar sem B-12 vítamín skiptir máli við frumuframleiðslu, er þörf á nægilegu magni af því til að viðhalda heilbrigðu hári, húð og nöglum. Skortur á B-12 hefur reynst hafa áhrif á ýmis húðvandamál eins og breytingar á lit nagla, breytingar á hári (hárlos o.fl.) og litabreytingar á húð.

11 EINKENNI UM B-12 VÍTAMÍNSKORT 

Jafnvel þótt fólk fái nægilega mikið B-12 vítamín í gegnum fæðuna (vítamín) geta undirliggjandi heilsufarsvandamál haft áhrif á upptöku B-12 í gegnum þarmana. Má þar meðal annars nefna Crohn‘s-sjúkdóminn, glútenóþol, langvinna magabólgu og blóðhvarf. Helstu einkenni um B-12 vítamínskort eru:

Náladofi í höndum og fótum - Dofi í útlimum og erfiðleikar við hreyfinga r- Fölur húðlitur  - Þreytueinkenni eða síþreyta - Hraður hjartsláttur - Blóðleysi sem getur leitt til andnauðar - Vandamál í munni eins og bólgur og munnangur - Huglæg vandamál og minnistap - Pirringur - Ógleði, uppköst eða niðurgangur - Minnkandi matarlyst og þyngdartap 

Þeir sem eru líklegir til að vera með B-12 vítamínskort eru: Þeir sem eru eldri, því með aldrinum verður upptaka á B-12 oft minni. Þeir sem eru grænmetisætur eða vegan. Þeir sem hafa lengi tekið inn sýrustillandi lyf (magasýrur). Þeir sem hafa lést vegna magaaðgerðar, en hún getur haft áhrif á uptöku B-12 vítamíns.

Guðrún Bergmann hefur haldið HREINT MATARÆÐI námskeið fyrir rúmlega 1.700 þátttakendur á rúmum fjórum árum.

Heimildir: medicalnewstoday.com - healthline.com 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál