Þetta gerist þegar þú sleppir samfélagsmiðlum í einn dag

Ljósmynd/Unsplash

„Und­an­farna mánuði hef ég verið að æfa mig í að taka einn sól­ar­hring í viku þar sem ég legg alla vinnu til hliðar, loka tölv­unni, slekk á net­inu í sím­an­um mín­um og geri það sem mig lang­ar til að gera þann dag­inn. Það er mjög sér­stök til­finn­ing að vera af­tengd sam­fé­lags­miðlum. Fyrst þegar ég gerði þetta hélt ég að ég væri að missa af ein­hverju. Það merki­lega kom hins­veg­ar í ljós er að lífið held­ur áfram þó svo að ég slökkvi á net­inu í einn sól­ar­hring. Fólkið sem ég um­gengst mest er líka farið að átta sig á því að það þýðir ekki að ná í mig þenn­an dag í gegn­um sam­fé­lags­miðla. Því þarf fólk að taka upp sím­ann og hringja,“ seg­ir Gunna Stella heil­su­markþjálfi í sín­um nýj­asta pistli:  

Gunna Stella heilsumarkþjálfi.
Gunna Stella heil­su­markþjálfi.

Til­hneig­ing flestra er sú að við för­um í gegn­um vik­una á sjálf­stýr­ingu, bíðum eft­ir helg­inni, not­um helg­ina til að vinna upp það sem bíður okk­ar eft­ir brjálaða viku og höld­um svo þannig áfram viku eft­ir viku. Staðreynd­in er hins­veg­ar sú að við þurf­um öll á hvíld að halda. Við þurf­um reglu­lega að stinga okk­ur í hleðslu rétt eins og við setj­um sím­ann okk­ar í hleðslu. 

Í raun er eng­in ein leið til að fá sem best­an hvíld­ar­sól­ar­hring. Það sem mestu máli skipt­ir er að þú staldr­ir við, minnkir áreiti og ger­ir það sem hleður þig. Á nám­skeiðum hjá mér hvet ég þátt­tak­end­ur oft til að skrifa hleðslu­lista. Ég bið þau að sjá fyr­ir sér að þau séu sími sem þarf reglu­lega á hleðslu að halda. Sum hleðslu­tæki hlaða hraðar en önn­ur og sum síma­for­rit draga meiri hleðslu af sím­an­um en önn­ur. Rétt eins og sími þá þurf­um við á reglu­legri hleðslu að halda. 

Þegar ég skoða hleðslu­list­ann minn þá átta ég mig á því að ég elska úti­veru, nær­ist á lestri góðra bóka, elska að borða góðan mat og nýt þess virki­lega að vera í kring­um fjöl­skyldu mína og annað fólk sem ég finn að hef­ur góð áhrif á mig. 

Það er leynd­ar­dóm­ur í því að stunda hvíld. Það er mun­ur á hvíld og frí­degi. Á frí­degi erum við að sinna heim­il­inu, þvo þvott og græja aðra hluti sem við náum ekki að græja í vik­unni. Á hvíld­ar­degi hef­urðu góða af­sök­un til þess að læra að hægja á, njóta þess sem þú átt í líf­inu, stunda sam­fé­lag við fólk sem þú elsk­ar að vera í kring­um og sinna áhuga­mál­um þínum og leggja alla vinnu til hliðar í sól­ar­hring. 

Það merki­lega er að þegar ég fór fyrst að taka frá einn sól­ar­hring í vik­unni til þess að stunda mark­vissa hvíld þá kveið ég fyr­ir því. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera við tím­ann minn, hvernig ég gæti und­ir­búið það og hvað ég ætti að gera. Í dag þá skil ég ekki hvernig ég fór að því að keyra mig stöðugt áfram í hraðanum. Vinna jafn­vel á hverj­um ein­asta degi og sleppa því að gera eitt­hvað sem nærði and­ann, sál og lík­ama. 

Ég hvet þig til þess að skrifa niður hleðslu­lista. Ég hvet þig til þess að skoða hvað það er sem end­ur­nær­ir þig og hleður þig til anda, sál­ar og lík­ama. Ég hvet þig til að staldra við og hægja á, af­tengj­ast net­inu og stunda einn góða hleðslu­sól­ar­hring í viku. 

Fyr­ir þá sem eru að byrja er gott að byrja á hálf­um sól­ar­hring og auka það svo smám sam­an. En vittu til, því fleiri hleðslu­daga sem þú átt því meira fer lík­ami þinn að „rukka” þig um hleðslu­daga. 

Ljós­mynd/​Unsplash
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda