Fimm leiðir til að gera 2020 að besta árinu

Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu.
Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu. Ljósmynd/Saga Sig

„Núna er heldur betur tíminn til að koma sér aftur í heilsugírinn eftir hátíðirnar. Margir mikla það aðeins fyrir sér hvar er best að byrja og langaði mig því að deila með þér nokkrum ráðum,“ segir Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu og eigandi vefsins www.annaeiriks.is í sínum nýjasta pistli

  • Settu þér markmið - þú hefur heyrt þetta áður en þetta hvetur þig áfram og minnkar líkurnar á því að þú gefist upp!

  • Ef þú hefur ekki hreyft þig reglulega í langan tíma þá er nauðsynlegt að fara rólega af stað og að þjálfunin sé markviss, farðu í göngutúra, skelltu þér á námskeið, farðu til einkaþjálfara eða æfðu með mér heima í stofu, sama hvað þú velur þá er mikilvægt að fara rólega af stað.

  • Ef mataræðið þitt hefur farið algjörlega úr böndunum yfir hátíðirnar þá skaltu reyna að snúa blaðinu við en gott ráð er t.d. að taka út sykurinn á virkum dögum, minnka skammtana og borða vel af ávöxtum og grænmeti, þetta hjálpar þér að snúa blaðinu við.

  • Mundu eftir litlu sigrunum, nauðsynlegt er að verðlauna sig á góðan hátt þegar hverju markmiði er náð.

  • Öll afrek byrja á ákvörðun um að reyna!

Sama hvaða markmið eða áramótaheit þú setur þér þá hef ég fulla trú á því að þú getir náð því, þú þarft að trúa því líka og þá ætti ekkert að stoppa þig.

Gerðu 2020 að þínu besta ári hingað til:)

Vertu með í 2020 Áskoruninni!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál