Heimaræktin í bílskúrnum eins og himnasending

Rafn Franklín Hrafnsson ræðir við Andra Iceland í þætti sínum …
Rafn Franklín Hrafnsson ræðir við Andra Iceland í þætti sínum 360°Heilsa.

Rafn Frank­lín Hrafns­son einkaþjálf­ari í Hreyf­ingu út­bjó lík­ams­rækt­araðstöðu í bíl­skúrn­um heima hjá sér og seg­ir að það komi sér vel núna. Hann læt­ur sam­komu­bann þó ekki stoppa sig í að þjón­usta kúnn­ana sína. Hann ætl­ar að nýta tækn­ina og býður nú upp á fjarþjálf­un á meðan á sam­komu­banni stend­ur.

„Ég ætla að nýta þá frá­bæru tækni sem við höf­um og færa mína þjón­ustu yfir á ra­f­rænt form eða fjarþjálf­un. Ég lít á þetta sem skemmti­legt tæki­færi til að prófa eitt­hvað nýtt og finna nýj­ar leiðir til að aðstoða fólk við að bæta heils­una og koma sér í betra form. Kost­ur­inn við slíka þjálf­un er auðvitað líka að þú get­ur æft á þeim tíma sem þér hent­ar best en með full­an aðgang að þjálf­ara ef þörf kref­ur,“ seg­ir Rafn. 

Hvað get­ur fólk gert til þess að halda sér á mott­unni á meðan á þessu ástandi stend­ur? 

„Nú reyn­ir vissu­lega meira á okk­ur, vilja­styrk­inn og sjálf­sag­ann. Hefðbund­in rútína er kom­in í annað form sem gæti falið í sér að fólk freist­ast til að sleppa æf­ing­um, hanga í sóf­an­um og „tríta sig“ meira.

En eins og ég horfi á það, þá er þetta akkúrat tím­inn til að setja fókus­inn á sjálf­an sig og rækta heils­una. Þenn­an tíma er hægt að nýta til að brjóta upp gamla og slæma vana og byggja upp nýja og upp­byggj­andi rútínu,“ seg­ir hann. 

Hver er besta æf­ing í heimi til að gera heima hjá sér? 

„Ég vil meina að besta æf­ing­in í heimi til að gera, hvort sem það er heima hjá þér eða ann­ars staðar, er æf­ing­in sem þér finnst skemmti­leg. Því þá ertu lík­legri til að gera hana aft­ur og aft­ur og það lyk­ill­inn sem skil­ar ár­angri. Það eru svo til mikið af frá­bær­um og krefj­andi æf­ing­um til að gera með eig­in lík­amsþyngd eins og hné­beygj­ur, arm­beygj­ur, fram­stig ásamt fleir­um krefj­andi æf­ing­um sem hægt er að fram­kvæma á mis­mun­andi máta til að setja mis­mun­andi álag á skrokk­inn.“

Get­ur fólk náð ár­angri eitt heima hjá sér? 

„Ef vilj­inn er fyr­ir hendi, þá klár­lega. Ég held hins­veg­ar að vanda­málið sé oft og tíðum það að fólk er ekki al­veg ör­uggt á hvernig það á að setja upp æf­ing­arn­ar og hvernig er best að fram­kvæma þær og þess vegna sé oft auðvelt að geyma æf­ing­una „þangað til á morg­un“ sem fjar­ar síðan út í ekk­ert.

Ég finn mikið fyr­ir þessu hjá mín­um kúnn­um og þetta er ein­mitt ástæðan fyr­ir því að ég setti upp 4 vikna 360 heilsa net­nám­skeiðið. Þar færð þú aðhaldið, rútín­una og hvatn­ing­una til að halda áfram og ná raun­veru­leg­um ár­angri og lífstíls­breyt­ingu í þessu ástandi,“ seg­ir Rafn. 

Nú ert þú með heimarækt í bíl­skúrn­um. Segðu mér bet­ur frá því?

„Ég er svo hepp­inn að eiga þokka­lega aðstöðu heima í skúrn­um með helstu tól­un­um sem ég þarf. Lyft­ing­a­rekki, ketil­bjöll­ur, stang­ir, teygj­ur og fleira. Þetta hef­ur lengi verið draum­ur hjá mér, að eiga mitt eigið svæði þar sem ég get al­gjör­lega kúplað mig út og tekið góða æf­ingu.

Þetta hef­ur líka orðið til þess að ég er lík­legri til að stökkva oft­ar á æf­ing­ar, jafn­vel þó þær séu stutt­ar, sem ég ella hefði sleppt vegna tíma­leys­is. 

Þrátt fyr­ir að rækt­in hafi ekki verið sér­stak­lega hugsuð fyr­ir COVID þá kem­ur sér ein­stak­lega vel núna þegar lík­ams­rækt­ar­stöðvar eru lokaðar, að geta tekið kröft­ug­ar æf­ing­ar heima.“

Hvernig kviknaði hug­mynd­in að 360 heilsa net­nám­skeiðinu

„Mig hef­ur lengi langað að halda heilsu nám­skeið þar sem ég sam­eina alla helstu þætti tengda heilsu. Hreyf­ing - nær­ing - svefn - streit­u­stjórn­un, jafn­vægi og þess­ir þætt­ir sem eru grunn­ur­inn að heil­brigði og góðum lífs­stíl.

Mér finnst líka mik­il­vægt að leggja áherslu á mik­il­vægi þess að rækta heil­brigt ónæmis­kerfi og heil­brigðan lík­ama á tím­um eins og þess­um. Bæði fyr­ir okk­ur sjálf að sjálf­sögðu og líka til að lág­marka byrgðina á heil­brigðis­kerfið. 

Þetta 4 vikna heilsu­nám­skeið er hugsað út í gegn til að aðstoða þig að læra bet­ur hvað býr til betra heil­brigði með mark­miðasetn­ingu, fræðslu, viku­leg­um heilsu­fyr­ir­lestr­um, áskor­un­um í mataræði, heimaæf­ing­um, ráðum fyr­ir bætt­an svefn, dag­legri hvatn­ingu og öllu sem þú þarft til að ná ár­angri. Ég trúi því að þetta sé akkúrat tím­inn til að taka heils­una í gegn og setja sig í fyrsta sæti.“

HÉR er hægt að fá nán­ari upp­lýs­ing­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda