Brennir 250 hitaeiningum á 15 mínútum

Halle Berry sippar og sippar.
Halle Berry sippar og sippar. AFP

Leik­kon­an Halle Berry er í fanta formi eins og sést vel í hverri kvik­mynd sem hún leik­ur í. Berry not­ar sippu­bandið til að halda sér í formi og brenna hita­ein­ing­um. 

Í pistli á Women's Health seg­ir Berry að hún geti brent 250 hita­ein­ing­um á ein­ung­ist 15 mín­út­um með því að sippa. Hún byrjaði að sippa á æf­ing­um fyr­ir um fimm árum síðan þegar hún byrjaði að vinna með nú­ver­andi einkaþjálf­ar­an­um sín­um. 

Hann kynnti hana fyr­ir sipp­inu en áður hafði Berry lítið sippað á æf­ingu. Nú sipp­ar hún á hverri æf­ingu og er sippið í for­grunni í öll­um þrekæf­ing­um. Í upp­hit­un fyr­ir æf­ingu tek­ur hún 500 sipp. 

Smátt og smátt hef­ur hún aukið við end­ur­tekn­ing­arn­ar og var stóra mark­miðið henn­ar að sippa 1500 sipp á einni æf­ingu. Hún braut upp æf­ing­una í þrjá hluta og sippaði 500 sipp í einu. Það tók hana 15 mín­út­ur að klára. 

Berry seg­ist hafa fundið fyr­ir mikl­um harðsperr­um í tvo til þrjá daga eft­ir á en það hafi verið þess virði.

Berry er í fanta formi.
Berry er í fanta formi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda