Syngur á hlaupabrettinu

Carrie Underwood er í fantaformi og hleypur á hlaupabrettinu.
Carrie Underwood er í fantaformi og hleypur á hlaupabrettinu. AFP

Það hafa ef­laust marg­ir velt því fyr­ir sér hvernig tón­list­ar­kon­ur fara að því að hoppa og skoppa um sviðið á meðan þær syngja. Söng­ur­inn oft­ar en ekki óaðfinn­an­leg­ur en ástæðan á bak við það eru þrot­laus­ar æf­ing­ar. 

Einkaþjálf­ar­inn Erin Oprea, einkaþjálf­ari Carrie Und­erwood, læt­ur hana syngja á meðan æf­ing­um stend­ur. 

„Mitt aðal­verk­efni er að gera þær til­bún­ar til þess að syngja á sviðinu og dansa og hreyfa sig. Ég segi þeim að hlaupa og syngja, sippa og syngja. Þær horfa skringi­lega á mig, en þegar þú ert á sviðinu að dansa, þá er mjög gott að vera und­ir­bú­inn fyr­ir það og verða ekki andstutt,“ sagði Oprea í viðtali við Insi­der

Oprea er með fleiri söng­kon­ur í þjálf­un hjá sér, þar á meðal Mar­en Morr­is, Ryan Hurd og Kel­sea Baller­ini. 

Carrie Underwood er dugleg í ræktinni.
Carrie Und­erwood er dug­leg í rækt­inni. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda